Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 10

Fréttablaðið - 22.09.2005, Page 10
MÓTI HERFORINGJASTJÓRN Ungur drengur mótmælir á friðsaman hátt herforingja- stjórninni í Myanmar, sem áður hét Burma, í Nýju Delhi á Indlandi í gær. 10 22. september 2005 FIMMTUDAGUR Þreifingar milli stjórnmálaflokka í Þýskalandi um stjórnarmyndun: Græningjar vilja sí›ur hægri stjórn ÞÝSKALAND, AP Valkostunum í stjórnarmyndunarþreifingunum í Þýskalandi virðist fara fækkandi. Einn forsvarsmanna græningja talaði þannig í gær að líkurnar virðast hverfandi á að þeir verði tilkippilegir til að ganga til við- ræðna við kristilega og frjáls- lynda demókrata um myndun rík- isstjórnar þessara þriggja flokka. Reinhard Bütikofer, einn þriggja aðaltalsmanna flokksfor- ystu græningja, sagði í útvarps- viðtali að græningjar hefðu „eng- an áhuga á því að vera hækja fyr- ir þá nýfrjálshyggju- og nýíhalds- stefnu sem meirihluti fékkst ekki fyrir“ í kosningunum síðastliðinn sunnudag, en með því átti hann við að kristilegu flokkunum og frjálslyndum, sem stefndu að rík- isstjórnarsamstarfi, skyldi hafa mistekist að fá skýrt umboð kjós- enda til þess. Hins vegar hafa forsvarsmenn jafnaðarmanna mildað tóninn um möguleikann á samstarfi við aðal- keppinautinn. Franz Müntefering, formaður Jafnaðarmannaflokks Gerhards Schröder kanslara, sagði í gær að hann og Schröder myndu hitta forystumenn kristilegra demókrata í dag, fimmtudag, til að kanna hvort flötur væri á því að flokkarnir gengju til stjórnar- myndunarviðræðna. -aa Segist eiga inni sjö vikna hvíld Unglæknir telur sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítalanum. Yfir hundra› unglæknar eru í málaferlum vegna hvíldartíma. KJARAMÁL Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala - háskólasjúkar- húsi, að sögn Bergþórs Björnsson- ar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir að við- komandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tím- ann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldar- tími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustu- hætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könn- un á vefsíðu sinni þar sem félags- menn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskóla- sjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. „Þess vegna hef ég ekki ná- kvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglækn- ar telja sig eiga inni hjá spítalan- um,“ segir hann. „Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrir- komulagið hefur einnig verið mis- jafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerð- ingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring.“ Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldar- tíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úr- skurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldar- málum unglækna nú segir Berg- þór að eftir að framkvæmda- stjóri lækninga LSH ritaði sviðs- stjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglækn- ar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efn- um. jss@frettabladid.is LÖGREGLUFRÉTTIR ÞJÓFAR STAÐNIR AÐ VERKI Inn- brotsþjófar voru staðnir að verki í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Þeir voru handteknir, færðir í fangageymslur og síðar yfirheyrðir. Málið er enn í rann- sókn. NOTUÐU EKKI ÖRYGGISBELTIN Alls hafa sautján verið sektaðir í Hafnarfirði síðastliðinn sólar- hring fyrir að nota ekki öryggis- belti. Sérstakt átak stendur yfir í Hafnarfirði þar sem athyglinni er beint að öryggi barna í bílum og notkun öryggisbelta. BERGÞÓR BJÖRNSSON Segir verulega breytingu hafa orðið til batnaðar á Landspítala - há- skólasjúkarhúsi hvað varðar lögboðinn hvíldartíma unglækna. LÆKNAR AÐ STÖRFUM Deilt er um rétt unglækna til lögboðins hvíldartíma. Tyrkland og Evrópusambandið: Ver›a a› vi›urkenna a›ild K‡pur a› ESB EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Fulltrúar að- ildarríkja Evrópusambandsins komu sér saman um það í gær að Tyrkir yrðu að viðurkenna ESB- aðild Kýpur á meðan á aðildarvið- ræðum þeirra stendur. Standi Tyrkir ekki við það verða engar viðræður. Frá þessu greindu erindrekar ESB-ríkjanna í gær, en fastafull- trúar þeirra allra sátu á rökstól- um í Brussel til að leita lausnar á þeim hnút, sem neitun Tyrkja á að viðurkenna ríkisstjórn gríska hluta Kýpur hefur valdið og tefur áform um að hefja aðildarviðræð- ur við þá þann 3. október næst- komandi. Togstreitan um það hvernig ESB-ríkin eiga að bregð- ast við þessari afstöðu Tyrkja hef- ur staðið í margar vikur. Kýpurstjórn hefur með þess- um fyrirvara fallist á að standa ekki í vegi fyrir því að viðræður við Tyrki verði hafnar. Búist er við því að þær muni taka að minnsta kosti tíu ár. -aa KÝPUR-TYRKIR UGGANDI Mehmet Ali Talat, forseti Kýpur-Tyrkja, segir Kýpur-Tyrki alls ekki geta fallist á kröfu ESB um að Tyrk- land viðurkenni Kýpurstjórn. M YN D /A P GRÆNINGJAR ÚR LEIK? Reinhard Bütikofer og Claudia Roth, forsvarsmenn græningja, svara spurningum er þau gengu til viðræðna við fulltrúa SPD í Berlín í gær. ASÍA HERMENN MYRTIR AF ÞORPSBÚ- UM Íbúar í þorpi í suðurhluta Taílands myrtu tvo hermenn í gær vegna gruns um aðild þeirra að skotárás úr bíl í þorpinu. Sök- uðu sumir þá um að tilheyra dauðasveitum yfirvalda. Undan- farið eitt og hálft ár hafa 900 fallið þarna í átökum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.