Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 6. október 2005 47 Á fyrsta framboðsfundi mínum fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- inga sögðu Björn Bjarnason og Guðrún Ebba Ólafsdóttir fyrir D- lista að mun betra væri að senda bakkamat í skólana en hafa mötu- neyti. Því höfnuðu fundarmenn og Reykjavíkurlistinn fékk umboð til þess í kosningum að setja mötu- neytiseldhús í alla grunnskóla. Ég hef heyrt kennara segja að fyrsta stundin eftir mat sé nú jafn góð til náms og fyrsta stundin að morgn- i til þegar börnin mæta óþreytt. Þetta eina sannfærir mig um að kostnaðurinn sem nemur mörg hundruð milljónum muni skila sér í betri námsafköstum. Við ákváðum einnig að láta fara fram úttekt á eldhúsunum þegar langt var komið með að innleiða þau í skólum. Í skýrslu um málið kom fram að margra bóta var þörf og því var starfsfólki okkar falið að fylgja eftir tillögum sem fram komu. Í samtölum við skólastjóra, kennara og foreldra hefur komið fram að þar sem best tekst til eru skólaeldhúsin góð viðbót við skóla- menninguna, og hafa komið fram óskir um að hver skóli hafi nokkuð sjálfstæði um það hvernig haldið er á málum. Á heimasíðum skól- anna á að vera hægt að sjá matseð- il hverju sinni og því auðvelt fyrir forráðamenn barna að fylgjast með. Í könnun sem ég gerði sjálfur hjá nokkrum skólum kemur í ljós að framboðið er fjölbreytt, mikið af „venjulegum heimilismat“ en vissulega er erfitt að ráða í nær- ingargildi hverrar máltíðar og hve- rsu vel eða illa hún er samsett af ferskmeti eða mikið unnum verk- smiðjumat. Sem leikmaður myndi ég setja spurningarmerki við „pyl- sur með öllu“ í hádeginu, og veit ekki með „ýsunagga“ í samanburði við nýja ýsu. Með fullbúnum mötu- neytum á auðvitað að bjóða upp á ferskmeti að lang stærstum hluta. Menntasvið borgarinnar hefur verið í samskiptum við Lýðheilsu- stöð, en þar er nú unnin úttekt á stöðu þessara mála og verður hún höfð til hliðsjónar við frekari stefnumótun, svo sem hvort þörf er á að endurskoða núverandi handbók um skólamötuneyti og hvernig beri að fylgja málum eftir í samræmi við niðurstöður. Ég hef fylgst með umræðu Breta um ruslmat í skólum og get fullyrt að við erum ekki í neinum slíkum vandræðum sem þeir. En við þurfum örugglega að bæta úr ýmsum þáttum. Því hef ég áhuga á að skólamötuneytin fái öll þá aðstoð sem þörf er á og viðmið til að fara eftir, en eftir sem áður verði sá bragur hafður á í hverjum skóla sem starfsfólk og forráða- menn barna koma sér saman um. Samtímis þessu hef ég sem borg- arfulltrúi rekið mjög á eftir því að innkaup á grunnmat verði boðin út svo að mötuneytin hafi kost á að kaupa inn fyrir lægsta mögu- lega verð hverju sinni. Ég hvet forráðamenn barna til að kynna sér vel matarmenninguna í skóla sínum, og skólastjórnendur til að hafa fullt samráð við foreldraráð- in um þessi mál. Við höfum stigið stórt skref fram á við með því að bjóða upp á hollan mat í skólum á vinnudegi barnanna og eigum að nýta það til fullnustu. Mötuneytin í skólum eru bylting Á laugardaginn, 8. október, ganga Hafnfirðingar að kjörborðinu og kjósa um sameiningu Hafnarfjarð- ar og Vatnsleysustrandarhrepps. Sameining sveitarfélaga er nauð- synleg, ef litið er á hagræðingu slíkrar aðgerðar. En það er ekki nóg að sameinast, ef bæjarbúar njóta ekki góðs af því. Bæjarbúar eiga rétt á því að slík sameining verði þeim til góða með lækkun fasteignaskatta og annarra skyld- ra greiðslna til bæjarfélagsins. Eftir því sem bæjarbúar verða fleiri, þá hlýtur það að skila sér í bæjarsjóð. Þessi sameining er mjög skynsam- leg og gefur bænum mikla mögu- leika landfræðilega séð. Það ættu að opnast gífurlegir möguleikar á fjölgun byggingarlóða fyrir nýja íbúa og fyrirtæki. Hafnarfjörður er fallegur bær og það er nauðsynlegt að stækk- a hann. Vatnsleysuströndin er ósnortin og seiðandi og ef rétt er haldið á málum í bænum í fram- tíðinni og sameiningin verður að veruleika, sér maður fyrir sér að hér verði fallegasta bæjarstæði landsins og mjög mikil eftirspurn eftir búsetu hér. Þetta er vonandi bara byrjunin á meiri sameiningu nálægra bæj- arfélaga. Það