Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 2
2 22. september 2005 FIMMTUDAGUR Rannsóknir í norðurhöfum: Sjórinn aldrei jafn heitur NÁTTÚRA Miklar breytingar hafa orðið á hitastigi sjávar í norður- höfum á undanförnum árum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna loftslagssérfræðinga frá Færeyjum, Noregi og Íslandi sem birtar eru í nýju tölublaði hins virta bandaríska vísinda- tímarits Science. Sjávarhiti á þessum slóðum hefur aldrei áður mælst jafn hár og eins mælast miklar breytingar á saltmagni og hafstraumum milli Evrópu og Norður-Ameríku. - sþs Á SLYSSTAÐ Þrír voru fluttir undir læknis- hendur eftir harkalega aftanákeyrslu á Njarðarbraut í Reykjanesbæ nokkru eftir klukkan sex í gærdag. Reykjanesbær: firír slasa›ir eftir árekstur LÖGREGLA Laust eftir klukkan sex í gærdag var fólksbifreið ekið aftan á flutningabifreið við hraðahindr- un sem nýbúið er að setja upp á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Þrír voru fluttir á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja eftir slysið, ökumaður og farþegi fólksbílsins, auk ökumanns flutningabifreiðar- innar. Nokkur viðbúnaður var vegna slyssins, en á vettvang fór bæði lögregla og sjúkrabifreiðar frá Brunavörnum Suðurnesja. Ekki lágu fyrir nákvæmar upplýs- ingar um meiðsli fólksins hjá lög- reglu í Keflavík, en þau voru þó talin allnokkur. Fólksbíllinn var fluttur af vett- vangi með dráttarbifreið, mikið skemmdur. - óká HVALFJARÐARGÖNG FIKT KOM AF STAÐ ÚTKALLI Slökkvibílar voru sendir bæði frá Akranesi og Reykjavík þegar við- vörunarkerfi fór í gang í Hval- fjarðargöngunum í gær. Ekki var þó hætta á ferðum heldur hafði einhver losað handslökkvitæki í göngunum, en þau eru tengd kerfinu. SPURNING DAGSINS Kjartan, er fletta steinrunnin umræ›a? „Spurðu Steinunni.“ Kjartan Magnússon borgarfulltrúi leggur til að reist verði stytta af Tómasi Guðmundssyni skáldi. Steinunn Valdís Óskarsdóttir vill hins vegar að konum verði gert hærra undir höfði í þessum efnum. Stærra og d‡rara en rá›gert var í fyrstu Fyrirtæki› Portus Group var í gær vali› til fless a› hanna, reisa og reka tónlistar- hús, rá›stefnumi›stö› og hótel vi› Austurhöfnina í Reykjavík. fietta var ni›ur- sta›a matsnefndar Austurhafnar-TR ehf. Austurhöfn-TR er í eigu borgar og ríkis. TÓNLISTARHÚS „Þetta varð hörku vítaspyrnukeppni að lokum,“ sagði Björgólfur Guðmundsson, banka- stjóri Landsbankans, þegar niður- stöður útboðs um hönnun, bygg- ingu og rekstur tónlistarhúss við Austurhöfnina í Reykjavík voru kynntar í gær. Það var fyrirtækið Portus Group sem hreppti hnossið og var tilboð þeirra valið sem væn- legasti kosturinn. Portus Group er í eigu Nýsis hf., Íslenskra aðalverk- taka og Landsafls, en Landsafl er í eigu Landsbankans. Tilboð Portus Group hljóðar upp á tólf milljarða en upphafleg kostn- aðaráætlun Austurhafnar-TR mið- aðist við 8,5 milljarða króna. Til- boðið er þannig 3,5 milljörðum yfir áætlun. Byggingin verður um það bil 6000 fermetrum stærri upphaf- lega var gert ráð fyrir. Árlegt framlag vegna kostnaðar, vaxta og rekstrar er áætlaður 600 milljónir króna eftir sem áður. Byggingin kemur til með að rúma 1.800 sæta tónleikasal, ráð- stefnusal með 750 sætum ásamt sýningaraðstöðu, kammermúsíksal fyrir 450 áheyrendur sem og minni sal sem tekur um 200 manns. Þar verða jafnframt fundarherbergi, forsalir og veitingaaðstaða. Sam- tengt hótel verður 250 herbergja. Samkomulag hefur verið gert við hótelkeðjuna Starwood Hotels um rekstur á hótelinu, en Starwood rekur meðal annars Sheraton, Four Points og W-hótelin. Það kom í hlut þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra og Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur borgarstjóra að afhjúpa líkan af byggingunni og svæðinu við athöfn í Þjóðmenning- arhúsinu við Hverfisgötu í gær. Austurhöfn-TR, sem er fyrirtæki í eigu ríkisins og Reykjavíkurborg- ar, hefur séð um undirbúning verk- efnisins síðan árið 2003. Stefán Baldursson, formaður matsnefndarinar, sagði í gær að nefnin hafi álitið einróma að vinn- ingstillagan væri afar glæsileg. Byggingin kæmi til með að verða áhrifamikið kennileiti í ásýnd höf- uðborgarinnar. Hægt verður að skoða líkön og myndir af húsinu ásamt öðrum til- lögum í Þjóðmenningarhúsinu fram til fimmta október. Húsið á að verða tilbúið árið 2009. saj@frettabladid.is KAMPAKÁT Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Björgólfur