Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 10
10 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Fyrir okkur hin… ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N AT 2 91 09 1 0/ 05 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi Ramsay í átján mán- aða fangelsi, þar af fimmtán mán- uði skilorðsbundna til þriggja ára, auk þess að greiða 3,3 milljónir í útfararkostnað, skaðabætur, sakar- kostnað og lögmannskostnað. Í aðalmeðferð málsins fyrir rétti sagði Ramsay, sem er þrítug- ur Skoti, afbrýðisemi og ölvun hafa valdið því að hann veitti Dananum höggið, en sá síðarnefndi hafði að sögn Ramsays áreitt konu Ram- says allt kvöldið. Ramsay og kona hans, sem er íslenskur ríkisborg- ari, höfðu farið út að skemmta sér með félögum hans úr knattspyrnu- deild Keflavíkur og eiginkonum þeirra og var þetta í fyrsta sinn sem þau fóru út saman eftir fæð- ingu fatlaðs sonar þeirra sjö mán- uðum fyrr. Tolstrup hóf að áreita konu Ramsays á einu veitingahúsi, svo parið flutti sig yfir á Traffic, en Daninn elti þau þangað og hélt áfram uppteknum hætti. Ramsay sagðist hafa reiðst snögglega eftir að kunningjakona hans benti honum á athæfi Tol- strups. Hann snaraðist að Danan- um og sló hann einu hnefahöggi á hægri kjálka. „Ég varð svo reiður vegna þess að þessi maður vissi að ég var með konunni minni,“ sagði Ramsay niðurlútur við aðalmeðferð máls- ins. Hann virtist mjög miður sín yfir atburðinum og sagði lögreglu að hann hefði aldrei áður lagt hendur á nokkurn mann. Eftir höggið yfirgaf Ramsay staðinn og hélt heim ásamt konu sinni. Hann sagðist hafa verið kominn í skó og verið á leið á lög- reglustöðina til þess að gefa sig fram þegar lögreglan sótti hann. Bæði Tolstrup og Ramsay voru undir áhrifum áfengis þetta kvöld. Tolstrup var í danska flug- hernum. smk@frettabladid.is 18 mánuðir og 3,3 milljónir Knattspyrnumaðurinn Scott Ramsay hlaut dóm í gær fyrir fyrir að bana danska hermanninum Flemming Tolstrup með einu hnefahöggi á veitingastað í Keflavík aðfaranótt 13. nóvember í fyrra. PÓLLAND, AP Samkvæmt niður- stöðum skoðanakannana sem birtar hafa verið í vikunni heldur Donald Tusk, leiðtogi frjálshyggjuflokksins Borgara- vettvangs, allgóðu forskoti á keppinautinn Lech Kaczynski, borgarstjóra Varsjár, fyrir for- setakosningar sem fram fara í Póllandi á sunnudag. Samkvæmt könnun PBS mæl- ist Tusk með 37 prósenta fylgi en Kaczynski, frambjóðandi íhaldsflokksins Laga og réttlæt- is, með 33 prósent. Aðrar kann- anir sýna forskot Tusks allt upp í ellefu prósent. Tusk tjáði blaðamönnum á þriðjudag að hann vildi vinna kosningarnar til að „hindra að Lög og réttlæti fari með öll völd“. Sá flokkur fékk lítið eitt meira fylgi en Borgaravett- vangur Tusks í þingkosning- unum í september. Flokkarnir tveir eru í stjórnarmyndunar- viðræðum en forsætisráðherr- ann mun koma úr röðum Laga og réttlætis. Vinni enginn frambjóðandi hreinan meirihluta á sunnudag- inn verður kosið á milli tveggja efstu þann 23. október. Sá sem vinnur mun taka við af Alexand- er Kwasniewski sem verið hefur forseti í tvö kjörtímabil. - aa DONALD TUSK Nýtur mests fylgis í könn- unum. Forsetakosningar fara fram í Póllandi á sunnudaginn: Tusk heldur forskotinu NOREGUR Maður nokkur tilkynnti um týnda kyrkislöngu í bænum Kongsberg í vikunni og var slökkvilið bæjarins gert út af örkinni til að leita að dýrinu. Þegar slökkviliðsmennirnir fundu loks slönguna áttuðu þeir sig á því að þeir hefðu enga þekkingu á meðferð slíkra kvikinda. Þeir létu það þó ekki aftra sér frá því að hremma snákinn, sem snerist hins vegar til varnar og beit einn slökkviliðsmanninn heiftarlega. Slöngunni var skilað til síns heima og slökkviliðsmaðurinn fékk stífkrampasprautu. ■ Óheppinn brunavörður: Bitinn af kyrkislöngu TÍMAMÓTATE Fáar þjóðir drekka meira te en Bretar en fram til þessa hafa þeir flutt inn allt sitt te. Nú ber hins vegar svo við að terækt er hafin á Cornwall-skaga á Englandi og er víst að þessi teþyrsta þjóð gleðst yfir því. Átján ára stúlka hefur verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að stela fatnaði úr fjórum verslunum í Kringlunni í Reykjavík í vor. Þá var hún í júnílok gripin með rúmt gramm af hassi, en lögreglumenn leituðu á stúlkunni. Stúlkan játaði brot sín fyrir dómi, en hún rauf með brotum sínum skilorð frá því í desember 2003. Stúlkan fékk aftur skilorðsbundinn dóm, að þessu sinni fellur refsing hennar niður haldi hún skilorð í tvö ár. DÓMSMÁL SCOTT RAMSAY Dómur féll í máli Scotts Ramsay í Héraðsdómi Reykjaness í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Makaval kvenna tengt stöðu þeirra Einstæðar mæður giftast eldri og verr menntuðum mönnum en barn- lausar konur. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem náði til meira en hundrað þúsund kvenna í Bandaríkjunum. Rannsóknin stóð yfir í fimmtán ár. Þar kom fram að konur sem áttu börn úr fyrri samböndum voru yfir höfuð mun ólíklegri til að giftast heldur en barnlausar konur. Þær sem það gerðu giftust að jafnaði mun eldri mönnum en þær barnlausu og jafnframt voru mannsefni þeirra með mun lakari menntun. BANDARÍKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.