Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 64
42 6. október 2005 FIMMTUDAGUR GA RÐ YR KJUF ÉLAG ÍSLANDS 1 8 8 5 Landsþing föstudaginn 7. október kl. 13:30-18:30. Dagskrá: Mæting við garðskálann í Grasagarði Reykjavíkur. Garðurinn skoðaður undir leið- sögn Auðar Jónsdóttur og Ingunnar J. Óskarsdóttur. Síðan farið í rútu og skoðaðir einkagarðar. Kl. 16:00. Fundur í sal KFUM við Holtaveg. Setning. Kristinn H. Þorsteinsson, formaður GÍ. Starfsemi garðyrkjufélags á Skáni. Anna María Pálsdóttir. Sagt verður frá starfinu í Skagafjarðardeild GÍ. Tengsl milli höfuðstöðva og landshlutadeilda. Jóhanna B. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri GÍ. Þinginu lýkur með veitingum og óvæntri uppákomu í rökkrinu. Allir félagar GÍ velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Skráningarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 6. október. Ráðstefna laugardaginn 8. október kl. 10:30-17:00. Dagskrá: Setning. Jóhanna B. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri GÍ. Ávarp. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra. Afi minn garðyrkjumaðurinn. Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur. Gróður til gagns og gleði á miðöldum. Ingólfur Guðnason garðyrkjumaður. Saga matjurtaræktunar. Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur. Gildi matjurtagarðsins. Auður Jónsdóttir garðyrkjumaður. Hádegishlé. Blómskrúðið í görðunum. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður hjá LBHÍ. Umhverfisskynjun. Áhrif umhverfis á vellíðan og heilsu. Anna María Pálsdóttir garðyrkjusérfræðingur og Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt. Þróun heimilisgarða í þéttbýlinu. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. Aðlögun heimilisgarðsins að breyttum fjölskylduhögum. Sigurður Þórðarson, varaformaður GÍ. Plöntur á faraldsfæti. Dóra Jakobsdóttir grasafræðingur. Nýjar trjátegundir í íslenskri garðrækt. Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur. Horft til framtíðar. Kristinn H. Þorsteinsson, formaður GÍ. Móttaka í gróðurskála Grasagarðs Reykjavíkur í boði landbúnaðarráðherra og GÍ. Afhentar verða viðurkenningar í ljóða- og ljósmyndasamkeppni. Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir félaga GÍ og 3.500 kr. fyrir utanfélagsmenn. Tekið er á móti skráningu á skrifstofu Garðyrkjufélagsins í tölvupósti gardurinn@gardurinn.is og í síma 552 7721. Skráningarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 6. október. „Gróður til gagns og gleði“ Landsþing og afmælisráðstefna Garðyrkjufélags Íslands í KFUM húsinu við Holtaveg föstudaginn 7. október og laugardaginn 8. október 2005 Sjálfstæðismaðurinn Júlíus Víf- ill Ingvarsson nefnir spaghetti bolognese sem einn af sínum uppáhaldsréttum. Rétturinn teng- ist dvöl Júlíusar og eiginkonu hans Svanhildar Blöndal á Ítalíu fyrir nokkrum árum þegar Júlíus stundaði þar söngnám við tónlist- arháskólann í Bologna. „Þetta er mjög einfaldur og þægilegur réttur. Hann er holl- ur og það getur hver sem er búið hann til,“ segir Júlíus. „Það er þjóðarsiður á Ítalíu að geta búið til góðan mat og maður fer hvergi á veitingastað öðruvísi en að fá góðan mat. Það sama er ekki hægt að segja um öll lönd. Eftir að við komum heim eimdi enn af þessum áhuga okkar á ítalskri matargerðarlist og þegar konan vill að ég komi heim og mæti á réttum tíma í mat er það nátt- úrlega spaghetti sem er málið,“ segir hann. Að sögn Júlíusar fylgir því ákveðin gleði og stemning að elda ítalskan mat. Reynir hann að setja skemmtilega tónlist á fóninn og jafnvel á hann það til að raula ítalska lagabúta þegar hann býr til spaghetti bolognese, að minnsta kosti þangað til unglingarnir á heimilinu fara að kvarta. „Ítölsk matargerðarlist er ekki einmana- leg. Hún krefst samræðna og þegar við fáum gesti er oft mjög gaman áður en veislan byrjar því þá eru menn að taka þátt í að búa til þennan rétt.“ Júlíus segist oftast ná sér vel á strik í eldhús- inu. „Það er nú einu sinni þannig að allir bestu tenórar heims hafa verið góðir kokkar og það er lág- mark að hafa seinni partinn í lagi,“ segir hann og hlær. Heillaður af ítalskri matargerðarlist Bjórhátíð verður í vínbúðum í október en þá gefst viðskiptavin- um kostur á að nálgast fróðlegan bækling um bjór og bjórgerðir auk þess sem valdar tegundir verða á tilboðsverði. Októbermánuður hefur löngum verið hátíðarmán- uður bjórsins. Októberhátíð hefur verið haldin í Þýskalandi í hundr- uð ára og mörg lönd hafa tekið upp þennan sið og haldið októberhátíð að þýskri fyrirmynd. Því er tilval- ið að setja bjórinn í öndvegi og fræðast betur um þær fjölbreyttu gerðir og úrval sem þessi einn elsti drykkur mannkyns hefur að bjóða. Bjór er líklega jafngamall mann- kynssögunni. Í andrúmsloftinu eru gergró og getur því náttúru- leg gerjun átt sér stað í sætum vökva, sem