Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 68
> Við bjóðum velkomin ...
... Guðmund Guðmundsson
fyrrum landsliðsþjálfara í
handbolta aftur í íslenska
boltann en hann
stimplaði sig rækilega
inn í gær þegar að
lærisveinar hans lögðu
sjálfa Íslandsmeistarana
í fyrsta leik mótsins.Heyrst hefur ...
... að upplausn ríki hjá kvennaliði ÍBV í
fótboltanum og að fjöldi leikmanna sé á
leið upp á fastalandið og þar fari fremstar
í flokki stjörnur liðsins og ku vera bitist
um stærstu bitana þessa dagana. Óvissa
ríkir með framhaldið hjá kvennaliði ÍBV
en til greina kemur að leggja liðið niður.
sport@frettabladid.is
32
> Við skiljum ekki ...
... hvað stjörnurnar í Haukum
hafa verið að gera í sumar
því enginn er meistara-
bragurinn á liðinu og það er
með ólíkindum hvað
leikmenn liðsins eru
þunglamalegir. Þeir mega
girða sig verulega í brók á
næstunni ef þeir ætla að
halda þjálfaranum eitthvað áfram.
Íslandsmeistarar Hauka litu út fyrir a› vera í engu formi flegar fleir heimsóttu
Fram í gær. Fylkir byrjar vel en ÍBV steinlá á heimavelli fyrir ÍR.
KÖRFUBOLTI Sverrir Þór Sverrisson,
einn besti körfuboltamaður lands-
ins, hefur ákveðið að leika áfram
með Íslandsmeisturum Keflavík-
ur samhliða því að þjálfa kvenna-
lið félagsins, líkt og hann gerði sl.
vetur. Sverrir Þór hafði í hyggju
að leggja körfuboltaskóna á hill-
una en snerist hugur.
„Það er orðið öruggt að ég verð
með karlaliðinu á fullu í vetur. Ég
hef mætt á tvær síðustu æfingar
en er reyndar að fara með
kvennaliðið í æfingaferð til
Hollands. Ég fer svo sjálfur að
æfa á fullu eftir þá ferð,“ sagði
Sverrir Þór við Fréttablaðið.
Stuðningsmenn Keflavíkur fagna
ákvörðun Sverris Þórs en í
tvígang hefur hann verið valinn
besti varnarmaður landsins, 2003
og 2004. Sverrir Þór segist sjá
fram á skemmtilegan vetur í
körfuboltanum en karla- og
kvennalið félagsins eru vel mönn-
uð og freista þess að verja Ís-
landsmeistaratitla sína. Það verð-
ur nóg um að vera hjá Sverri Þór
en fyrir utan kvennaleikina spilar
karlaliðið 18 til 23 leiki fram að
áramótum en Keflavík tekur þátt í
Evrópukeppninni.
Um leið og körfuboltaleiktíð-
inni lauk í vor tók Sverrir Þór
fram takkaskóna og lék með
Njarðvík í 2. deildinni í sumar og
skoraði 6 mörk í 16 leikjum og var
valinn í lið ársins.
„Það hefur verið lítið um frí
hjá mér. Þetta er töluvert álag, að
spila og þjálfa í körfuboltanum og
spila í fótboltanum yfir sumartím-
ann. En um leið er þetta mjög
gaman og ég myndi ekki treysta
mér út í þetta nema að ég teldi
mig ráða við þetta,“ sagði Sverrir
Þór. - þg
Meistararnir í tómu tjóni
HANDBOLTI Fyrsta umferðin í DHL-
deild karla fór fram í gær. Nokkr-
ir athyglisverðir leikir fóru fram
eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyj-
um þar sem ÍR kjöldró heima-
menn. KA vann Akureyrarslaginn
og Fylkir byrjaði vel gegn Vík-
ing/Fjölni. Stórleikur kvöldsins
var þó viðureign Fram og Íslands-
meistara Hauka.
