Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 30
Stundum eru barnaföt hin mestu listaverk. Fullorðnir
renna þá hýru auga til klæða þeirra sem yngri eru og
bölsótast út í búðirnar fyrir að eiga þau ekki stærri.
Um leið og þú eldist verður þú leiðinleg(ur). Það eru að
minnsta kosti skilaboðin sem fataframleiðendur senda
okkur sem eldri erum því stundum er eins og litir og gleði
í klæðaburði eigi bara við um blessuð börnin. Börnum
þarf að vera hlýtt og þess vegna eru framleidd falleg,
þægileg og hlý föt fyrir þau. Á meðan þurfum við hin að
húka í köldum skræpóttum lufsum eða hlýjum fötum
sem eru undantekningarlítið ljót. Litríkar dúnúlpur og
regnkápur eru til dæmis til í massavís á yngri kynslóð-
ina. Fínar bómullarsokkabuxur eru það líka og vekja öf-
und hjá okkur sem þekkjum ekkert annað en óþægileg-
ar einlitar nælonsokkabuxur. Nóg er til af skræpóttum
bíkiníum á konur en litríkir sundbolir eru bara til á
börn. Og svona má lengi telja.
Einhverjir yrðu að minnsta kosti
glaðir ef þessar flíkur væru til í
stærra númeri.
4 22. september 2005 FIMMTUDAGUR
Spænska fatamerkið Custo
Barcelona hefur vaxið á ljós-
hraða síðustu ár og er komið
með útibú í öllum helstu borg-
um heimsins. Vetrarlínan er
væntanleg í verslanir.
Bræðurnir Custodio og David
Dalmau stofnuðu Custo
Barcelona árið 1996 en þá höfðu
þeir verið í spænska tískubrans-
anum í rúm tíu ár. Þeir hlutu strax
athygli fyrir litagleði og teikni-
myndaprenttækni enda voru þeir
öðruvísi en allir aðrir á þessum
tíma.
Þeir sýndu fyrstu línuna sína í
Ameríku þar sem mótorhjólaferð
til Kaliforníu tíu árum fyrr hafði
verið þeim mikill innblástur í
hönnuninni.
Ekki var að því að spyrja að öll
helstu nöfnin í Hollywood fóru að
klæðast hinum margfrægu Custo-
bolum og talað var um hálfgerða
Custo-maníu á þessum tíma í borg
englanna.
Bræðurnir taka ávallt þátt í
tískuvikunni í New York, sem er
einmitt nýafstaðin. Þar báru þeir
á borð girnilegar flíkur fyrir
næsta sumar.
Nýja vetrarlínan er væntanleg
von bráðar í verslanirnar Evu á
Laugavegi og Centrum í Kringl-
unni.
Hægt er að fylgjast með flott-
heitunum frá Custo Barcelona á
www.custo-barcelona.com
Custo Barcelona sigrar heiminn
Höfum hafið störf hjá
Heilsu og fegurð.
Gamlir og nýir
viðskiptavinir
velkomnir
Háaleitisbraut 58 s: 568 8850
Obba Ása
Laugaveg 53 s. 552 3737 Opið mán.- föst. 10 -18. Laugard. 10 – 16
Nýjar vörur
- Ný sending
Full búð af nýjum vörum
S: 552 6744 S: 588 6750
Nýjar vörur!
Buxur, blússur, toppar, vesti
Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776
Opið virka daga
kl. 11:00-18:00
Opið laugardaga 11:00-14:00
RÝMINGAR-
SALA
Verslunin
hættir
Allt á að
seljast !
Áttu fletta í stærra númeri?
Alvöru regnjakki með blómamunstri.
1.695 krónur í Adams, Smáralind.
Oilily prjónapeysa.
11.890 krónur í Engla-
börnum, Laugavegi.
Æðisgengnar Oilily-
sokkabuxur. 3.380
krónur í Englabörn-
um, Laugavegi.
1.995 krón-
ur í Adams,
Smáralind.
Skemmtilega litríkur bolur. 3.590
krónur í Englabörnum, Laugavegi.
Purpuralitur er mjög heitur og þessi kjóll
myndi sóma sér vel á hvaða konu.
2.995 krónur í Adams, Smáralind.
Babúskusokka-
buxur frá Oilily.
3.380 krónur í
Englabörnum,
Laugavegi.
Vetrartískan frá Custo Barcelona er kven-
leg og glæsileg.
Tískan fyrir næsta sumar er litrík og
skemmtileg.
Skemmtilegt dress fyrir veturinn.
Vor- og sumartískan fyrir 2006 var sýnd í
New York á dögunum.
Flottur prjónaður trefill.
1.290 krónur í Exit,
Smáralind.
Krikketpeysur og
fölnað munstur
Paul Smith vekur athygli á tískuvik-
unni í London.
Munstruð föt eru áberandi í haust- og
vetrartískunni og oft líta flíkurnar út fyrir
að vera margþvegnar svo munstrið er ei-
lítið fölnað. Hönnun af þessu tagi er
áberandi í fatnaði Paul Smith, sem sýndi
nýjustu línuna sína á tískuvikunni í
London á dögunum. Paul Smith er
breskur hönnuður og í nýjustu fatalínu
sinni gerir hann breskri arfleifð hátt und-
ir höfði. Á sýningunni mátti sjá krikket-
peysur og létta sumarkjóla sem hefðu
hentað afar vel í bresku teboði. Litirnir
eru ljósir og látlausir og efnin eru oft
skreytt fallegu fölnuðu munstri.