Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 86
50 22. september 2005 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Stór Humar Medium Humar Sigin grásleppa Í kvöld verður fyrsti þátturinn af fjórum um Leitina að Piparsvein- inum sýndur á Skjá einum. Þetta eru ekki sjálfir raunveruleika- þættirnir heldur fjalla þessir þættir um undirbúninginn og leitina að þátttakendum. Næsta mánuðinn verða piparsveinarnir fjórir kynntir, hver í sínum þætti. Enn fremur verða viðtöl við sum- ar af þeim stelpum sem sóttu um en margar hverjar eiga eftir að verða fastagestir á skjánum þeg- ar íslenski Piparsveinninn fer í loftið. „Þessir fjórir þættir eiga að gefa áhorfendum kost á að mynda sér skoðun á keppendum og vali okkar sem verður kunn- gjört í lok október,“ segir Marí- anna Friðjónsdóttir, framleiðslu- stjóri þáttanna. „Þá verða einnig sýnd viðtöl við fólk sem hefur skoðanir á því af hverju við eig- um að búa til raunveruleikaþætti af þessu tagi,“ segir hún en reikna má með að landinn komi til með að hafa sínar meiningar um uppátækið. Engu hefur verið til sparað svo þættirnir verði sem glæsilegastir. Maríanna vildi ekkert gefa upp um hver kostnaðurinn væri en sagði hverri krónu og hverri mín- útu hafa verið vel eytt. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir verkefnið vera það dýrasta í sögu sjónvarpsstöðvar- innar. „Þetta kostar heil ósköp og við erum mjög spennt fyrir út- komunni,“ segir hann en vill ekki gefa upp neinar krónutölur. Það verður síðan jólastemning í kringum síðasta þáttinn þar sem Piparsveinninn kunngjörir val sitt en hann fer í loftið 22. desember. ■ 500 umsóknir bárust í Piparsveininn JÓN INGI HÁKONARSON Pipar- sveinarnir verða kynntir í fjórum þátt- um sem fjalla um leitina að þátttak- endum fyrir hinn íslenska Bachelor. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Jón Ásgeir Jóhannesson. Hadia-héraði í suðurhluta Eþíópíu. America's Next Top Model. Íslenska bókmenntalandsliðið í knattspyrnu mætti liði erlendra gesta á Bókmenntahátíð í Fram- heimilinu á laugardaginn. Margir vilja meina að leikurinn hafi ver- ið einn af hápunktum Bók- menntahátíðarinnar í Reykjavík og hann var vissulega sögulegur þó ekki væri nema fyrir afger- andi úrslit. Í íslenska liðinu voru rithöf- undarnir Jón Kalman Stefánsson og Einar Kárason ásamt þeim Jóni Karli Helgasyni og Snæbirni Arn- grímssyni hjá Bjarti, Agli Jó- hannssyni í JPV og Páli Valssyni hjá Eddu. Lið andstæðinganna var skipað rithöfundunnum Lars Saaby Christiansen og Andrej Kúrkow, Tryggve Åslund útgef- anda, Lee Bradstone, ritstjóra hjá Faber og Faber, Thomas Duve og Alexander Schwarzer útgefanda. Úrslitin réðust á fimm mínút- um. Íslenska landsliðið skoraði tíu mörk á fimm mínútum á með- an gestirnir horfðu skelfingu lostnir á þessa leifturárás. „Er- lendu gestunum voru send bréf um að það væri fótboltaleikur á laugardeginum. Sex af þeim ákváðu að keppa og þeir voru mjög misgóðir,“ segir Snæbjörn Arngrímsson. „Það kom reyndar í ljós að Lee Bradstone var gamall hálf-atvinnufótboltamaður hjá Scarborough. Þetta gekk svo rosalega hratt að við ákváðum að skipta liðunum aftur upp og spila annan leik þar sem útgefendur voru á móti höfundum,“ segir hann. „Útgefendurnir unnu 10-7. Það var öllu jafnara og meiri bar- átta.“ Aðspurður segir Snæbjörn að Páll Valsson hafi verið einna skæðastur í fyrri leiknum, enda markaskorari af guðs náð og fyrr- verandi leikmaður Framara. Einnig sagði hann Einar Kárason vera algjöran mola sem teldi sig vera mikla markamaskínu. Leik- urinn hófst klukkan hálftíu um morguninn við litla hrifningu er- lendu gestanna. „Þeir kvörtuðu mjög enda var þarna þykk áfeng- islykt í loftinu. Þeir fóru síðan í Bláa lónið á eftir og voru kátir með þetta þrátt fyrir tapið og ætla að bjóða okkur í krikket í London til að hefna fyrir tapið,“ segir Snæbjörn. Snæbjörn segir að erlendu gestirnir hafi almennt verið mjög ánægðir með dvölina á Íslandi. Einn þeirra var rithöfundurinn DBC Pierre, sem hefur ferðast mikið síðan hann var tilnefndur til Booker-verðlaunanna árið 2003. Hann segist aldrei hafa lent í jafn skemmtilegri ferð og vill víst kaupa sér hús hér á landi. freyr@frettabladid.is BÓKMENNTABOLTI Bókmenntaspekúlantarnir stilltu sér upp í mesta bróðerni eftir fót- boltaleikinn í Framheimilinu. BÓKMENNTALANDSLEIKUR: TÍU MÖRK Á