Guðmundur Guðmundsson,
fyrrum landsliðsþjálfari, er tek-
inn aftur við Fram og strákarnir
hans litu verulega vel út lengstum
gegn meisturunum. Hið sama
verður ekki sagt um meistarana
sem litu skelfilega út og maður
spurði sig um tíma hvort þeir
hefðu yfir höfuð æft í sumar – svo
illu litu þeir út. Ef ekki hefði ver-
ið fyrir stórleik Birkis Ívars í síð-
ari hálfleik – en hann lokaði mark-
inu í 15 mínútur – hefðu Haukar
steinlegið. Tapið var á endanum
ekki nema þrjú mörk en sigurinn
var fyllilega sanngjarn. Það segir
meira en mörg orð þegar lið vinn-
ur meistarana án þess að skora í
15 mínútur.
„Ég er mjög ánægður og þetta
var mjög sannfærandi hjá okkur
lengstum. Vörn og markvarsla
var fín og hraðaupphlaupin gengu
líka vel. Mér fannst fyrri hálfleik-
urinn frábær og það var óþarfi að
hleypa þeim inn í leikinn en þar
spilar reynsluleysi inn í,“ sagði
Guðmundur kampakátur eftir
leikinn. Athygli vakti arfaslakur
leikur Úkraínumannsins, Seren-
ko, og var ekki hægt að spyrja
Guðmund um annað en hvort hann
ætlaði að senda kauða heim. „Von-
andi skánar hann en vissulega var
hann slakur í dag. Hann fær nokk-
ur tækifæri.“
Páll Ólafsson, þjálfari Hauka,
var að vonum brúnaþungur.
Fyrsta spurning var hvort Haukar
hefðu ekki æft í sumar? „Jú, við
æfðum mjög vel og það er búið að
prófa menn og þeir eru í fínu
formi. Strákarnir sem voru með
U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi.
Það gerist oft þegar menn fara á
HM þá eru þeir ekki í formi þegar
tímabilið hefst á ný. Við eigum
nokkuð í land og þurfum aðeins
meiri tíma,“ sagði Páll.
henry@frettabladid.is
LEIKIR GÆRDAGSINS
DHL-deild karla:
FRAM–HAUKAR 28–25
Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 7 (9), Jóhann
G. Einarsson 6 (9), Guðjón Drengsson 4 (4),
Stefán Stefánsson 3 (4), Jón B. Pétursson 3 (8),
Sigfús Sigfússon 2 (4), Þorri Gunnarsson 2 (3),
Sergey Serenko 1 (9).
Varin skot: Egidijus Petkevicius 22, Magnús
Erlendsson 2/2.
Mörk Hauka: Samúel Árnason 10/5 (17/6),
Arnar Pétursson 6 (11), Árni Þór Sigtryggsson 3
(11), Jón Karl Björnsson 3/1 (3/1), Kári
Kristjánsson 2 (4), Guðmundur Pedersen 1 (2).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14, Jónas
Stefánsson 5.
FYLKIR–VÍKINGUR/FJÖLNIR 20–17
Mörk Fylkis: Arnar Jón Agnarsson 5, Heimir Örn
Arnarsson 5, Arnar Sæþórsson 4, Guðlaugur
Arnarsson 2, Ingólfur Axelsson 1, Brynjar Þór
Hauksson 1, Ásbjörn Stefánsson 1, Pétur
Þorláksson 1.
Mörk Víkings/Fjölnis: Sverrir Hermansson 6, Árni
Björn Þórarinsson 4, Björn Guðmundsson 3,
Brjánn Bjarnason 2, Sindri Ólafsson 1, Pálmar
Sigurjónsson 1.
KA–ÞÓR 26–24
Ekki bárust upplýsingar um markaskorara áður
en blaðið fór í prentun.
FH–AFTURELDING 21–22
Mörk FH: Andri Berg Haraldsson 12, Hjörtur
Hinriksson 4, Sigursteinn Arndal 2, Tómas Sigur-
bergsson 2, Daníel Berg Grétarsson 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 14/2.
Mörk Aftureldingar: Vlad Trúfan 4, Einar Ingi
Hrafnsson 4, Hrafn Ingvarsson 4, Ernir Hrafn
Arnarsson 4, Ásgeir Jónsson 2, Alex Kuzmin 2,
Haukur Sigurvinsson 1, Hilmar Stefánsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 16.
ÍBV–ÍR 27–41
Ekki bárust upplýsingar um markaskorara áður
en blaðið fór í prentun.
