Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 22
Trúðu mér, lesandi minn góður: ég fór til sálfræðings, áður en ég gekk frá þessari grein til birting- ar. Ég reyni að víkja helzt aldrei frá þeirri reglu að ráðfæra mig við þá, sem gerst þekkja til hverju sinni, einkum og ekki sízt þegar ég fjalla um mál, sem liggja langt utan alfaraleiðar. Nú ætla ég að leyfa mér þann lúxus að hugsa upphátt um hagnýta sálarfræði og segja þér frá óvæntri uppgötvun – ef það er þá uppgötvun – á þeim vettvangi. Byrjum á Mozart. Honum tókst, eða svo er a.m.k. sagt í Vín, að sannfæra Jósef II Austurríkiskeis- ara um yfirburði óperunnar um- fram önnur leikhúsverk með þeim rökum, að þegar einn byrjar að syngja, þurfa hinir ekki endilega að hætta eins og í leikritum. Menn geta sungið saman, sagði Mozart við keisarann óður og uppvægur og átti við það, að mannshugurinn getur auðveldlega greint margar söngraddir samtímis. Þetta skilja allir, sem þekkja muninn á einsöng og fjölradda kórsöng. Leiklistin gegnum aldirnar hefur á hinn bóg- inn hvílt m.a. á þeirri meginfor- sendu, að þegar einn byrjar að tala, þurfa hinir helzt að þagna. Kórarnir í grísku harmleikjunum eru einróma: allir í kórnum þylja sama texta. Leikhúsin ganga enn sem fyrr út frá því sem sjálfsögð- um hlut, að mannshugurinn geti ekki að nokkru gagni numið nema eina rödd í einu, án söngs. Ég man ekki eftir nokkurri undantekningu frá þessari almennu reglu. Það þykir víst ekki heldur góð latína í leikhúsinu að láta persónur talast við öðrum megin á sviðinu og aðr- ar persónur sýsla eitthvað – dansa, mjólka, spinna, teðja – í hljóði hin- um megin sviðs, því að það er talið dreifa athygli áhorfenda, eða svo mun a.m.k. flestum leikstjórum finnast. Nú ber samt svo við, að ný tækni bregður vonglaðri birtu á þetta mál. Ég á í fórum mínum nokkrar kvikmyndir á DVD-disk- um, sem veita áhorfandanum kost á að hlusta á lærðan fyrirlestur um myndina um leið og horft er á hana. Mig rak í rogastanz, þegar ég þóttist komast að því, að óp- erurök Mozarts virðast einnig eiga við um kvikmyndir og þá hugsan- lega með líku lagi um leikhúsverk. Það er með öðrum orðum hægt að fylgjast með samtölum í kvikmynd og hlýða samt um leið á fyrirlestur um myndina og hafa gagn og gam- an af hvoru tveggja í senn. Fullt gagn? Það veit ég ekki; þar er ef- inn. Kannski textinn hjálpi. Hvað um það, hugurinn virðist nema texta á tveimur rásum í einu, önd- vert því sem ég hafði ævinlega gengið út frá sem gefnum hlut. Sálfræðingarnir vinir mínir í Há- skólanum segja mér, að málið hafi verið kannað fyrir hálfri öld og menn hafi þá ekki getað greint nema eina rás í einu að nokkru gagni. Mér sýnist, að málið kunni að þarfnast frekari skoðunar. Hugsum okkur svo fellda til- raun. Fyrst er lesinn texti fyrir hóp manna, og síðan er prófað, hversu vel þeir skildu textann. Úr- slit prófsins sýna þá væntanlega, að sumir skildu allt og aðrir skildu næstum allt eins og gengur. Síðan er tilraunin endurtekin með þeirri breytingu, að tveir skyldir – eða óskyldir – textar eru lesnir sam- tímis fyrir sama hóp, og tilrauna- dýrin eru prófuð aftur til að at- huga, hvort og hversu vel þau skildu textann á báðum rásum. Kannski skildu þau textann á annarri rásinni, kannski hvorugri, kannski báðum, kannski bara hrafl. Tilgangurinn tilraunarinnar væri einmitt að fá