Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 78
42 22. september 2005 FIMMTUDAGUR Þann 30. september verður ein- leikurinn Ég er mín eigin kona frumsýndur í Iðnó. Aðalleikari sýningarinnar er enginn annar en hinn þjóðþekkti Hilmir Snær Guðnason og leikstjóri sýningar- innar er Stefán Baldursson, fyrr- verandi þjóðleikhússtjóri. Ég er mín eigin kona, byggir á sannsögulegum atburðum og ger- ist í Berlín á stríðsárunum. Hún fjallar um mann sem ákveður einn góðan veðurdag að gerast klæðskiptingur. Hilmir Snær leik- ur aðalpersónu sýningarinnar sem og alla aðra sem í leiksýning- unni birtast. Mat- seðill sýningarinn- ar er athyglisverð- ur en hann sam- anstendur af girni- legum þýskum rétt- um. Ástæða þessa þýska yfirbragðs sem einkennir mat- seðilinn er að sjálf- sögðu sú að sagan gerist í Berlín og því var ákveðið að tengja þessa tvo hluti saman. Boðið er upp á forrétt, sem er rjómalöguð kóngasveppasúpa, í aðalrétt er grísasnitsel með kryddsíld, kapers og parísarkart- öflum og eftirrétturinn er svo heit eplarúlla með vanilluís. Árni Stefán Gylfason, yfirmat- reiðslumeistari Iðnó, segir að til þess að hægt sé að búa til góðan mat sé nauðsynlegt að hafa fyrsta flokks hráefni. Hann sviptir hér með hulunni af dýrindis uppskrift að heitri eplarúllu sem borin er fram með ís. Eplarúllan er vitaskuld á mat- seðli sýningarinn- ar og heitir War- mer Apfelstrudel mit Vanille-Eis eða Heit eplarúlla með vanilluís. Verði ykkur að góðu. ÁRNI STEFÁN GYLFASON er yfirmatreiðslumeistari Iðnó Sveppirnir skornir í sneiðar eða fjórðunga. Olía og smjör hitað á stórri pönnu. Sveppir og hvítlaukur sett á pönnuna, timjani, pipar og salti stráð yfir og látið krauma við meðalhita í 8–10 mín. eða þar til sveppirnir hafa tekið góðan lit. Hrært oft í á meðan. Brandíinu er svo hellt yfir og hrært stöðugt á meðan það gufar upp. Steinseljunni stráð yfir, hrært vel og síðan er pannan tekin af hitanum. Borið fram sem meðlæti með steiktu eða grilluðu kjöti, eða bara með brauði og salati. 500 g íslenskir sveppir 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2 msk. ólífuolía 1 msk smjör ferskt timjan, nokkrar greinar nýmalaður pipar salt 2 msk. brandí 1/2 knippi, fersk steinselja, söxuð Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S G RA 2 85 65 06 /2 00 5 . sveppirmeð hvítlauk og kryddjurtum með hvítlauk og kryddjurtum William Grant’s var fyrsta fyrir- tækið til að setja maltviskí á al- mennan markað utan Skotlands, hið heimskunna viskí Glenfiddich sem er mest selda maltviskí ver- aldar. Mestallt viskí sem er fram- leitt er blandað viskí, oft frá ýmsum brugg- húsum. Betri brugg- húsin höfðu hins vegar alltaf búið til gæða- maltviskí en þau feng- ust ekki utan Skotlands fyrr en Grant’s setti Glen- fiddich á markað- inn árið 1963. Þótti það ákaflega djarf- ur leikur en það reyndist svo sann- arlega markaður fyrir gæðaviskí. Í dag er Glenfiddich vinsælasta maltviskí veraldar og má til gamans geta að hvergi er það vinsælla en í Frakklandi en Frakkar eru mestu viskíneytend- ur heims. Græna þríhyrnda flaskan, Glenfiddich tólf ára Special Re- serve, er þekktasta vörumerkið og fæst í öllum vín- búðum en ýmsar aðrar útgáfur eru til í Heiðrúnu og Kringlunni, svo sem 18 ára og 21 árs en 15 ára og 30 ára verða fáanlegar innan skamms. Glenfiddich tólf ára Special Reserve kostar í vínbúðum 4.390 kr. HEIT EPLARÚLLA ,,STRUDEL’’ Fyrir 6 manns 6 blöð blaðdeig (filodeig) 4 st epli, gul 1 1/2 dl saxaðar valhnetur eða furu- hnetur 3 msk rifið súkkulaði 2 msk sykur 1 tsk kanill 1 dl brauðrasp 2 msk smjör (bráðið) 1 lítri vanilluís Leggið blaðdeigsblöðin á dúk og penslið brúnirnar með smjöri. Stráið brauðraspi á helminginn af blað- deiginu. Afhýðið eplin og skerið í litla bita. Setjið þau í skál og blandið saman við rúsínum, hnetum, súkkulaði, kanil og sykri. Dreifið þessu yfir brauðraspið, rúllið upp og setjið á bökunarplötu. Penslið með smjöri, stráið