Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 10
MÓTI HERFORINGJASTJÓRN Ungur drengur mótmælir á friðsaman hátt herforingja- stjórninni í Myanmar, sem áður hét Burma, í Nýju Delhi á Indlandi í gær. 10 22. september 2005 FIMMTUDAGUR Þreifingar milli stjórnmálaflokka í Þýskalandi um stjórnarmyndun: Græningjar vilja sí›ur hægri stjórn ÞÝSKALAND, AP Valkostunum í stjórnarmyndunarþreifingunum í Þýskalandi virðist fara fækkandi. Einn forsvarsmanna græningja talaði þannig í gær að líkurnar virðast hverfandi á að þeir verði tilkippilegir til að ganga til við- ræðna við kristilega og frjáls- lynda demókrata um myndun rík- isstjórnar þessara þriggja flokka. Reinhard Bütikofer, einn þriggja aðaltalsmanna flokksfor- ystu græningja, sagði í útvarps- viðtali að græningjar hefðu „eng- an áhuga á því að vera hækja fyr- ir þá nýfrjálshyggju- og nýíhalds- stefnu sem meirihluti fékkst ekki fyrir“ í kosningunum síðastliðinn sunnudag, en með því átti hann við að kristilegu flokkunum og frjálslyndum, sem stefndu að rík- isstjórnarsamstarfi, skyldi hafa mistekist að fá skýrt umboð kjós- enda til þess. Hins vegar hafa forsvarsmenn jafnaðarmanna mildað tóninn um möguleikann á samstarfi við aðal- keppinautinn. Franz Müntefering, formaður Jafnaðarmannaflokks Gerhards Schröder kanslara, sagði í gær að hann og Schröder myndu hitta forystumenn kristilegra demókrata í dag, fimmtudag, til að kanna hvort flötur væri á því að flokkarnir gengju til stjórnar- myndunarviðræðna. -aa Segist eiga inni sjö vikna hvíld Unglæknir telur sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítalanum. Yfir hundra› unglæknar eru í málaferlum vegna hvíldartíma. KJARAMÁL Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala - háskólasjúkar- húsi, að sögn Bergþórs Björnsson- ar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir að við- komandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tím- ann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldar- tími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustu- hætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könn- un á vefsíðu sinni þar sem félags- menn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskóla- sjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. „Þess vegna hef ég ekki ná- kvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglækn- ar telja sig eiga inni hjá spítalan- um,“ segir hann. „Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrir- komulagið hefur einnig verið mis- jafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerð- ingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring.“ Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldar- tíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úr- skurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldar- málum unglækna nú segir Berg- þór að eftir að framkvæmda- stjóri lækninga LSH ritaði sviðs- stjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglækn- ar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efn- um. jss@frettabladid.is LÖGREGLUFRÉTTIR ÞJÓFAR STAÐNIR AÐ VERKI Inn- brotsþjófar voru staðnir að verki í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Þeir voru handteknir, færðir í fangageymslur og síðar yfirheyrðir. Málið er enn í rann- sókn. NOTUÐU EKKI ÖRYGGISBELTIN Alls hafa sautján verið sektaðir í Hafnarfirði síðastliðinn sólar- hring fyrir að nota ekki öryggis- belti. Sérstakt átak stendur yfir í Hafnarfirði þar sem athyglinni er beint að öryggi barna í bílum og notkun öryggisbelta. BERGÞÓR BJÖRNSSON Segir verulega breytingu hafa orðið til batnaðar á Landspítala - há- skólasjúkarhúsi hvað varðar lögboðinn hvíldartíma unglækna. LÆKNAR AÐ STÖRFUM Deilt er um rétt unglækna til lögboðins hvíldartíma. Tyrkland og Evrópusambandið: Ver›a a› vi›urkenna a›ild K‡pur a› ESB EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Fulltrúar að- ildarríkja Evrópusambandsins komu sér saman um það í gær að Tyrkir yrðu að viðurkenna ESB- aðild Kýpur á meðan á aðildarvið- ræðum þeirra stendur. Standi Tyrkir ekki við það verða engar viðræður. Frá þessu greindu erindrekar ESB-ríkjanna í gær, en fastafull- trúar þeirra allra sátu á rökstól- um í Brussel til að leita lausnar á þeim hnút, sem neitun Tyrkja á að viðurkenna ríkisstjórn gríska hluta Kýpur hefur valdið og tefur áform um að hefja aðildarviðræð- ur við þá þann 3. október næst- komandi. Togstreitan um það hvernig ESB-ríkin eiga að bregð- ast við þessari afstöðu Tyrkja hef- ur staðið í margar vikur. Kýpurstjórn hefur með þess- um fyrirvara fallist á að standa ekki í vegi fyrir því að viðræður við Tyrki verði hafnar. Búist er við því að þær muni taka að minnsta kosti tíu ár. -aa KÝPUR-TYRKIR UGGANDI Mehmet Ali Talat, forseti Kýpur-Tyrkja, segir Kýpur-Tyrki alls ekki geta fallist á kröfu ESB um að Tyrk- land viðurkenni Kýpurstjórn. M YN D /A P GRÆNINGJAR ÚR LEIK? Reinhard Bütikofer og Claudia Roth, forsvarsmenn græningja, svara spurningum er þau gengu til viðræðna við fulltrúa SPD í Berlín í gær. ASÍA HERMENN MYRTIR AF ÞORPSBÚ- UM Íbúar í þorpi í suðurhluta Taílands myrtu tvo hermenn í gær vegna gruns um aðild þeirra að skotárás úr bíl í þorpinu. Sök- uðu sumir þá um að tilheyra dauðasveitum yfirvalda. Undan- farið eitt og hálft ár hafa 900 fallið þarna í átökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.