Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 12
FÆR VERÐLAUN Á SPÆNSKRI HÁTÍÐ Banda- ríski leikarinn Ben Gazzara heldur hér á hundi á 53. kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni. Hann fær heiðursverð- laun fyrir kvikmyndaleik á hátíðinni í dag. 12 22. september 2005 FIMMTUDAGUR MIÐBÆJARLÍF Frá því í vor hefur verið unnið að nýju miðbæjar- skipulagi á Akureyri en sú vinna byggir á verðlaunahugmyndum í samkeppninni Akureyri í önd- vegi og óskum bæjarbúa á fjöl- mennu íbúaþingi í fyrra. Verkið er mjög umfangsmikið en ætlunin er að umbylta miðbæ Akureyrar og skapa þar tiltölu- lega lágreista en þétta miðbæj- arbyggð þar sem blandað verður saman íbúðarhúsnæði, verslun- um og þjónustufyrirtækjum. Unnið er að útfærslu síkis sem liggja mun frá Akureyrar- polli að göngugötunni en jafn- framt verður hugað að þreng- ingu Glerárgötu frá gatnamót- um við Drottningarbraut að íþróttavellinum. Samhliða verður unnið að til- lögum um breytt bílastæðafyrir- komulag í miðbænum, með auk- inni áherslu á götustæði og bíla- geymslur. Í samræmi við óskir íbúa og verðlaunatillögur verður tekið tillit til eldri byggðar á svæðinu og kappkostað að skapa skjólsæla, sólríka og aðlaðandi byggð. Stefnt er að því að ramma- skipulag um miðbæinn verði lagt fram til kynningar í árslok. - kk Banamaður Önnu Lindh: Ré›st á sjúkan mann STOKKHÓLMUR, AP Mijailo Mijailovic, maðurinn sem stakk Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, til bana árið 2003, réðst á sjúkling á geðsjúkrahúsi í Sundsvall í Svíþjóð í gær. Mijailovic lagði til mannsins með járnröri og veitti honum höfuðá- verka. Mijailovic hafði verið fluttur á geðsjúkrahús frá Kumla-fangels- inu þar sem hann átti við geðræn vandamál að stríða. Á sínum tíma kvaðst hann hafa stungið utanrík- isráðherrann að undirlagi radda sem hann heyrði tala til sín. ■ Verkalýðsfélag Húsavíkur ályktar um Vatnsmýri: Vilja flugi› í borginni SAMGÖNGUR Verkalýðsfélag Húsa- víkur varar við umræðu meðal stjórnmálaafla í Reykjavík um flutning innanlandsflugs frá höf- uðborginni. Félagið segir völlinn gegna veigamiklu hlutverki er varði ör- yggishagsmuni landsbyggðarinnar. Bent er á að í Reykjavík séu flestar stofnanir ríkisins staðsett- ar og þar hafi verið byggt upp há- tæknisjúkrahús „fyrir opinbert fé“ sem ætlað sé að þjóna öllum landsmönnum. „Það verður ekki við það unað að innanlandsflug færist til Keflavíkur,“ segir í ályktun Verkalýðsfélags Húsavík- ur sem skorar á alla hlutaðeigandi að standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar. - óká Sameiningarkosningar á Suðurnesjum: Andsta›an í Gar›i og Sandger›i hörmu› SAMEINING Bæjarstjórn Reykja- nesbæjar er sammála niðurstöðu nýrrar skýrslu um að skynsam- legt sé að sameina sveitarfélögin Garð, Sandgerði og Reykjanesbæ í eina heild. Bókun þessa efnis var samþykkt einróma á fundi bæjar- stjórnar á þriðjudag. Skýrslan var samin á vegum nefndar sem skipuð er fulltrúum allra sveitarfélaganna. Í bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er harmað að meirihluti bæjar- stjórnar í Garði og í Sandgerði hafi ítrekað lýst andstöðu við sameiningu áður en niðurstöður skýrslunnar voru kynntar. „Það er að okkar mati hluti af lýðræðis- legu ferli að íbúar fái að kynna sér rök með og á móti áður en þeir taka afstöðu,“ segir í bókuninni. Bæjarstjórnir Garðs og Sand- gerðis hafa opinberlega lagst gegn sameiningu sveitarfélag- anna þriggja en kosið verður um málið þann 8. október næstkom- andi. Þær telja að uppbygging í bæjarfélögunum verði greiðari með þeim hætti og íbúar eigi þess frekar kost að taka þátt í lýðræð- islegum ákvörðunum um sitt nán- asta umhverfi. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar er annarrar skoðunar og telur tilgangslaust að eyða kröftum í að berjast innbyrð- is um íbúa og atvinnutækifæri á Suðurnesjum. - jh Mál konu í Hæstarétti: Fékk felldan ni›ur kostna› DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur frá því í vor þar sem fellt var úr gildi fjárnám á hendur konu vegna sakarkostnaðar sem hún hafði ekki burði til að greiða. Hún hafði greitt sekt sem henni var gerð í opinberu máli, en ekki sakarkostnað sem hún átti einnig að greiða. Konan taldi fjárnámið and- stætt ákvæði laga um meðferð op- inberra mála sem og ákvæða í mannréttindasáttmála Evrópu þar sem hún væri krafin um greiðslu sakarkostnaðar í opinberu máli, þótt fyrir lægi að hún hefði ekki getu til að greiða kostnaðinn. - óká MIJAILO MIJAILOVIC Mijailovic stakk sænska utanríkisráðherrann til bana í september 2003. Sjúkraflutningamenn: Slökkvili›in fái sjúkraflutninga SJÚKRAFLUTNINGAR Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðis- ráðuneytið til að semja um f r a m k v æ m d sjúkraf lutn - inga á stöðum þar sem slökkvilið sveitarfélag- anna sjá ekki um þá nú þegar. Í þessu sambandi er bent á yfir- standandi breytingar á sjúkra- flutningum á Siglufirði og í Árnes- sýslu. Þar er verið að færa umsjá þeirra frá lögreglu yfir til heilsu- gæslustöðva. Sambandið segir að mistök væru að „nýta ekki það tækifæri sem hér býðst til að efla og bæta heildarþjónustu við íbúa á sviði bráðaþjónustu.“ - óká REYKJANESBÆR Vaxandi spennu gætir í samskiptum sveitarstjórnarmanna í Garði, Sand- gerði og Reykjanesbæ fyrir sameiningarkosningarnar 8. október. ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI REYKJA- NESBÆJAR Bæjarstjórnin harmar ótíma- bærar yfirlýsingar bæjaryfirvalda í Garði og Sandgerði gegn sameiningu. VASKUR HÓPUR Erlent og innlent skipulags- fólk, auk bæjaryfirvalda, kemur að vinnunni við gerð nýs miðbæjarskipulags á Akureyri undir stjórn ráðgjafafyrirtækisins Alta. Vilja lágreistan en þéttan og skjólsælan miðbæ á Akureyri: Mi›bæ Akureyrar umbylt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Stjórn og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sam- þykkti á þriðjudaginn ályktun um að standa beri vörð um Reykjavíkurflugvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.