Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 40
6 ■■■ { útiverublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Niðurstaða hagfræðirannsóknar á verðmæti veiða á sjóbirtingi í Skaftárhreppi er sú að veiðin sé 575-1.150 milljóna virði fyrir samfélagið. Samanlagður ábati veiðimanna og landeiganda af þeim á hverju ári er 46 milljónir. Ragnheiður Jónsdóttir, nemandi við hagfræðiskor Háskóla Íslands, vann rannsóknina með Sigurði Jó- hannessyni hagfræðingi. Skaftársvæðið er einstakt hér á landi vegna sjóbirtings sem geng- ur upp árnar að vori og niður þær að hausti. Um þrjátíu veiðisvæði eru í sveitarfélaginu og í sumum tilvikum selja landeigendur veiði- leyfi á þau en á stærri svæðunum eru aðrir aðilar með þau. „Við ákváðum að reikna út frá hugmyndinni um notagildi,“ segir Ragnheiður. Hún ræddi við alla veiðileyfasala í hreppnum og fékk upplýsingar um fjölda seldra stangardaga, fjölda veiðimanna á stöng, verð á veiðileyfum og kostnað. Hagnaður þeirra af veið- unum reyndist vera um þrjátíu milljónir á ári. Þá var spurninga- listum dreift í veiðihús í hreppnum þar sem veiðimenn voru spurðir um fjölda í bíl, tilgang ferðarinnar og heildarkostnaðinn við ferðina. Til að meta ábata veiðimannanna af veiðunum notaðist Ragnheiður við það sem hún kallar ferðakostn- aðaraðferð. „Við skiptum mark- aðnum fyrir veiðarnar í svæði og reiknum út ferðakostnað fyrir hvert svæði fyrir sig.“ Svæðin miðuðust við fjarlægðina frá veiðisvæðinu. „Síðan teljum við gesti frá hverju svæði fyrir sig og fáum fjölda þeirra miðað við hverja þúsund íbúa á því svæði. Þá sjáum við ferðatíðnina miðað við ferðakostnað og getum mælt eftir- spurnina út frá því, og þannig metið neytendaábatann.“ Hann reyndist vera um sextán milljónir á ári og samanlagður ábati neyt- enda og landeigenda og veiði- manna er því um 46 milljónir króna á ári. Verðmætið er síðan reiknað út frá þeirri tölu. Á hádegisfundinum sýndi Ragnheiður niðurstöðu sem er miðuð við 4, 6, og 8 prósenta reiknivexti og samkvæmt því er verðmæti veiðanna 1.150, 767 eða 565 milljónir króna fyrir samfélag- ið, þannig að fyrirtæki sem væri 1150 milljóna króna virði og eig- endur þess gerðu 4 prósenta arð- semiskröfu ætti þá að greiða 46 milljónir út í arð á ári. „Mikill meirihluti unglinga reykir ekki. Við eigum svo mikið af flott- um krökkum,“ segir Hildur Björg Hafstein, verkefnisstjóri skóla- fræðslu hjá Lýðheilsustöð. Hún segir marga unglinga í dag vita vel hver skaðsemi reykinga geti verið, en hópþrýstingurinn sé oft mjög mikill. Hún telur fulla ástæðu til að byrja fræðsluna snemma. „Nikótín- ið er mjög ávanabindandi og hefur enn sterkari áhrif á líkama sem enn eru að stækka og þroskast. Það getur því gerst mjög hratt hjá ung- lingum að fikt breytist í ávana- bindandi reykingar,“ segir Hildur. „Hvert einasta ár sem þú frestar því að byrja dregur það úr líkunum á því að þú byrjir á einhverju öðru. Um leið og þú ert kominn yfir einn þröskuld verður svo miklu auð- veldara að fara yfir þann næsta.“ Mikið hefur dregið úr reykingum unglinga hér á landi. Til að mynda reyktu tólf prósent unglinga í tí- unda bekk daglega árið 2004 sam- anborið við fjórtán prósent árið 2003. Einnig má nefna að íslenskir unglingar voru í fjórða neðsta sæti í samevrópskri könnun á reyking- um unglinga árið 2003. Lýðheilsustöð tók á síðasta ári við tóbaksfræðslu í grunnskólum af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Fræðslan er að mörgu leyti byggð á sama áróðri og Krabbameins- félagið hafði verið að flytja en það var með námsefni að norskri fyrir- mynd sem hét „Sköpum reyklausa kynslóð“. Þar er stílað inn á ung- linga í 6.-10. bekk í grunnskólum landsins. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á tóbaksfræðslu fyrir unglinga og hinn svokallaði hræðsluáróður hefur minnkað til muna. Fræðsla um skaðsemi tóbaks er þó enn mikil en einnig er lagt upp með sjálfsstyrkingu og hvern- ig standast megi hópþrýsting. Samkeppnin Reyklaus bekkur, sem haldin hefur verið í sjö ár í grunn- skólum landsins, hefur hjálpað mörgum unglingum að standast hópþrýstinginn. Einnig er ungling- um landsins kennt að taka afstöðu fyrir fram og standa við hana. Ýmsar umræður fara fram, til að mynda um markaðssetningu á tó- baki, hverjir reykja og fleira. Að sögn Hildar eru foreldrar mjög vakandi í þessum málum. Þeir vilji hiklaust fá að vita hvort börn þeirra séu byrjuð að reykja og vilji gera allt sem þeir geti til að koma í veg fyrir að svo fari. Verðmæti veiða í Skaftárhreppi kann að vera milljarður króna Nýleg hagfræðirannsókn bendir til þess að verðmæti sjóbirtingsveiða í Skaftárhreppi sé 575-1.150 milljónir króna fyrir samfélagið. Upplýsingar voru fengnar frá bæði veiði- mönnum og veiðileyfasölum. Hildur Björg Hafstein segir stóran meiri- hluta íslenskra unglinga ekki reykja. Reykingar unglinga í grunnskólum fara minnkandi hér á landi Síðustu árin hefur dregið mikið úr reykingum unglinga í grunnskólum hér á landi. Að- eins tólf prósent nemenda í tíunda bekk reyktu daglega á síðasta ári. Dregið hefur úr hræðsluáróðri og meira er lagt upp úr sjálfsstyrkingu unglinga og þeim kennt að taka afstöðu og standa við hana. Nokkur ungmenni sjást hér reykja á kaffihúsi. Ragnheiður Jónsdóttir hagfræðinemi útskýrði rannsóknina og kynnti niðurstöður hennar á hádegisfundi í Odda í síðustu viku. Það er fleira verðmætt í Skaftársveit en margur hyggur. VERÐMÆTI VEIÐANNA Í MILLJÓNUM KRÓNA Reiknivextir Ábati veiðimanna Ábati landeigenda Alls 4% 400 750 1150 6% 267 500 767 8% 200 375 575 Þessum sjóbirtingi var landað í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.