Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 69
33 Steve McClaren, knattspyrnustjóriMiddlesbrough, hefur hrósað fyr- irliðanum Gareth Southgate í há- stert að undanförnu. Southgate hef- ur verið lykilmaður í liði Middles- brough undanfarin ár en hann var fyrsti leikmaðurinn sem McClaren keypti til félagsins eftir að hann hóf störf hjá félaginu. „Ég keypti Southgate fyrir rúmar sex milljónir punda en það þótti mikið á þeim tíma. Ég sé það hins vegar alltaf betur og betur að ég gat ekki gert betri kaup. Southgate er fyrir mér einn af fimm bestu varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Hans helsti kostur sem leikmanns er sá að hann gefur geysilega mikið af sér til annarra leikmanna í liðinu. Sér- staklega eru það ungu leikmennirnir sem njóta góðs af því að spila með honum.“ Knattspyrnustjóri Arsenal, ArseneWenger, er ekki í nokkrum vafa um að Spánverjinn Jose Antonio Reyes eigi eftir að sýna allar sínar bestu hliðar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Reyes hefur glímt við meiðsli að undanförnu en virðist nú hafa jafnað sig af þeim. „Reyes hefur mikla hæfileika sem eiga eftir að nýtast Arsenal enn betur í framtíðinni. Boltatækni hans og hraði skelfir varnar- menn og svo er lík- amsstyrkur hans alltaf að verða meiri.“ Fyrirliði Arsenal, Thierry Henry, verður frá vegna meiðsla í töluverðan tíma en hann efast ekki um að Reyes geti fyllt skarð hans í liðinu. „Mér finnst Reyes ekki enn hafa sýnt sínar bestu hliðar. Það sem hann gerir á æfingasvæðinu er oft magnað en þegar kemur í leiki hefur hann ekki verið nógu ákveð- inn. Í síðustu leikjum hef ég séð hann bæta sig mikið og miðað hvernig hann spilaði á móti Everton þá held ég að hann geti orðið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar innan skamms tíma.“ ÚR SPORTINU„Eru okkur mikil vonbrig›i“ N‡ja frjálsíflróttahölldin í Laugardalnum ver›ur ekki tilbúin fyrir vígslumóti› sem átti a› fara fram fimmtánda október næstkomandi. FRJÁLSAR Nýja frjálsíþróttahöllin í Laugardal, sem einnig er ráð- stefnu- og sýningarhöll, verður ekki tilbúin fyrir vígslumót 15. október eins og stefnt var að. Til stóð að halda stórt og mikið frjáls- íþróttamót fyrir alla aldursflokka í tengslum við Móta- og aukaþing Evrópska frjálsíþróttasambands- ins sem fram fer á Hótel Nordica 14. og 15. okt. nk. og vígja frjálsí- þróttaaðstöðuna að viðstöddum helstu forystumönnum frjálsí- þróttamála í Evrópu. „Því er ekki að neita að þetta eru okkur mikil vonbrigði. Okkur langaði að sýna öllum helstu for- ystumönnum frjálsra íþrótta í Evrópu þetta glæsilega hús í notk- un sem væntanlegan vettvang fyrir alþjóðleg mót í framtíðinni. Hingað buðum við öllum þeim sem skipta máli í frjálsíþrótta- heiminum eins og formönnum og framkvæmdastjórum frjálsí- þróttasambanda, framkvæmda- stjórum gullmótanna, umboðs- mönnum og fleiri. Húsið er að mér skilst tveimur til þremur vik- um á eftir áætlun. Það verður bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti,“ sagði Jónas Eg- ilsson, formaður Frjálsíþrótta- sambands Íslands, við Fréttablað- ið. Að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra Laugardals- hallar, þykir honum miður að frjálsíþróttahöllin verði ekki til- búin til þess að halda umrætt vígslumót en við því sé ekkert að gera. Framkvæmdir eru lítillega á eftir áætlun. „Það er alla vega hægt að sýna húsið þótt það verði ekki tilbúið til notkunar.