STJARNAN–SELFOSS 33–22
Ekki bárust upplýsingar um markaskorara áður
en blaðið fór í prentun.
Enski deildarbikarinn:
DONCASTER–MANCHESTER CITY 3–0
Eftir vítaspyrnukeppni
FULHALM–LINCOLN 5–4
Heiðar Helguson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir
Fulham á 31. mínútu. Leikurinn var framlengdur.
BLACKBURN–HUDDERSFIELD 3–1
Spænska úrvalsdeildin:
BARCELONA–VALENCIA 2–2
DEPORTIVO–REAL BETIS 1–1
GETAFE–REAL MALLORCA 1–1
MALAGA–ALAVES 0–0
SANTANDER–ESPANYOL 1–0
REAL SOCIEDAD–ATLETICO MADRID 3–2
SEVILLA–CADIZ 0–0
VILLAREAL–CELTA VIGO 1–2
ZARAGOZA–OSASUNA 3–1
Ítalska úrvalsdeildin:
AC MILAN–LAZIO 2–0
ROMA–PARMA 4–1
ASCOLI–SIENA 1–1
CHIEVO–INTER 0–1
EMPOLI–CAGLIARI 3–1
LECCE–FIORENTINA 1–3
MESSINA–LIVORNO 0–0
PALERMO–REGGINA 1–0
TREVISO–SAMPDORIA 0–2
UDINESE–JUVENTUS 0–1
STAÐA EFSTU LIÐA:
JUVENTUS 4 4 0 0 8–1 12
FIORENTINA 4 3 1 0 11–6 10
Þýska úrvalsdeildin:
LEVERKUSEN–KÖLN 2–1
HERTHA BERLÍN–DUISBURG 3–2
KAISERSLAUTERN–MAINZ 0–2
NÜRNBERG–SCHALKE 1–1
STUTTGART–HAMBURGER SV 1–2
Norska bikarkeppnin:
LILLESTRÖM–VÅLERENGA 2–0
Árni Gautur Arason lék allan tímann í marki
Vålerenga sem er nú dottið úr bikarkeppninni en
Lilleström er að sama skapi komið í úrslit.
■ ■ LEIKIR
19.15 Fjölnir og KR eigast við í
Reykjavíkurmótinu í körfubolta í
íþrótthúsinu í Grafarvogi.
■ ■ SJÓNVARP
07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er
endursýndur þrisvar sinnum til
klukkan 9.00 og svo aftur klukkan
14.55.
15.25 Spænski boltinn á Sýn.
Leikur Barcelona og Valencia
endursýndur.
16.25 Handboltakvöld á RÚV.
16.40 Formúlukvöld á RÚV.
17.05 Bandaríska mótaröðin í
golfi á Sýn.
17.30 Forsetabikarinn í golfi á
Sýn.
18.00 Forsetabikarinn í golfi á
Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.30 Spænski boltinn á Sýn.
Leikur Real Madrid og Atletico Bilbao
í beinni útsendingu.
00.10 Landsbankadeildin 13.-18.
umferð á Sýn.
Leifur Sigfinnur Garðarsson er næsti þjálfari Fylkismanna:
FÓTBOLTI Eins og Fréttablaðið hef-
ur sagt frá undanfarna daga
verður Leifur Garðarsson næsti
þjálfari Landsbankadeildarliðs
Fylkis. Leifur hefur undanfarið
verið aðstoðarþjálfari Ólafs Jó-
hannessonar hjá FH en nú stefn-
ir í að þeir verði andstæðingar í
boltanum á næstu leiktíð. Undan-
farna daga hafa forráðamenn
Fylkis fundað með Leifi og var
rekinn lokahnútur á þær viðræð-
ur í gær.
Fylkismenn hafa leitað að arf-
taka Þorláks Árnasonar síðan
honum var sagt upp í síðasta
mánuði. Þeirra fyrsti kostur var
Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA,
sem ákvað frekar að framlengja
samning sinn við Skagamenn en
að fara aftur í Árbæinn, þar sem
hann þjálfaði á árunum 1998-
1999. Eyjólfur Sverrisson, lands-
liðsþjálfari íslenska U-21 liðsins,
var einnig sterklega orðaður við
stöðuna en hann gaf forráða-
mönnum Fylkis einnig afsvar.
eirikurst@frettabladid.is
Samningar eru tilbúnir til undirritunar
Grétar er samningsbundinn Víkingi
til ársins 2007 en hann var lánað-
ur frá félaginu til Vals eftir að Vík-
ingur féll í 1.deild á síðustu leiktíð.