úr þessu skorið. Þannig ætti að vera hægt að leggja raunhæft mat á það með mæling- um, að hversu miklu leyti skilning- ur hlustandans á efninu dvín við það, að mannshugurinn reynir að nema texta í tveim víddum í senn frekari en einni. Síðan er hægt að athuga þriðju víddina og þannig áfram, ef menn vilja, en nógu fróð- legt fyndist mér – tómstundasál- fræðingnum! – að bera í fyrstunni saman niðurstöðurnar um eina vídd og tvær. Hvað fyndist þér? Menn sjá margt í senn eins og allir vita af eigin raun. Gangi mað- ur inn í hús, þar sem hann hefur aldrei komið áður, getur hann eigi að síður á augabragði lýst í ein- stökum atriðum ýmsu af því, sem fyrir augu hans ber: blómi í glugga, mynd á vegg o.m.fl. Marg- ir lesa einmitt með þessu lagi: þeir lesa með því að gleypa í sig blað- síðurnar svo að segja í heilu lagi frekar en að lesa textann frá orði til orðs, og þeir lesa hratt fyrir vik- ið og fljúga í gegnum bækur og blöð eins og ekkert sé. Eru augun í okkur að þessu leyti frábrugðin eyrunum? Er munurinn kannski minni en menn hafa haldið? Hvaða skoðun ætli Jósef II hefði haft á málinu? Meira næst? Nei, varla. Kannski seinna. Við sjáum til. Í aðalútibúi Borgarbókasafns Reykjavíkur er brjóstmynd af einu fínasta skáldi okkar á öldinni sem leið, Tómasi Guð- mundssyni. Sómir hún sér vel á þessum stað þar sem andinn og bókmenningin eru ræktuð. Myndin stóð áður á stalli í miðju Austurstræti, sem skáldið orti fræg ljóð um, en hún naut sín ekki þar og var þess vegna flutt. Nú vilja sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn láta gera líkneski af Tómasi í fullri stærð sem komið verði fyrir „á áberandi stað í hjarta Reykjavíkur“. Kostnaðinn á að greiða úr borgarsjóði. Hermt er að við umræður um málið í borgarstjórn á þriðjudaginn hafi borgarstjórinn, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, tekið hug- myndinni þunglega „vegna þess hve margar styttur væru nú þegar af körlum í borginni“. Töldu sjálfstæðismenn þau við- brögð óvirðingu við minningu Tómasar og héldu tillögu sinni til streitu. Tillaga sjálfstæðismanna er út af fyrir sig umræðuverð. Tómas Guðmundsson er í huga margra Reykvíkinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, borgarskáldið. Hvort skáldskapur hans hafi náð sömu fótfestu meðal yngri kynslóða er óljóst. Af einhverjum ástæðum, sem líklega má rekja til arfleifðar kalda stríðsins, hafa sjálfstæðismenn tekið sérstöku ást- fóstri við minningu Tómasar. Tillögu þeirra má kannski skoða sem viðleitni til að skrá bókmenntasöguna í anda bók- menntatúlkunar sem fellur að gamalgrónum hugmynda- heimi. Flutningsmenn verða ekki sakaðir um frumleika eða nýjungagirni. Margir munu einnig líta á hugmyndina sem enn eitt tilboðið á markaði prófkjöranna í aðdraganda borg- arstjórnarkosninga. Ástæðulaust er að taka efasemdir um tillöguna sem virð- ingarleysi við minningu Tómasar Guðmundssonar. Reykja- víkurskáldin eru fleiri en hann svo ekki sé minnst á ýmsa aðra afreksmenn í listum, menntum, atvinnulífi eða stjórn- málum sem hljóta að koma til álita þegar stofnað er til um- ræðna um myndastyttur bæjarins. Það er rétt hjá Steinunni Valdísi borgarstjóra að flestar styttur bæjarins eru af nafn- frægum körlum. Engin stytta er af nafngreindri konu, ef brjóstmynd Bjargar Þorláksson á háskólalóðinni er undan- skilin; en nokkrar eru