Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 18
16 6. október 2005 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Tékkneskur gullmoli Tékkneska byggið er einstakt í Evrópu og oft nefnt tékkneska gullið. Það leggur grunninn að hinu kjarnmikla bragði og gullna lit sem hefur gert Budweiser Budvar að heimsfrægri gæðavöru. Kornið sem fyllir mælinn! LÉ TT Ö L Garðar Thór Cortes óperusöngvari er staddur í Noregi um þessar mundir að syngja hlutverk hertogans í óper- unni Rigoletto eftir Verdi. „Hún er sungin á norsku,“ segir Garðar, sem finnst það svolítið snúið. „Maður þarf að bera jeg og deg rétt fram svo það hljómi ekki eins og danska,“ segir hann kíminn. Garðar ferðast töluvert um heim- inn vegna starfs síns en er búsettur á Íslandi. „Það er auðvitað draum- urinn,“ segir Garðar um það að geta verið óperusöngvari í fullu starfi á Íslandi. Hins vegar sé sá draumur fjar- stæðukenndur enn sem komið er. Garðari finnst leiðinlegt að vera að heiman en segist þó ekki geta kvartað núna þar sem hann verður eingöngu í burtu í fimm vikur. „Unn- usta mín kom til Oslóar um daginn og það stytti dvölina alveg heilmikið,“ segir Garðar, sem ætlar að gefa út geisladisk í nóvember með klassískri popptónlist. Eftir það hefjast æfing- ar á Öskubusku sem verður sýnd í Íslensku óperunni í vetur. „Þá fæ ég að vera á Íslandi og ég er svo feginn,“ segir Garðar og finnst alger forrétt- indi að fá að koma heim í kvöldmat. Garðar átti ekki mikið sumarfrí en gat þó slakað aðeins á í ágúst. Mestur frítími hans fer þó samt sem áður í að undirbúa næstu hlutverk. „Reynd- ar fórum við tvö til Parísar og þá náði ég að syngja ekki í fimm daga og það var ægilega mikill lúxus,“ segir hann hlæjandi. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: GARÐAR THÓR CORTES ÓPERUSÖNGVARI Syngur Rigoletto á norsku Einmitt „Ég er að gera mér þá hug- mynd að nú hilli undir lokin á þessari rannsókn.“ Jón H.B. Snorrason saksóknari í Fréttablaðinu um lögreglurannsóknina á samráði olíufélaganna. Þá vitum við það „Ég er með mjög mjóar og grannar hásinar.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar- stjóri um eigin hásinar í Morgunblaðinu en hásin hægri fótar hennar skarst þegar hún missti kjötsax á hana á dögunum. Einbeitingin skein úr andlit- um þátttakenda í keppninni um titilinn Sterkasti fatlaði maður heims sem haldin var á dögunum. Íþróttafélag fatlaðra stóð að keppninni og fór hún nú fram í þriðja sinn. „Þetta gekk ótrúlega vel,“ segir Arnar Már Jónsson, aflraunamað- ur og þjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra. Hann skipulagði mótið ásamt Magnúsi Ver Magnússyni, sem eitt sinn var sterkasti maður heims. Keppendur tóku vel á því og náðu gríðarlega góðum árangri að sögn Arnars. Sem dæmi má nefna að Hörður Arnarsson, sigurvegari í flokki standandi, lyfti 120 kílóa steini upp á tunnu. Menn ættu ekki að reyna það heima hjá sér! Sigurvegari í samanlögðu, það er í flokkum standandi og í hjóla- stólum, varð Finninn Pahvo Jau- hojarvi og varði hann titil sinn frá í fyrra. Að keppni lokinni gerðu menn sér glaðan dag á Fjörukránni, ræddu frammistöðuna og brýndu sig fyrir næsta mót sem haldið verður að ári. Ógurleg átök og gríðarleg gleði ÁNÆGÐIR Í MÓTSLOK Keppendur og aðstandendur voru himinlifandi að móti loknu. HLAÐINN VERÐLAUNUM Sigurvegararnir voru hlaðnir verðlaunum.KOMA SVO Steinarnir voru ekki teknir neinum vettlingatökum. ÞÚ SKALT UPP! Átökin voru ógurleg þegar keppt var um titilinn Sterkasti fatlaði maður heims um helgina. „Allir niðurskurðir til öryrkja eru af hinu slæma,“ segir Eydís Anna Björnsdóttir fatahönnuður um þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að fella niður bensínstyrki til öryrkja. Kveðið er á um þann gjörning í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á mánudag. Eydís Anna veit sem er að bætur öryrkja eru ekki háar og er þeirrar skoðunar að rétt sé að reyna að létta þeim lífið með fjárhagsaðstoð á borð við bensínstyrk. Hún vonar jafnframt að ríkisstjórnin hverfi frá þessari fyrirætlan sinni svo öryrkjar geti áfram notið bensínstyrkjarins. EYDÍS ANNA BJÖRNSDÓTTIR SJÓNARHÓLL ■ BENSÍNSTYRKUR ÖRYRKJA FELLDUR NIÐUR Slæmt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.