Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 26
Umsjón: nánar á visir.is Bílaframleiðandinn Volvo tapaði máli fyrir vinnuréttar- dómstóli í Svíþjóð sem höfðað var vegna óbeinnar kynjamismununar. Málsatvik voru þau að Volvo vildi ekki ráða konu nokkra til starfa þar sem hún væri aðeins 160 sentimetrar á hæð. Volvo varði þessa ákvörðun með því að lágmarkshæðin 163 sentimetrar væri sett vegna vinnuverndarsjónarmiða. Hámarkshæðin er 195 senti- metrar og eru hæðarmörkin miðuð við að lágmarka álagsskaða við vinnuna. Sænska jafnréttisstofan sótti málið og taldi að hæðarmörkin bitnuðu á 28 prósentum kvenna í Svíþjóð, en aðeins einu prósenti karla. Dóm- stóllinn féllst á þessar röksemdir og í framtíðinni má vænta þess að vegur lágvaxinna kvenna fari vaxandi hjá Volvo. Blíði risinn Frá lágvöxnum konum til hávaxinna karla. Gunnar Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Bretlandsfjárfestinga Baugs, er hávaxinn, þótt hann sé innan hæðarmarka Volvo, og er af hinum lágvöxnu Bretum kallaður „the gentle gi- ant“, eða blíði risinn. Miklar vangaveltur eru í Bretlandi um það hvort Baugur snúi aftur að samningaborði Somerfield eftir að Baugsmálinu var vísað frá héraðs- dómi. Litlir fuglar hafa verið að hvísla því að innan Baugs sé talið að málið trufli nú ekki lengur framgang fyrirtækisins. Hins vegar er langt um liðið frá því að menn sátu við samningaborðið og ólíklegt að menn vilji hoppa inn núna. Hins vegar eru mörg mál óleyst og ómögulegt að segja hvernig fer. Eru margir á því að staðan væri betri við samningaborðið ef Barclay's-banki hefði andað rólega og leyft Baugsmönnum að halda áfram. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.588 Fjöldi viðskipta: 183 Velta: 1.278 milljónir +0,31% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Bandaríski Seðlabankinn hækkaði á þriðjudaginn stýrivexti sína í ellefta sinn frá því í júní á síðasta ári og eru þeir nú 3,75 prósent. Hækkunin var í takt við væntingar manna og hafði hún lítil áhrif á hlutabréfamarkaðinn. Bandarísk skuldabréf hækkuðu þó í verði en sú hækkun gekk til baka. Nokia tilkynnti í gær að félag- ið hefði selt milljarðasta farsím- ann og var hann keyptur í Nígeríu. Fyrirtækið ætlar að vaxa hratt á svæðum á borð við Brasilíu, Rúss- landi, Indlandi, Kína og í Afríku. Olíuverð náði 68 dölum á tunnu þegar olíumarkaðir opn- uðu í gær. Búist er við að fellibyl- urinn Rita gangi yfir Flórída og veldur það þessari verðhækkun. 26 22. september 2005 FIMMTUDAGUR Vegur lágvaxinna kvenna Actavis 41,10 +1,70% ... Bakkavör 43,30 +0,70% ... Burðarás 17,90 +0,00% ... FL Group 14,60 +0,00% ... Flaga 3,71 +1,10% ... HB Grandi 9,20 +1,10% ... Íslandsbanki 15,10 +0,70% ... Jarðboranir 20,00 +0,00% ... KB banki 589,00 +0,00% ... Kögun 54,00 +0,80% ... Landsbankinn 21,80 +0,00% ... Marel 61,50 +0,80% ... SÍF 4,80 +0,80% ... Straumur 13,70 +0,00% ... Össur 85,00 -0,60% Actavis +1,73% HB Grandi +1,10% Flaga +1,09% Össur -0,58% Icelandic Group -0,50% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Samkvæmt upplýsingum frá fé- lagsmálaráðuneytinu er ekki ver- ið að víkka heimildir Íbúðalána- sjóðs að einu eða neinu leyti með nýrri reglugerð um fjárhag og áhættustýringu sjóðsins. Árni Magnússon félagsmálaráðherra undirritaði reglugerðina enda heyrir Íbúðalánasjóður undir hans ráðuneyti. Í hálffimm fréttum KB banka segir að með nýju reglugerðinni séu heimildir sjóðsins til útlána víkkaðar frá því sem áður var. Út- lán sjóðsins til fjármálastofnana, sem hafi verið hvað mest gagn- rýnd í sumar, séu nú leyfð. Sjóður- inn fái nú einnig nýjar heimildir til að lána fyrirtækjum. „Viðaukinn veitir sjóðnum víð- tækar heimildir til að ráðstafa lausafé sínu,“ sagði í fréttum frá greiningardeild Íslandsbanka í gær. „Sjóðurinn hefur nú heimild til þess að lána fyrirtækjum, lána- stofnunum, sveitarfélögum og kaupa íbúðalán innanlands og er- lendis.