kemst í snertingu við andrúmsloftið. Bjór er framleidd- ur í flest öllum löndum heims og framleiðsluaðferðirnar eru fjöl- margar. Grunnhráefnið sem notað er í bjór er vatn, malt, humlar og ger. Vatn getur verið mismunandi og er þá talað um hart og mjúkt vatn. Því meira sem steinefnainni- haldið er, þeim mun harðara er vatnið. Drykkjarvatn hér á landi er mjúkt og hentar einkar vel til framleiðslu á lagerbjór. Malt er spírað korn, en þegar talað er um malt, er oftast verið að tala um maltað bygg, sem er algengasta korntegundin. Humall er kl ifurjurt og eru blóm kvenplönt- unnar notuð til bragð- bætis í bjór. H u m l a r i n n i h a l d a náttúrulega rotvörn og auka því geymsluþol bjórsins. Ger er ein- frumungur af sveppaætt. Það nærist á sykrinum og gefur af sér vínanda og koltvísýring, auk sérstaks bragðs og ilms. Önnur hráefni geta verið krydd, ávextir, grænmeti, sykur, hunang, kaffi eða súkkulaði, svo eitthvað sé nefnt. Bjórhátíð í vínbúðum í október Rauðvínin frá Bodega Norton sem byrjað var að flytja inn fyrir um ári síðan hafa slegið í gegn á Íslandi og eru nú orðin söluhæstu vínin frá Argentínu í Vínbúðum. Vínin hafa fengið mjög góða dóma og hefur Þorri Hringsson valið Norton Cabernet Sauvignon sem bestu kaup í Gestgjafanum og Norton Cabernet Sauvignon Reserve sem vín mánaðar- ins. Sigurganga Nort- on heldur áfram því í nýjasta tölublaði Gestgjafans valdi Þorri Norton Mal- bec Reserve bestu kaupin. „Bodegas Norton er ein þeirra víngerða í Argent- ínu sem virðast geta framleitt frábær vín, og yfirleitt á ótrúlega góðu verði,“ segir Þorri í umsögn sinni um Norton Malbec Reserve og bætir við að vínið sé „sérlega gott og vandað á ótrúlega góðu verði.“ Bodegas Norton í Argentínu á sér langa sögu sem eitt af hel- stu víngerðarhús- um Argentínu. Var stofnað árið 1895 af Englendingnum Edmund Norton en hann hafði komið til Argentínu til að gera járnbraut sem tengir Mendoza- svæðið við Chile. Verð í Vínbúðum 1.390 kr. NORTON: Bestu kaupin í Gestgjafanum FR E´ TT A B LA Ð IÐ /V IL H EL M Í ELDHÚSINU Júlíus Vífill Ingvarsson og eiginkona hans Svanhildur Blöndal kunna að elda gott spaghetti bolognese. Spaghettí bolognese að hætti Júlíusar Vífils: Soðið spaghetti. Ólífuolía og salt sett í pottinn. Hakk steikt á pönnu ásamt sveppum. Kryddsósan er elduð sérstaklega þar sem mörg hráefni koma við sögu: Laukur, hvítlaukur, gulrætur, fjórir stilkar af selleríi, ferskt basil, oregano, tómatpúrre, lítil dós af stærri tómötum, kjötkraftur, salt og pipar. Nauðsynlegt er að smakka sósuna vel og vandlega áður en henni er síðan blandað saman við hakkið og sveppina. Mikilvægt er að sósan sé ekki of mikil. Ef sósan er súr er oft gott að bæta hlynsýrópi á pönnuna. Eftir að búið er að blanda öllu saman er saxaðri steinselju stráð yfir réttinn ásamt parmesan osti. Nauðsynlegt er að hafa brauð með réttinum ásamt sódavatni og jafnvel rauðvíni ef menn vilja vera flottir á því. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Mér finnst herfilegt að vera rjúpnalaus á jólum. Ég prófaði í fyrra að vera með hreindýr en það var ekki það sama, þannig að ég get illa verið án jólarjúpunnar. Fyrsta minningin um mat? Það er sennilega þegar afi reyndi að láta mig borða skyrhræring. Það tókst ekki og ég hef ekki lagt í það fyrirbæri síðan. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Það er þessi sami skyrhræringur, en ég tek fram að ég hef ekki gefið honum annað tæki- færi síðan á æskuárunum. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Allar máltíðir sem eru eldaðar úr góðu hráefni og af mikilli alúð og umhyggju er góðar máltíðir. Ég fæ slíkan mat sem betur fer nokkuð oft. Leyndarmál úr eldhússkápunum? Þegar maður er á þönum er kúskús fljótlegra en bæði kartöflur og hrísgrjón. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Rétti þar sem allur maturinn er saman í skál og maður getur legið samankrullaður upp í sófa með teppi yfir sér og borðað beint úr skálinni. Kjöt og grænmeti með miklum krafti sem hefur verið eldað saman í stórum potti í langan tíma. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Mjólk og skyr. Ekkert voðalega sexí. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt tækir þú með þér? Mikilvægast væri að vera með nóg af hrísgrjónum, en að sjálfsögðu myndi ég taka með rjúpu ef ég yrði föst yfir jólin. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Mér finnst fæst skrítið, en ætli það sé ekki lundahjörtu. Þau eru mjög góður matur, steikt með hvítlauk og fleiru. Ég get vel hugsað mér að borða þau aftur. Jólarjúpan verður að vera MATGÆÐINGURINN SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR HJÁ VINSTRI GRÆNUM > sparaðu ekki hvítlaukinn... ...hann er ekki aðeins bragðgóður heldur líka fyrirtaks kveffæla. maturogvin@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.