Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 12
FÆR VERÐLAUN Á SPÆNSKRI HÁTÍÐ Banda-
ríski leikarinn Ben Gazzara heldur hér á
hundi á 53. kvikmyndahátíðinni í San
Sebastian á Spáni. Hann fær heiðursverð-
laun fyrir kvikmyndaleik á hátíðinni í dag.
12 22. september 2005 FIMMTUDAGUR
MIÐBÆJARLÍF Frá því í vor hefur
verið unnið að nýju miðbæjar-
skipulagi á Akureyri en sú vinna
byggir á verðlaunahugmyndum í
samkeppninni Akureyri í önd-
vegi og óskum bæjarbúa á fjöl-
mennu íbúaþingi í fyrra.
Verkið er mjög umfangsmikið
en ætlunin er að umbylta miðbæ
Akureyrar og skapa þar tiltölu-
lega lágreista en þétta miðbæj-
arbyggð þar sem blandað verður
saman íbúðarhúsnæði, verslun-
um og þjónustufyrirtækjum.
Unnið er að útfærslu síkis
sem liggja mun frá Akureyrar-
polli að göngugötunni en jafn-
framt verður hugað að þreng-
ingu Glerárgötu frá gatnamót-
um við Drottningarbraut að
íþróttavellinum.
Samhliða verður unnið að til-
lögum um breytt bílastæðafyrir-
komulag í miðbænum, með auk-
inni áherslu á götustæði og bíla-
geymslur. Í samræmi við óskir
íbúa og verðlaunatillögur verður
tekið tillit til eldri byggðar á
svæðinu og kappkostað að skapa
skjólsæla, sólríka og aðlaðandi
byggð.
Stefnt er að því að ramma-
skipulag um miðbæinn verði lagt
fram til kynningar í árslok. - kk
Banamaður Önnu Lindh:
Ré›st á sjúkan mann
STOKKHÓLMUR, AP Mijailo
Mijailovic, maðurinn sem stakk
Önnu Lindh, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, til bana árið 2003, réðst
á sjúkling á geðsjúkrahúsi í
Sundsvall í Svíþjóð í gær.
Mijailovic lagði til mannsins með
járnröri og veitti honum höfuðá-
verka.
Mijailovic hafði verið fluttur á
geðsjúkrahús frá Kumla-fangels-
inu þar sem hann átti við geðræn
vandamál að stríða. Á sínum tíma
kvaðst hann hafa stungið utanrík-
isráðherrann að undirlagi radda
sem hann heyrði tala til sín. ■
Verkalýðsfélag Húsavíkur ályktar um Vatnsmýri:
Vilja flugi› í borginni
SAMGÖNGUR Verkalýðsfélag Húsa-
víkur varar við umræðu meðal
stjórnmálaafla í Reykjavík um
flutning innanlandsflugs frá höf-
uðborginni.
Félagið segir völlinn gegna
veigamiklu hlutverki er varði ör-
yggishagsmuni landsbyggðarinnar.
Bent er á að í Reykjavík séu
flestar stofnanir ríkisins staðsett-
ar og þar hafi verið byggt upp há-
tæknisjúkrahús „fyrir opinbert
fé“ sem ætlað sé að þjóna öllum
landsmönnum. „Það verður ekki
við það unað að innanlandsflug
færist til Keflavíkur,“ segir í
ályktun Verkalýðsfélags Húsavík-
ur sem skorar á alla hlutaðeigandi
að standa vörð um framtíð
Reykjavíkurflugvallar. - óká
Sameiningarkosningar á Suðurnesjum:
Andsta›an í Gar›i
og Sandger›i hörmu›
SAMEINING Bæjarstjórn Reykja-
nesbæjar er sammála niðurstöðu
nýrrar skýrslu um að skynsam-
legt sé að sameina sveitarfélögin
Garð, Sandgerði og Reykjanesbæ
í eina heild. Bókun þessa efnis var
samþykkt einróma á fundi bæjar-
stjórnar á þriðjudag.