Eftir góða frammistöðu hjá Víkingi
fór Grétar til Vals en Víkingur vildi
aðeins láta hann frá sér á lánssamn-
ingi. „Ég er leikmaður Víkings en
auðvitað heillar að spila
með Val í Evrópukeppn-
inni. Þetta hefur verið
skemmtilegt sumar og ég
hlakka mikið til laugar-
dagsins þegar við spilum
til úrslita í VISA-bikar-
keppninni. Eftir þann leik
skýrast mín mál og ég
mun ekki taka neinar
ákvarðanir fyrr en þá.“
Grétar hefur verið einn af máttar-
stólpum Valsliðsins í sumar og
búast má við því að hann verði
lykilmaður hjá Víkingi á næsta
ári ef hann verður ekki áfram
hjá Val.
Róbert Agnarsson, formaður
knattspyrnudeildar Víkings,
segir það vera vilja
Víkings að fá Grétar
til baka.
„Það
liggur í
augum
uppi
að við
viljum
fá Grétar
aftur til Vík-
ings, annars hefðum við nú ekki verið
að leigja hann til annars félags. En við
höfum ekki rætt við Grétar enda er
hann að spila með Val og verður að
ljúka tímabilinu áður en framhaldið er
rætt.“
Edvard Börkur Edvardsson , formaður
knattspyrnudeildar Vals, vill ólmur halda
Grétari áfram hjá Val. „Það er vilji okkar
að halda Grétari í okkar röðum. Hann
er góður leikmaður og
hefur staðið sig vel
síðan hann kom
til Vals, bæði inn-
an vallar og utan.
En það verður
ekkert hugsað um
þessi mál fyrr en eft-
ir bikarúrslitaleikinn.“
GRÉTAR SIGURÐSSON: LÁNSSAMNINGURINN VIÐ VAL ER AÐ RENNA ÚT
Ver›ur a› óbreyttu leikma›ur Víkings
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
19 20 21 22 21 22 23
Fimmtudagur
SEPTEMBER
22. september 2005 FIMMTUDAGUR
Besti maður 1. deildarinnar:
Pálmi Rafn á
förum frá KA
FÓTBOLTI Pálmi Rafn Pálmason,
leikmaður KA í knattspyrnu sem
þjálfarar og fyrirliðar 1.deildar
karla völdu sem leikmann ársins í
kjöri sem fótbolti.net stóð fyrir,
er að öllum líkindum á förum frá
félaginu. Pálmi Rafn, 21 árs
miðjumaður, segir það nokkuð ör-
uggt að hann fari frá félaginu.
„Þetta er nokkuð neglt. Ég held að
stjórnarmenn hjá félaginu skilji
mig mjög vel, þeir vita hvert
metnaður minn liggur. Ég skil
mjög sáttur við félagið, það hefði
auðvitað verið gaman að komast
upp í úrvalsdeild í ár en ég er
mjög ánægður með þau þrjú ár
sem ég átti hér.“
Pálmi Rafn sagðist ekki hafa
gert upp hug sinn hvert hann vilji
halda á næsta ári. „Það koma öll
lið til greina í úrvalsdeildinni sem
hafa einhvern áhuga,“ sagði Pálmi
Rafn á léttu nótunum en það er
deginum ljósara að fjölmörg lið
eiga eftir að reyna að klófesta
kappann. - hh
PÁLMI RAFN PÁLMASON Spilar ekki með
KA næsta sumar.
Ætlar að spila með karlaliði Keflavíkur og þjálfa kvennaliðið um leið:
Sverrir hættir vi› a› hætta
SVERRIR ÞÓR SVERRISSON Verður áfram
leikmaður karlaliðs Keflavíkur sem og
þjálfari kvennaliðs félagsins.
JÓHANN STERKUR Unglingalandsliðsmaðurinn
Jóhann G. Einarsson var sterkur gegn Haukum í
gær og skoraði sex mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.