á fyrst og fremst að hugsa um bæjarbúa og hvað þeim er fyrir bestu og láta þá sjálfa taka ákvarðanir með kosningu eins og þessari. Þeir eiga jú þennan bæ. Kæru Hafnfirðingar, mætum á kjörstað 8. október og bjóðum íbúa Vatnsleysustrandarhrepps velkomna til Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður – stærri Mér þykir það að vissu leyti leitt að þurfa að halda áfram gagnrýni á ráðningu Þorsteins Pálssonar til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Það er leitt vegna þess að þegar ég hef leitað á náðir Þorsteins vegna rannsókna á nýliðinni sögu og spurt hann um atvik frá stjórnmálaferlinum, þá hefur hann ævinlega tekið manni vel - enda er hann mjög viðkunnan- legur maður sem kom víða við sögu. Það er líka leitt vegna þess að maður hefur viljað trúa þeim orðum ráðamanna að þeir vilji efla rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum, og ég sjálf- ur hef ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum. Svör Sólveigar Pétursdóttur þingforseta við gagnrýni stjórn- ar Sagnfræðingafélags Íslands á þá ákvörðun forsætisnefndar þingsins að fá Þorstein Pálsson til verksins eru hins vegar þess eðlis að nauðsynlegt er að útskýra nánar í hverju gagnrýnin er fólg- in. Í frétt á fréttavefnum Vísi 4. október s.l. er haft eftir Sólveigu að ritun á sögu þingræðis sé ekki á verksviði einnar fræðigreinar „og krefst ekki síður þekkingar í lögfræði og stjórnmálafræði en sagnfræði. Því hafi Þorsteinn, sem sé menntaður lögfræðingur og með sérkunnáttu í stjórnskip- unarrétti, orðið fyrir valinu“. Það er vissulega rétt hjá þing- forseta að saga þingræðis snýst um meira en sagnfræði. Við í stjó- rn Sagnfræðingafélagsins gátum hins vegar ekki verið að álykta fyrir hönd stjórnmálafræðinga, svo dæmi sé tekið, þótt þeir muni ekki koma nálægt ritun þessarar sögu á nokkurn formlegan hátt, og mætti það vera áhyggjuefni fyrir þá fræðastétt. Okkur finnst það ekkert skárra að sagnfræðingar séu sniðgengnir að stjórnmála- fræðingar og stjórnlagafræðing- ar séu það líka. Það mat Sólveigar Pétursdótt- ur að Þorsteinn Pálsson búi yfir „sérkunnáttu í stjórnskipunar- rétti“ er líka rangt, nema hún eigi við langan stjórnmálaferil hans, sendiherrastörf og setu í stjórnar- skrárnefnd. Hvergi annars staðar sér þessarar kunnáttu stað. Við, sem þurfum að sækja um styr- ki til fræðastarfa í samkeppnis- sjóðum, verðum að tíunda fyrri afrek á fræðasviðinu til að eiga von um jákvæðar undirtektir. Við leit í landskerfi bókasafna, Gegni (www.gegnir.is), finnst ekki ein einasta heimild um það að Þor- steinn Pálsson hafi látið að sér kveða í rannsóknum á stjórnskip- unarrétti, nema tínd séu til nokkur hátíðarávörp í ráðherraembætti. Þorsteinn Pálsson getur örugg- lega skrifað lipran texta, sökkt sér í rannsóknir á sögu þingræðis og reynt eftir bestu getu að láta ára- langa þátttöku í forystusveit eins stjórnmálaflokks ekki hafa áhrif á mat sitt og ályktanir. En það er ekki mergur málsins heldur hitt að forsætisnefnd Alþingis er að senda skýr skilaboð til þeirra, sem hafa ákveðið af einlægum áhuga að reyna að gera rannsóknir á sögu og samtíð að ævistarfi sínu. Og munurinn á orðum og efndum ráðamanna er sláandi þessa dag- ana. Í stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi sagði: „Við eigum að líta á útgjöld til menntamála sem fjárfestingu í framtíðinni og rétt eins og aðrir fjárfestar viljum við tryggja að fjárfestingin skili sem mestum árangri“. Utanrík- isráðherra tók í sama streng en fjárfestingin skilar ekki árangri ef hún er ekki nýtt. Orðin eru fögur en efndirnar þær að þegar máli skiptir þykja ráðamönnum á Alþingi lagapróf frá 1974 og skálaræður í ráðherratíð þyngri á metum en áralangt framhaldsnám og viðamiklar rannsóknir. Það sem meira er, það þarf ekki einu sinni að meta það. Höfundur er formaður Sagnfræð- ingafélags Íslands Þingið ræður GUÐNI TH. JÓHANNESSON SKRIFAR UM SÖGU ÞINGRÆÐIS UMRÆÐAN SKÓLAMÖTU- NEYTI STEFÁN JÓN HAFSTEIN FORMAÐUR MENNTAMÁLARÁÐS REYKJAV. UMRÆÐAN SAMEININGAR- KOSNINGAR MAGNÚS ÓLAFSSON SJÁLFSTÆÐISFLOKKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.