Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 62
40 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Ekki missa af... ������������������������������������������� ���� �� � �� ������������� �� ������ ���� � ������������������ ���������������� �� �������� ������ ������������� ������� ������� ������������������� ������ ���������� � ����������������� ������ ���������� ��� FRUMSÝNDAR UM HELGINA Mikið úrval mynda verður í kvikmyndahúsunum um helgina. Alþjóðlega kvik- myndahátíðin heldur áfram að rúlla en um helgina verða þrjár ólíkar kvik- myndir frumsýndar. Meðal þeirra er ein sem talin er líkleg til afreka á óskars- verðlaunahátíðinni í mars. Hrollvekjan The Descent segir frá sex vinkonum sem halda í ár- lega ferð upp í Appalachia-fjöll. Árinu áður lenti þessi hópur í hræðilegu slysi en þær ákveða að láta það ekki á sig fá. Hópur- inn ákveður að skoða djúpa hella en þá ríður enn eitt slysið yfir. Skriða lokar fyrir útgönguleiðina og neyðist hópurinn því til að kan- na hellana í von um að þar leynist annar útgangur. Gamanið kárn- ar svo enn frekar því risavaxin skrýmsli hafa tekið sér bólfestu í hellunum. Það er Neil Marshall sem leikstýrir þessari hrollvekju en myndin er stranglega bönnuð innan sextán. Það eru þau Russell Crowe, Renee Zellweger og Paul Giamatti sem fara með aðalhlutverkin í nýj- ustu kvikmynd Ron Howard, Cind- erella Man. Howard er um þessar mundir upptekinn við tökur á Da Vinci Code með Tom Hanks. Á bak við þessa öskubuskusögu er box- arinn Jim Braddock, sem neydd- ist til að láta af hnefaleikum eftir nokkur töp í röð. Þegar kreppan mikla dundi yfir Bandaríkin á þriðja áratug síðustu aldar fékkst Braddock við illa launuð störf til að geta framfleytt konu sinni og þremur börnum. Hann gaf samt drauminn um að stíga aftur í hringinn aldrei upp á bátinn. Það þarf varla að taka það fram að Universal-kvikmyndaverið ásamt Miramax bindur miklar vonir við þessa kvikmynd enda leggur ósk- arslyktina af henni langa leið. Það er líka eilítil óskarslykt af kvikmyndinni Stealth en þetta var næsta verkefni Jamie Foxx eftir að hann fékk styttuna góðu fyrir Ray. Stealth segir frá orrustuflug- vél sem er stjórnað með gervi- greind. Þegar vélin verður fyrir eldingu verður hún stjórnlaus og það er í hendi þriggja orrustu- flugmanna að koma í veg fyrir að stórslys verði sem gæti leitt til næstu heimsstyrjaldar. Auk Foxx fara þau Josh Lucas og Jessica Biel með lykilhlutverk. Leikstjóri myndarinnar er Rob Cohen. Fjölbreytnin í fyrirrúmi JIM BRADDOCK Russell Crowe á mjög líklega eftir að gera tilkall til Óskars frænda ef eitthvað er að marka dóma erlendra miðla um frammistöðu hans í myndinni Cinderella Man. But ritual remains that we must do a series of platonic actions before we can have intercourse. John Nash útskýrir hug sinn fyrir Aliciu á mjög einfald- an og öruggan hátt í kvikmyndinni A Beautiful Mind. Það verður seint sagt um Russell Crowe að hann sé ljúfur á manninn. Hann var á þessu ári handtek- inn fyrir að lemja hótelstarfsmann með síma vegna þess að hann náði ekki sambandi við Ástralíu. Hann baðst afsökunar á atvikinu í þætti Davids Letterman en sagðist svo seinna geta vel hugsað sér að vinna utan Bandaríkjanna. Leikarinn hefur verið sakaður um að vera hrokafullur og leiðinleg- ur í umgengni. Margir vilja meina að velgengnin hafi stigið honum til höfuðs. Aðrir segja að Crowe sé orðin jafnmikil klisja og Oprah Winfrey. Það verður þó ekki horft framhjá því að bandaríska kvikmyndaakademían elskar hann. Þrjár tilnefning- ar og einn Óskar frændi eru sönnun þess. Crowe er fæddur á Nýja-Sjálandi. Ferill hans hófst þegar Crowe var ungur að árum og hann er í raun barnastjarna. Hann fékk tækifærið í kvikmyndinni Romper Stomper sem fjallaði um nýnasista í Melbourne. Eftir það bauðst honum að leika í kúrekamynd Sam Raimi, The Quick and the Dead. Þar með hafði Crowe tekist að brjóta sér leið inn á Ameríku- markað. Eftir velgengni LA Con- fidential lét leikarinn tilleiðast og lék í nokkrum „öruggum“ kvikmynd- um sem náðu þó engri verulegri hylli. Hann hefur hingað til aðallega