Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 20
Með fækkun sveitarfélaga og stækkun verða þau í meiri mæli í stakk búin til að taka við fleiri verkefn- um frá ríkinu. Minni sveit- arfélög starfa í byggða- samlögum til að geta sinnt lögbundnum verkefnum. Stór hluti ráðstöfunar- fjár þeirra renna beint til byggðasamlaganna. Kosið verður um sextán samein- ingartillögur í 61 sveitarfélagi á laugardag. 69.144 eru á kjörskrá en íbúar þessara sveitarfélaga eru um 96 þúsund. Ef allar sam- einingartillögurnar verða sam- þykktar, sem verður þó að teljast ólíklegt, fækkar sveitarfélögun- um í 46. Stærsta sveitarfélagið verður áfram Reykjavík en það minnsta Skorradalshreppur þar sem 64 búa. Skorradalshreppur hafnaði sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar í apríl og aftur í byrjun júní. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir Ísland eina landið sem beitir svona lýðræðis- legri aðferð við sameiningu. Í Sví- þjóð og Danmörku fari sameining fram með lagaboði. „Þetta er ferli sem býður upp á lýð- r æ ð i s l e g vinnubrögð. Það eru íbúar sem taka þessa ákvörðun.“ Vil- hjálmur segir tilganginn með sameiningu skýr- an. „Hann er í þeim tilgangi að styrkja og efla sveitarfélögin og sveit- arstjórnarstigið. Það er verið að gera sveitarfélög hæfari til að takast á við núverandi verkefni og hugsanlega fleiri verkefni. Einn- ig mynda sameinuð sveitarfélög heildstætt atvinnu- og þjónustu- svæði.“ Vilhjálmur segir þetta í annað sinn sem farið er í meiri- háttar atkvæðagreiðslu um sam- einingu sveitarfélaga. Sú fyrri var árið 1993, sem hafi haft sín áhrif. „Frá 1990 til dagsins í dag hafa sveitarfélögum fækkað úr 204 í 92, sem er allgóður árangur. Langflest sameiningarverkefni á undanförnum árum hafa tekist vel.“ Vilhjálmur segist ekki hafa áhyggjur af framtíð smærri sveitarfélaga, þar sem sameining verður ekki samþykkt, þrátt fyrir að verkefnum sveitarstjórna geti fjölgað. „Minni sveitarfélög hafa myndað byggðasamlög um rekst- ur, eins og samstarf um rekstur á grunnskólum. Þau munu leysa sín mál áfram með þeim hætti. Það er þeirra að ákveða hvernig því starfi verður háttað.“ Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir sameiningarátak- ið nú komið vegna samþykktar á landsþingi sambandsins árið 2002, þar sem samþykkt var að unnið skyldi að eflingu og styrk- ingu sveitarfélaga með frjálsri sameiningu, í stað þess að sam- eina sveitarfélög með lögum. Stærri sveitarfélög eru frekar í stakk búin að takast á við þær breytingar sem þegar hafa orðið, og fjölgun verkefna sem getur orðið. Það er ljóst að sveitar- stjórnir í stærri sveitarfélögum eru tilbúnari til að taka við fleiri verkefnum og efla sveitarstjórn- arstigið og til þess að slíkt sé hægt þurfa þau að stækka og eflast. „Sveitarstjórnir hér á landi fara með færri verkefni en á hinum Norðurlöndunum. Hér fara sveit- arstjórnir með um 30 prósent af ráðstöfun hins opinbera, en ríkið fer með rétt um 70 prósent. Hlut- fallið er gagnstætt á hinum Norð- urlöndunum. Þar fara sveitarfélög með um 60-70 prósent af ráðstöf- un hins opinbera.“ Þórður bendir á, líkt og Vil- hjálmur, að minni sveitarfélög hafa brugðist við auknum lögbundnum skyldum gagnvart íbúum með því að stofna byggðasamlög og eiga í samvinnu um stærri verkefni. Hins vegar sé það svo að sveit- arstjórnarmenn hafa bent á að aðkoma þeirra og ábyrgð sé minni í slíku samstarfi og stór hluti fjár- magns þeirra sveitarfélaga fari beint til byggðasamlaganna. 