“ Ekki er komin formleg dag- setning á vígslu frjálsíþróttahall- arinnar en vígslumótið verður haldið strax fyrstu helgina eftir að vígslan fer fram. - þg Gengið frá þjálfaramálum í Keflavík: FÓTBOLTI Kristján Guðmundsson mun halda áfram þjálfun úrvals- deildarliðs Keflavíkur í knatt- spyrnu karla. Kristján staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er mjög ánægður, þetta er skemmtilegur hópur. Vonandi að við náum að tryggja okkur þá leikmenn sem okkur virkilega vantar. Okkur vantar reynda leikmenn í vörn og á miðjuna,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, sem tók við liðinu í vor eftir að Guðjón Þórð- arson hætti skyndilega þjálfun liðsins. Keflavík endaði í 4. sæti Landsbankadeildarinnar sem var betri árangur en margir þorðu að vona. - hh Kristján ver›ur áfram í Keflavík FIMMTUDAGUR 22. september 2005 www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 46 4 09 /2 00 5 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 Við viljum bjóða þér meira en þú hefur látið þig dreyma um Heilsársdekk Krómgrind á afturljós Vindskeið Aurhlífar Dráttarbeisli Í samstarfi við RAV4 aukahlutapakki að andvirði 185.000 kr. fylgir með Nú færð þú glæsilegan RAV4 með veglegum aukahlutapakka að andvirði 185.000 kr., heilsársdekk, dráttarbeisli, vindskeið, aurhlífar og krómgrind á afturljós. Komdu, prófaðu RAV4 og upplifðu meira en þú hafðir látið þig dreyma um. Þú gerir ekki betri kaup fyrir veturinn! Verð frá 2.690.000 kr. Mánaðarleg greiðsla frá 35.990 kr.* 50% afsláttur af lántökugjaldi. * m.v. 10% útborgun og 84 mánaða bílasamning hjá Glitni. Hannes Þ. Sigurðsson: Byrja›ur a› æfa me› Stoke FÓTBOLTI Hannes Þ. Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá enska 1. deildarfélaginu Stoke City, er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir þau meiðsli sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Hann gekk til liðs við Stoke í lok ágústmánaðar og er því loksins kominn almennilega af stað hjá nýju félagi. „Það er gott að vera með á æfingasvæðinu í fyrsta sinn,“ sagði Hannes í sam- tali við breska fjölmiðla. „Þetta gengur ágætlega og ef ég held uppteknum hætti get ég ekki séð annað en að ég eigi að vera klár í slaginn um helgina.“ - esá BYGGING FRJÁLSÍÞRÓTTAHALLARINNAR Í LAUGARDAL Frjálsíþróttasamband Íslands var búið að bjóða öllum helstu forystumönnum frjálsra íþrótta í Evrópu á vígslumót 15. októ- ber nk. Ekkert verður af því þar sem vígslu hússins seinkar. Bæjarstjórinn í Grindavík: Knattspyrnu- hús rís í Grindavík FÓTBOLTI Bæjarstjórinn í Grinda- vík, Ólafur Ólafsson, tilkynnti á lokahófi knattspyrnudeildar Grindavíkur um helgina að í bæj- arkerfinu væri unnið að því að samþykkja og reisa knattspyrnu- hús svipað því sem FH reisti í Kaplakrika. Um er að ræða yfir- byggðan knattspyrnuvöll í hálfri stærð; yfir völl sem er ca. 55x35 metrar. Þetta hefur verið baráttumál knattspyrnuhreyfingarinnar í Grindavík undanfarin misseri og brutust út mikil fagnaðarlæti á lokahófinu þegar Ólafur sagði í ræðu sinni að nú sæi fyrir endann á þessari vinnu og knattspyrnu- hús myndi rísa á næstu misserum. Grindavík stæði því sannarlega undir nafni sem íþróttabær. - þg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.