“ Starfsfólk Íslandsbanka telur athyglisvert að í heimildum sjóðs- ins til að kaupa íbúðalán sé engin kvöð um hámarkslán á íbúð eins og gildir um útlán Íbúðalánasjóðs sjálfs. Einnig sé kvöð á Íbúðalána- sjóði að lána einungis í tengslum við fasteignaviðskipti en ekki gildi það sama ef sjóðurinn kaupir lán af fjármálastofnunum samkvæmt nýju reglugerðinni. Sjóðurinn geti beint viðskiptavini, sem þurfi hærra lán en heimildir sjóðsins leyfa, til samstarfsaðila og keypt svo viðkomandi lán með lánasafni. Í tilkynningu frá félagsmála- ráðuneytinu segir að nýtt ákvæði í reglugerðinni sé sett til að auka gagnsæi og kveða skýrlega á um svigrúm sjóðsins til áhættustýr- ingar. Nú sé meðal annars kveðið skýrt á um heimildir Íbúðalána- sjós til að gera lánasamninga við banka og sparisjóði í áhættustýr- ingarskyni. Þannig sé tekinn af allur vafi um lögmæti slíkra samninga. Greiningardeild Íslandsbanka segir varhugavert ef Íbúðalána- sjóður fer í beina samkeppni við bankana. Íbúðalánasjóður borgi hvorki skatta né ríkisábyrgðar- gjald og hafi minni kröfur um bindingu eigin fjár en bankarnir. bjorgvin@frettabladid.is Á FUND FÉLAGSMÁLANEFNDAR ALÞINGIS Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúða- lánasjóðs, þurfti að gera grein fyrir stöðu Íbúðalánasjóðs á fundi félagsmálanefndar Al- þingis í sumar. Hann er hér á tali við Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda. Segja heimildir Íbúða- lánasjóðs óbreyttar Greiningardeildir KB banka og Íslandsbanka gagnr‡na n‡ja regluger› um Íbú›alánasjó›. Veri› sé a› útvíkka heimildir sjó›sins til a› lána fyrirtækjum. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ]                               !"!#$ %" $"&!#'( )* Ástæðan fyrir miklum hækkun- um rafmagnsreikninga hjá nokkrum málmiðnaðarfyrirtækj- um í byrjun árs var vegna þess að ýmsir samningar, sem fyrirtækin höfðu gert um nýtingu raforku á tilteknum tíma sólarhringsins á lægra verði, höfðu fallið úr gildi þegar ný raforkulög tóku gildi. Þetta kemur fram í fréttablaði Samtaka iðnaðarins um málmiðn- aðinn. Í blaðinu kemur fram að raf- orkureikningar margra fyrir- tækja, einkum þeirra sem stundi málmsteypu, hafi hækkað um tugi prósenta og allt að sjötíu prósent. Kom í ljós að rafmagnsnotkunin var mæld eftir grunntaxta sem var mun hærri en afsláttartaxtarnir. Í fréttinni eru menn innan greinarinnar hvattir til að leita til- boða og vera á varðbergi, því þeir geti átt viðskipti við fleiri en einn raforkusala með tilkomu nýju lag- anna. – bg Íslandsbanki spáir að verðlag muni hækka um 0,4 prósent milli september og október. KB banki spáir 0,5 prósenta hækkun milli sömu mánaða. Í fréttum Íslandsbanka segir að áhrif útsöluloka séu að stórum hluta þegar komin fram í vísitölu neysluverðs en það sem eftir er muni hækka vísitöluna í október. Þá sé gert ráð fyrir áframhald- andi hækkun á matvöruverði, sem hafi hækkað töluvert frá því að verðstríðið stóð sem hæst á árinu. Íbúðaverð hækki áfram en dregið hafi úr hækkun húsnæðis að und- anförunu. Því sé verðbólgan minni nú en áður. – bg Ver›strí›i› búi›? Afsláttartaxtar féllu ni›ur HÁR REIKNINGUR Samningar málmiðnaðarfyrirtækja um afslátt af raforku féllu niður við gildistöku nýrra raforkulaga. Hækkunin varð mikil. Hluthöfum sent yfirtökutilbo› Gangi allir hluthafar að tilboðinu þarf Skipti að greiða þeim 832 milljónir króna. Litlu hluthafanir í Símanum geta selt hut sinn til Skiptis ehf. sam- kvæmt yfirtökutilboði sem birt var í gær. Allir þeir 1.252 aðilar sem skráðir voru hluthafar sam- kvæmt hlutaskrá félagsins við lok 30. ágúst síðastliðinn fá sent tilboðsyfirlit, framsalseyðublað og svarsendingarumslag til sam- þykkis tilboði. Býðst Skipti til að kaupa hlut þeirra á sama gengi og félagið keypti hlut ríkisins á eða 9,6. Skipti ehf. á tæp 99 prósent hlutafjár í Símanum og ber að gera öðrum hluthöfum yfir- tökutilboð samkvæmt lögum. Hluthafar verða þó ekki neyddir til að selja hlut sinn eins og heimilt er að gera. Það er í sam- ræmi við kaupsamning Skiptis og ríkisins. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, sagði á hluthafafundi síðasta laugar- dag að hann vonaðist til að sem fæstir nýttu sér þetta yfir- tökutilboð og fylgdu þeim eftir í framtíðinni. Skipti greiddi 66,7 milljarða króna fyrir þessi tæp 99 prósent hlutafjár. Aðrir hluthafar eiga tæplega 87 milljónir hluta. Gangi þeir allir að yfirtökutilboðinu þarf Skipti að greiða þeim sam- tals um 832 milljónir króna. Að meðaltali eru það 665 þúsund krónur til hvers hluthafa. – bg HLUTHAFAFUNDUR SÍMANS Erlendur Hjaltason, stjórnarformaður Skiptis, sést hér til hægri á myndinni á tali við einn hluthafa Símans á hluthafafundinum síðastliðinn laugar- dag. Hluthafar hafa nú fengið sent yfirtökutilboð frá Skipti. FRÉTTAB LAÐ IÐ /E.Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.