18 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Aðildarviðræður Tyrklands við Evrópusam- bandið áttu að hefjast á mánudag, en hóf- ust ekki fyrr en á þriðjudag vegna andmæla stjórnvalda Austurríkis, sem vildu setja frekari skilyrði inn í samningsumboð Evrópusam- bandsins áður en viðræður hófust. Tilgangur þess að setja frekari skilyrði í samningsum- boðið var að gera það erfiðara fyrir sambandið að semja við Tyrki. Af hverju andstaða við inngöngu Tyrklands? Það sem helst hefur verið tínt til gegn inn- göngu Tyrklands í Evrópusambandið er í fyrsta lagi fjöldi Tyrkja, en þeir eru um 72 milljónir. Þótt Tyrkir gengju í Evrópusambandið yrðu Þjóðverjar enn fjölmennasta ríki þess. Tyrk- land yrði hins vegar næstfjölmennasta ríkið. Samkvæmt mannfjöldaspám yrði Tyrkland þó enn fjölmennara en Þýskaland eftir einung- is fimmtán ár. Því er spáð að þá verði Tyrkir komnir yfir áttatíu milljónir, en fjöldi Þjóðverja dragist eitthvað saman. Hvað annað en fjöldinn? Fjöldinn er í sjálfu sér ekki ógn við núver- andi íbúa Evrópusambandsins ef ekki kæmi fleira til. Sérstaklega er litið til þess að Tyrk- land sé of fátækt ríki, miðað við fólksfjölda. Nógu erfitt hafi verið fyrir sambandið að hafa fengið inn fyrir sínar raðir Pólland, sem bæði er fjölmennt og fátækt. Þegar Pólland gekk í sambandið spruttu upp miklar deilur um framtíð landbúnaðarþjóða sambandsins og krafa um endurskipulagningu, þar sem pólskir bændur myndu tæma þá sjóði á fáum árum. Ef færa ætti landbúnað í Anatólíu á sama stig og í sveitahéruðum Frakklands yrði það einnig mjög dýrt fyrir Evrópusambandið. Mikill þróunarmunur er innan Tyrklands, og er höfuðborgin Istanbul á allt öðru þróunar- stigi en sveitir landsins. En trúarbrögðin? Þriðja atriðið sem Evrópubúar hafa tínt til sem ástæðu fyrir því að hefta inngang Tyrkja í Evrópusambandið er að meginhluti Tyrkja er súnnímúslimar. Samkvæmt stjórnarskrá Tyrk- lands er reyndar aðskilnaður ríkis og kirkju og er hvergi annars staðar í íslömsku ríki eins ströng skilin þarna á milli. Um það verður þó varla deilt, eftir deilur innan Evrópusam- bandsins um hlutverk kristni í stjórnarskrá, að það að Tyrkland skuli ekki vera kristið land skiptir máli. FBL GREINING: TYRKLAND OG VIÐRÆÐUR VIÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ Of margir fátækir múslimar ÝSUSPRENGJA Í DAG ÝSUFLÖK 499 kr kg ÍSLENSKAR STÓRAR RÆKJUR AÐEINS 990 kr kg Fleiri verkefni og flóknari stjórnsýsla BÚFERLAFLUTNINGAR Á ÁRINU Heimild: Hagstofa Íslands Áhyggjur foreldra og yfirvalda af breyttum viðhorfum unglinga til kynlífs fara sívaxandi og er land- læknisembættið að taka á málun- um. Það hefur stofnað samvinnu- hóp sem á að kynna unglingum gangkvæma virðingu í kynlífi því óttast er að unglingar líti á kynlíf sem skiptimynt. Telur þú áhyggjur foreldra of miklar? Nei, það er eðlilegt að hafa áhyggj- ur af því að einhverjir unglingar líti á kynlíf sem skiptimynt en við megum samt ekki ætla öllum það. Meirihlutinn lítur alls ekki á kynlíf sem skiptimynt. Hann ber mikla virðingu fyrir öðrum en stór hluti þeirra er ekki farinn að stunda kynlíf við sextán ára aldur. Þó er ákveðinn hópur sem vissulega ber að hafa áhyggjur af. Er samt rétt að kynna þeim hvern- ig beri að líta á kynlíf? Mín skoðun er sú að við eigum ekki að færa þeim upplýsingar um óeðli- lega eða óæskilega hegðun án þess að spurningarnar hafi vaknað hjá þeim. Þá getum við verið að kveikja upp hugmyndir sem voru ekki til staðar. Ég óttast oft að það sem við að gera með of mikilli umræðu um neikvæða hegðun. Telur þú að umræða um kynlífs- væðinguna ýti undir kynlíf meðal unglinga? Hún getur í það minnsta komið inn þeim hugmyndum að þetta sé ein leiðin til þa ð fá eitthvað í gegn. SPURT OG SVARAÐ KYNLÍF UNGLINGA JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR Áhyggjurnar eðlilegar fréttir og fróðleikur 5. 35 0 4. 82 0 56 .6 99 Fluttu innanlands Fluttu til landsins Fluttu frá landinu FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.