leikið í óskarsvænum kvikmynd- um, svo sem The Insider, Gladiator, A Beautiful Mind og svona mætti lengi telja. Ef miðað er við gengi Cindarella Man, síðustu myndar hans, ætti það að koma fáum á óvart ef nafn leikarans yrði enn og aftur meðal þeirra sem tilnefndir eru til óskars- verðlauna. Umdeildur skaphundur Bollywood-stjarnan Gulshan Grover hefur staðfest að hann verði næsti óþokkinn í nýju Bond- myndinni, Casino Royale. Þetta þýðir að nú er búið að skipa í öll helstu hlutverk nema aðalhlut- verkið. Kelly Brook verður Bond- stúlkan, Judi Dench leikur M og John Cleese bregður sér í hlutverk Q. Það vantar enn sem fyrr sjálfan James Bond. Grover lýsti þessu yfir í viðtali við tímaritið Times of India. Hann, eins og flestir kvikmyndasér- fræðingar, vissi ekki hver myndi taka hlutverk Bonds að sér en nú er spennan nánast orðin óbæri- leg. „Ég ræddi við framleiðendur myndarinnar og þeir ætla að til- kynna um valið á mér þegar Bond hefur verið ráðinn,“ sagði Grover, sem er einn vinsælasti leikari Ind- lands. Þeir sem nefndir hafa verið til að feta í fótspor Pierce Brosn- an eru Nip/Tuck-leikarinn Julian McMahon og ER-stjarnan Goran Visnjic. Þrátt fyrir að allt útlit sé fyrir að Brosnan muni ekki snúa aftur er Hollywood orðin logandi af orðrómi þess efnis að hann muni klæðast smókinginum á ný. Grover vondi kallinn? The Descent Internet Movie Database 7,6/10 Aðrar síður höfðu ekki gefið mynd- inni dóm Cinderella Man Internet Movie Database 8,0/10 Metacritic 7,1/10 Rottentomatoes Fersk / 84% Stealth Internet Movie Database 4,5/10 Metacritic 2,4/10 Rottentomatoes Rotin/13% Stöðugt bætist við gestalistann á Októberbíófest kvikmyndahátíð- inni sem hefst í lok þessa mánaðars því nú hefur franski leikstjórinn Luc Jacquiet hefur boðað komu sína. Jacquiet er leikstjóri myndar- innar Mörgæsagangan, eða Marche La de l‘empereur eins og hún heitir á frummálinu, en hún hefur óvænt slegið í gegn um allan heim. Hinn 4. nóvember verður hald- in sérstök sýning í Háskólabíó þar sem Jacquiet mun kynna myndina og sitja fyrir svörum að henni lok- inni. Mörgæsagangan er heimildar- mynd sem fjallar um árlegar reisur keisaramörgæsa um Suðurskauts- landið sem hefjast í mars í upphafi fengitíma. Ferðalagið er langt og strangt og mörgæsirnar þurfa að leggja hundruð kílómetra að baki áður en þær komast á leiðarenda og geta fundið sér maka. Jacquiet og kvikmyndatökulið hans lögðu á sig ómælt erfiði til að gera myndina, en aldrei áður hafa kvikmyndagerðarmenn fylgst svo náið með keisaramör- gæsum. Hópurinn dvaldi á Suður- skautslandinu við tökur í rúm- lega ár, í algjörri einangrun frá umheiminum. Jacquiet var svo búinn á líkama á sál þegar heim var komið að hann hófst ekki handa við að klippa myndina fyrr en ári eftir að hann sneri heim. Það verður því án efa stórfróð- legt að heyra hvað hann hefur um gerð myndarinnar að segja á sýningunni. Hann sér eflaust ekki eftir því í dag; Mörgæsagangan hefur farið sigurför um heiminn og í Banda- ríkjunum einum hefur hún halað inn um 600 milljónir króna. Aðeins ein heimildarmynd hefur feng- ið betri aðsókn í Bandaríkjunum hingað til en það er Fahrenheit 9/11 eftir Michael Moore sem kom út í fyrra. Mörgæsaleikstjóri ræðir við áhorfendur MÖRGÆSAGANGAN Jacquiet og tökulið hans dvaldi í rúmt ár á Suðurskauts- landinu og fylgdist með daglegu lífi keisaramörgæsa. JULIAN MCMAHON Þykir enn koma til greina sem næsti James Bond en óvissan í kring- um ráðningu næsta Bonds er að taka aðdáendur kappans á taugum. Charlie and the Chocolate Factory eftir Tim Burton. Með þessari mynd sannar hann enn og aftur að kvikmyndir hans eru eitthvað allt annað en við eigum að venjast frá Hollywood. Honum tekst að búa til umhverfi sem líður seint úr minni áhorfendans og fangar anda bókarinnar með einstökum hætti. Tær snilld þar sem Johnny Depp fer enn og aftur á kostum undir stjórn Burton. RUSSELL CROWE Hefur oftar en ekki látið skapið hlaupa með sig í gönur og hér sést hann leiddur burt í járnum eftir að hafa að lamið mann með síma. bio@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.