FIMM MÍNÚTUM Leifturárás á erlendu gestina FRÉTTIR AF FÓLKI ...fær söngvarinn Michael Bolton fyrir að hafa loksins lagt leið sína til landsins. Hann söng fyrir íslenska aðdáendur sína í Laug- ardagshöllinni í gær. HRÓSIÐ ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. TÓNLISTIN Ég er alæta á tónlist en er mjög hrifin af hiphop-tónlist og reggí. Mér finnst mjög mikilvægt að hlusta alltaf á textana og svo byggist hiphop og reggí svo mikið upp á takti og þar sem ég dansa afró er þetta einmitt eitthvað fyrir mig. Ég er mikill aðdáandi rappar- ans Eminem og hlustaði á sínum tíma mikið á Tupac. Einnig held ég mikið upp á Beenie Man og Morgan Heritage, en þeir eru reggílistamenn frá Jamaíka. BÓKIN Ég hef ekki lesið neitt mikið að undanförnu nema eitthvað Bob Marley- blað sem ég keypti mér nýlega. En ann- ars er ég mjög mikið fyrir að lesa bæk- ur. Ég las mikið þegar ég var barn og líka þegar ég var á milli tvítugs og þrí- tugs. En svo koma svona tímabil þar sem ég les mjög lítið. Ég er mikið fyrir ævintýrabækur frá Suður-Ameríku eftir höfunda eins og Isabel Allende. BÍÓMYNDIN Mér finnst gaman að horfa á spúkí og dularfullar myndir. Eins hef ég gaman af dansmyndum. You Got Served var mynd með þunnan sögu- þráð, en dansatriðin í henni voru frá- bær. Ég vil að myndir nái að vekja mig til umhugsunar. Mér finnst leiðinlegt að horfa á formúlumyndir. Þær gera mig alveg brjálaða. BORGIN Ég get ekki nefnt eina borg. Ég er rosalega hrifin af Jamaíka og er einmitt að fara þangað í næstu viku. Ég held líka mikið upp á New York, en er samt ekki viss um að ég myndi vilja búa þar. Eins heillar Reykjavík mig mjög mikið fyrir svo margt. BÚÐIN Exodus er mitt uppáhald. Hiphop er hjartslátturinn í þessari búð og hér höfum við upp á svo margt að bjóða. Þetta er níutíu prósent strákabúð og hér ættu allir að geta fundið sinn eigin stíl. Hópurinn sem kemur hér inn fer ört stækkandi og við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu í Exodus. VERKEFNIÐ Það er hiphop-djamm sem haldið verður á Gauknum á laugar- daginn klukkan 23. Við verðum með tískusýningu frá búðinni og svo munu alls kyns listamenn troða upp. Tískusýn- ingin verður mjög litrík og skemmtileg og hún byrjar á miðnætti. Þar ætlum við að sýna það sem við höfum upp á að bjóða í Exodus þannig að þetta ætti að verða mjög skemmtilegt kvöld. Eminem, Jamaíka og Exodus AÐ MÍNU SKAPI NÍNA SIGRÍÐUR GEIRSDÓTTIR, EIGANDI HIPHOP-BÚÐARINNAR EXODUS DBC PIERRE Rithöfundurinn umdeildi vill kaupa sér hús á Íslandi. LÁRÉTT 2 læti 6 klaki 8 sjáðu 9 fálm 11 í röð 12 teygjudýr 14 hlutverk 16 sjó 17 ýlfur 18 fíngert regn 20 Austurland 21 setja í röð. LÓÐRÉTT 1 gnípa 3 í röð 4 smjaðra 5 hlemmur 7 samtal 10 efni 13 málmur 15 flón 16 beiskur 19 hreyfing. LAUSN: LÁRÉTT:2ærsl,6ís,8sko,9pat,11 jk,12amaba,14rulla,16sæ,17ýlu, 18úði,20al,21raða. LÓÐRÉTT: 1nípa,3rs,4skjalla,5 lok,7samræða,10tau,13blý,15 auli,16súr, 19ið. Nýja Skítamórals-lagið Hún er far-ið að hljóma á öldum ljós- vakans. Lagið átti upprunalega að vera framlag Íslands til Eurovision- söngvakeppninnar í ár. Lagið þótti þó hæfa karlmanni betur en konu þannig að þegar ljóst varð að Selma Björns- dóttir myndi syngja íslenska lagið í ár var ákveðið að leggja lagið á hilluna og falast eftir öðru Eurovision-lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samdi lagið sem Skíta- mórall hefur nú gert að sínu en Þor- valdur og Vignir Snær Vigfússon úr Írafári tóku höndum saman og sömdu lagið If I Had Your Love sem Selma söng í Kænugarði í vor. Þeir sem hafa heyrt lagið Hún í flutningi Skítamórals geta svo endalaust velt því fyrir sér hvort það lag hefði komið Íslandi upp úr forkeppni söngvakeppninnar. Valur Gunnarsson, rithöfundur ogblaðamaður, er kominn heim eft- ir að hafa eytt síðustu mánuðum í Finnlandi. Þar hugðist hann leggja lokahönd á sína fyrstu skáldsögu en aðalpersóna hennar er Finni að nafni Ilkka Hampurilainen. Áætlað var að bókin kæmi út fyrir jólin en útgáfu hennar hefur verið frestað þar sem Valur vill vinna meira í henni auk þess sem útlit er fyrir að bókin verði seld til útgáfu á öðrum Norðurlöndum. Val- ur var ritstjóri tímaritsins Grapevine áður en hann lagðist í víking til Finnlands. Hann hefur sagt endan- lega skilið við þá útgáfu en skrifar um menningarmál í DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.