Guðmundsson Landsbankastjóri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í gær. TÓNLISTARHÚS, RÁÐSTEFNUMIÐSTÖÐ OG HÓTEL Hér má sjá tölvugerða mynd af hluta hússins. Arkitektarnir unnu með Ólafi Elíassyni listamanni að hönnuninni og er verk Ólafs notað sem hluti af byggingunni. Ríkislögreglustjóraembættið svarar gagnrýni vegna Baugsmálisins: Dylgjur stjórnmálamanna eru óflolandi BAUGSMÁLIÐ Embætti Ríkislög- reglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en fag- legum. „Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæm- lega,“ segir Arnar Jensson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá Rík- islögreglustjóra. Hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, sem enn seg- ist þeirrar skoðunar að rætur Baugsmálsins liggi meðal annars í andrúmslofti sem ráðamenn hafi átt þátt í að skapa. Arnar segir gagnrýni af hálfu sakborninga og verjenda eðlilega og ekki við öðru að búast frá þeim. „En við gerum mikinn greinarmun á því þegar einhverj- ir ráðamenn eru farnir að hoppa upp í þann vagn. Sérstaklega þeg- ar fram koma órökstuddar dylgj- ur um að við séum handbendi spilltra stjórnmálamanna í svona stóru og alvarlegu máli. Undir því finnst okkur óþolandi að sitja,“ segir Arnar. „Að sjálfsögðu er mjög slæmt að leggja fram ákæru sem dómar- ar telja gallaða, en verður þó að skoða í því samhengi að saksókn- ari skrifar ákæruna meðvitað á ákveðinn hátt og lætur reyna á fyrir dómi. Þarna eru saksóknar- inn og dómarinn bara ósammála,“ segir hann og telur mikilvægt að bíða úrskurðar Hæstaréttar en þangað verður málinu áfrýjað. „Vandinn felst kannski í að reynt var að gera þremur tegund- um brota skil í einni verknaðar- lýsingu,“ segir hann. Arnar segist ekki geta svarað hvað verði taki Hæstiréttur undir með héraðsdómi. „Saksóknari ákveður það, en ég tel hann nú hafa gefið í skyn, að ákærur verði gefnar út að nýju.“ - óká Kárahnjúkaverkefni Slippstöðvarinnar á Akureyri: Erlendir starfsmenn sendir heim ATVINNA Allir íslenskir starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem unnu við samsetningu á þrýstipípum í aðfallsgöngum Kárahnjúkavirkjunar, eru farnir af virkjunarsvæðinu en þeir voru innan við tíu talsins. Fimmtán pólskir starfsmenn Slippstöðvar- innar við Kárahnjúkavirkjun fara utan einhvern næstu daga. Slippstöðin var undirverktaki DSD Stahlbau GmbH við verkið en í kjölfar greiðslustöðvunar Slippstöðvarinnar sögðu Þjóð- verjarnir samningi sínum við Slippstöðina upp og hyggst félag- ið nota sína eigin starfsmenn til að ljúka verkinu. Sigurður Arnalds, kynningar- stjóri Kárahnjúkavirkjunar, segir að þótt starfsmenn Slippstöðvar- innar hafi lent í byrjunarerfið- leikum við verkið, og loks gengið úr skaftinu í síðustu viku, þá sé verkið enn á tímaáætlun. Skýrist það af því að Fosskraft, sem sá um að grafa aðfallsgöngin, lauk því verki á undan áætlun sem gerði starfsmönnum Slippstöðv- arinnar kleift að hefja vinnu við samsetningu þrýstipípanna fyrr en áætlað var. - kk FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN STARFSMAÐUR SLIPPSTÖÐVARINNAR Allir starfsmenn Slippstöðvarinnar við Kárahnjúka verða sendir heim og störf rúmlega 100 starfsmanna félagsins á Akureyri eru í upplausn eftir að félagið fékk greiðslustöðvun. Lögregla rannsakar mannrán: Stúlku rænt í Laugardal LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort átta ára gamalli stúlku hafi verið rænt skammt frá Laugardalslauginni í gærdag. Stúlkan segir að maður hafi þröngvað henni upp í bíl sinn þar sem hún var að koma úr skólasundi og á leið í Laugarnesskóla. Hann hafi farið með hana í stórmarkað og tekið af henni ljósmyndir á meðan hann lét hana máta föt. Hún segir hann svo hafa látið sig fá nokkur hundruð krónur og keyrt hana í skólann. Móðir stúlkunnar tilkynnti lögreglu um atvikið. Lögregla hefur skoðað myndir úr öryggismyndavélum verslunar- innar án þess að nokkuð grunsam- legt hafi komið í ljós, en áfram er unnið að rannsókn málsins. ■ ARNAR JENSSON AÐSTOÐARYFIRLÖGREGLUÞJÓNN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. LAUGARDALURINN Átta ára stúlka ber að sér hafi verið rænt eftir skólasund í gær. SJÁVARÚTVEGUR STEINBÍTSVEIÐAR BANNAÐAR Sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað veiðar á steinbít á ákveðn- um svæðum á Látragrunni frá og með laugardeginum 24. septem- ber til loka marsmánaðar 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.