Skýrslan var samin á vegum
nefndar sem skipuð er fulltrúum
allra sveitarfélaganna. Í bókun
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er
harmað að meirihluti bæjar-
stjórnar í Garði og í Sandgerði
hafi ítrekað lýst andstöðu við
sameiningu áður en niðurstöður
skýrslunnar voru kynntar. „Það er
að okkar mati hluti af lýðræðis-
legu ferli að íbúar fái að kynna
sér rök með og á móti áður en þeir
taka afstöðu,“ segir í bókuninni.
Bæjarstjórnir Garðs og Sand-
gerðis hafa opinberlega lagst
gegn sameiningu sveitarfélag-
anna þriggja en kosið verður um
málið þann 8. október næstkom-
andi. Þær telja að uppbygging í
bæjarfélögunum verði greiðari
með þeim hætti og íbúar eigi þess
frekar kost að taka þátt í lýðræð-
islegum ákvörðunum um sitt nán-
asta umhverfi. Bæjarstjórn
Reykjanesbæjar er annarrar
skoðunar og telur tilgangslaust að
eyða kröftum í að berjast innbyrð-
is um íbúa og atvinnutækifæri á
Suðurnesjum. - jh
Mál konu í Hæstarétti:
Fékk felldan
ni›ur kostna›
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í
gær úrskurð Héraðsdóms Reykja-
víkur frá því í vor þar sem fellt
var úr gildi fjárnám á hendur
konu vegna sakarkostnaðar sem
hún hafði ekki burði til að greiða.
Hún hafði greitt sekt sem henni
var gerð í opinberu máli, en ekki
sakarkostnað sem hún átti einnig
að greiða.
Konan taldi fjárnámið and-
stætt ákvæði laga um meðferð op-
inberra mála sem og ákvæða í
mannréttindasáttmála Evrópu þar
sem hún væri krafin um greiðslu
sakarkostnaðar í opinberu máli,
þótt fyrir lægi að hún hefði ekki
getu til að greiða kostnaðinn. - óká
MIJAILO MIJAILOVIC Mijailovic stakk
sænska utanríkisráðherrann til bana
í september 2003.
Sjúkraflutningamenn:
Slökkvili›in fái
sjúkraflutninga
SJÚKRAFLUTNINGAR Landssamband
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna hvetur Samband íslenskra
sveitarfélaga
og heilbrigðis-
ráðuneytið til
að semja um
f r a m k v æ m d
sjúkraf lutn -
inga á stöðum
þar sem slökkvilið sveitarfélag-
anna sjá ekki um þá nú þegar.
Í þessu sambandi er bent á yfir-
standandi breytingar á sjúkra-
flutningum á Siglufirði og í Árnes-
sýslu. Þar er verið að færa umsjá
þeirra frá lögreglu yfir til heilsu-
gæslustöðva.
Sambandið segir að mistök
væru að „nýta ekki það tækifæri
sem hér býðst til að efla og bæta
heildarþjónustu við íbúa á sviði
bráðaþjónustu.“ - óká
REYKJANESBÆR Vaxandi spennu gætir í samskiptum sveitarstjórnarmanna í Garði, Sand-
gerði og Reykjanesbæ fyrir sameiningarkosningarnar 8. október.
ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI REYKJA-
NESBÆJAR Bæjarstjórnin harmar ótíma-
bærar yfirlýsingar bæjaryfirvalda í Garði og
Sandgerði gegn sameiningu.
VASKUR HÓPUR Erlent og innlent skipulags-
fólk, auk bæjaryfirvalda, kemur að vinnunni
við gerð nýs miðbæjarskipulags á Akureyri
undir stjórn ráðgjafafyrirtækisins Alta.
Vilja lágreistan en þéttan og skjólsælan miðbæ á Akureyri:
Mi›bæ Akureyrar umbylt
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sam-
þykkti á þriðjudaginn ályktun um að standa beri vörð um Reykjavíkurflugvöll.