kanilsykri yfir og bak- ið í ca 20 mínútur við 180˚ C . Berið fram með vanilluís. GLENFIDDICH: Vinsælasta maltviskí veraldar maturogvin@frettabladid.is MATGÆÐINGURINN ÞÓRDÍS HAUKSDÓTTIR, AÐSTOÐARLEIKSKÓLASTJÓRI Á SÓLGARÐI: > Gott vín góð olía! Margir bestu vínframleiðendur Ítalíu framleiða jafnframt há- gæða ólívuolíur. Ef fólk þekkir vínin að góðu er um að gera að kíkja á olíurnar. Einn besti vín- og ólívuolíuframleiðandi Sikil- eyjar er Planeta. Olían frá þeim er eins og vínin, bragð- mikil og massív. Jómfrúarolían frá Planeta fæst í Kokku og Yndisauka og kostar 1.220 kr. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Grænmetis yfir höfuð. Svo er lambakjöt einnig í miklu uppáhaldi hjá mér því það er svo hollt og gott. Fyrsta minningin um mat? Grautarnir hennar ömmu. Hún sá alltaf um eftirmat- inn á heimilinu þegar ég var lítil og bjó til ýmsar tegundir af grautum, þar á meðal grjónagraut og ávaxtagraut. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Jóla- máltíðin hennar mömmu. Það er ham- borgarhryggur með öllu tilheyrandi en mamma er snilldarkokkur í eldhúsinu. Hún býr allt til sjálf, líka meðlætið. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, selspik og siginn fiskur. Það er það versta sem ég fæ. Ég get heldur ekki borð- að súrmat og finnst hrossakjöt frekar ógeðslegt. Það byrjaði á því að ég vildi ekki borða vini mína en svo komst ég að því að mér finnst það bara vont. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ef ég á ítölsk krydd eins og rósmarín, oregano, timjan, steinselju og fleira tekst mér yfir- leitt að búa til eitthvað gott. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Ég borða ekki neitt. Ég hef aldrei tamið mér að borða neitt þegar mér líður illa. Það er kannski að ég fái mér gos því ég er algjör gossjúklingur. Hvað áttu alltaf til í ís- skápnum? Ég á alltaf til mjólk og skyr. Svo á ég líka yfirleitt til græn- meti og ávexti. Hvað er það skrítn- asta sem þú hefur borð- að? Það voru einhverjir litlir kolkrabbar sem ég fékk úti á Ítalíu. Þeir voru í pastasalati sem ég keypti mér og ég hef ekki hugmynd um hvað þetta eiginlega var. Þetta lá þarna með löppum og öllu saman og bragðaðist ógeðslega. Selspik og siginn fiskur er fla› versta sem ég fæ Að sögn stofnendanna var víninn- flutningsfyrirtækið Eðalvín stofn- að á sínum tíma með markmiðið „fræðsla og fagmennska“ í huga. Í ljósi þessara háleitu markmiða stofnaði Eðalvín vínskóla og stendur fyrir athyglisverðum námskeiðum um vín. Námskeiðin eru haldin á Vesturgötu 5 í jaðri Grjótaþorpsins. Vínskólinn hefur greinilega svarað eftirvæntingum Íslendinga um vín- fræðslu, því það hefur verið fullt á flest nám- skeið á fyrsta starfsári og fyrstu námskeiðin í haust eru mjög vel set- in. Haldið verður áfram með vinsælustu námskeiðin, eins og „matur og vín“, sem er fyrsta skrefið inn í vín- heiminn, en geymir líka nýja nálgun fyrir þá sem eru lengra komnir. Vín og villi- bráð verður einnig á dagskrá með aðstoð sérfræðinga (veiði- manna og starfsmanna Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg). Nám- skeiðið Vín frá Ítalíu er haldið í samstarfi við La Primavera sem býð- ur í framhaldinu sér- stakan matseðil á til- boðsverði. Eftir áramót verður bryddað upp á nýjungum og boðið upp á námskeið um vín- svæði, eins og Alsace og Ástralíu – einnig mjög spennandi nám- skeið um sérrí sem hef- ur komið mönnum í opna skjöldu – sérrí er nefnilega meira en bara sérrí! Nánari upp- lýsingar má finna á www.vinskoli.is en eft- irfarandi námskeið eru fyrirhuguð á næstunni: Heit eplarúlla me› vanilluís Vinsæl vínnámskei› SEPTEMBER 22. Matur og vín 29. Vín frá Ítalíu OKTÓBER 6. Vín með villibráð 13. Blindsmökkun 20. Matur og vín 27. Vín með villibráð NÓVEMBER 3. Matur og vín 10. Blindsmökkun 17. Matur og vín 24. Vín frá Ítalíu DESEMBER 1. Sérrí 8. Kampavín 15. Jólamatur og vín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.