af konum sem táknmyndum. En það er ekki skynsamlegt að láta umræður um styttur bæjarins leiðast í þann meting sem í stefnir eftir borgar- stjórnarfundinn á þriðjudaginn. Nær er að borgarfulltrúar sameinist um að reyna að marka vitræna stefnu til lengri tíma um gerð og staðsetningu opinberra listaverka sem þjóna eiga uppeldislegu eða sögulegu hlutverki. Styttur af nafnfrægum mönnum eru áberandi í borgum um allan heim. Af þeim er víða staðarprýði. En á síðustu árum hafa komið fram efasemdir um þann söguskilning sem ráðið hefur og ræður enn vali þeirra einstaklinga sem steyptir eru í eir. Op- inberar umræður um það efni hafa ekki verið fyrirferðar- miklar hér á landi en skynsamlegt er að skapa þeim farveg í tengslum við stefnumótum í þessum efnum. Það er gamal- dags stjórnsýsla að láta ákvarðanir í þessu efni ráðast af til- viljanabundnum hugdettum einstakra stjórnmálamanna, þótt góðar og gildar geti verið. 22. september 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Marka þarf stefnu um minnismerki á torgum og opnum svæðum. Styttur bæjarins FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG HAGNÝT SÁLARFRÆÐI ÞORVALDUR GYLFASON Mig rak í rogastanz, flegar ég flóttist komast a› flví, a› óp- erurök Mozarts vir›ast einnig eiga vi› um kvikmyndir og flá hugsanlega me› líku lagi um leikhúsverk. fia› er me› ö›rum or›um hægt a› fylgjast me› samtölum í kvikmynd og hl‡›a samt um lei› á fyrirlestur um myndina og hafa gagn og gam- an af hvoru tveggja í senn. Margar víddir mannshugans Sóknarfæri Helgi Hjörvar alþingismaður segir á heimasíðu sinni, helgi.is, að sóknarfæri skapist nú fyrir Samfylkinguna þegar Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum. Hann rifjar upp tækifærin sem sköpuð- ust við brottför Davíðs úr stóli borgar- stjóra: „Langvarandi hægri stjórn hafði alið af sér vaxandi þörf fyrir félagslegar áherslur og fjölskyldupólitík, ekki síst í leikskólamálum. Með því að efla trú- verðugan valkost við Sjálfstæðisflokkinn tókst okkur að sigra í borginni þegar í næstu kosningum,“ segir hann. Breyttar áherslur Helgi segir síðan: „Sama tæki- færi skapast nú fyrir Samfylk- inguna, undir forystu Ingibjargar Sólrún- ar, eins og skapaðist fyrir Reykjavíkurlist- ann þá. En það tækifæri kallar á breyttar áherslur okkar í þingstörfum og þjóð- málaumræðu næstu tvo vetur. ... Nú er verkefni okkar að sýna með hvaða hætti við munum stjórna landinu frá vorinu 2007. Til þess erum við albúin og sú yf- irgripsmikla og markvissa stefnumótun- arvinna sem farið hefur fram sl. tvö ár kemur nú að góðum notum. Er þar bæði átt við vinnu svokallaðs Framtíðarhóps Ingibjarg- ar Sólrúnar og stefnu- mörkun í heilbrigðismálum sem þeir Össur og Ágúst Ólafur höfðu forystu um“. Taka forystuna Helgi Hjörvar er sigurviss: „Með þessa vinnu o.fl. að vopni verður það verk- efni vetrarins að taka enn frekar en verið hefur hina hugmyndalegu for- ystu í þjóðmálaumræðunni, enda stjórnarmeirihlutinn orðinn svo þreytt- ur á langvarandi völdum sínum að honum dettur ekki lengur neitt í hug. Og eins og í Reykjavík 1994 munu margir kjósendur vor- ið 2007 vilja fela félags- hyggjuöflum undir forystu Ingibjargar Sólrúnar stjórn- artaumana, enda sópa nýir vendir best“. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA gm@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.