Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 46
18 SMÁAUGLÝSINGAR 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Sýslumaðurinn í Keflavík Hjá Sýslumanninum í Keflavík er laust starf löglærðs fulltrúa. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf frá og með 1.nóvember 2005 eða eftir samkomulagi. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um menntun og fyrri störf. Afrit prófskírteina skulu fylgja umsókn. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum, en óskast sendar Sýslumanninum í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík. • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og Stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu • Umsóknarfrestur er til 15 . október 2005 • Reyklaus vinnustaður Nánari upplýsingar veita Jón Eysteinsson, sýslumaður í síma 420-2428 eða Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns í s. 420-2436. Sýslumaðurinn í Keflavík 21. september 2005 Jón Eysteinsson, sýslumaður Leikskólarnir Fossakot og Korpukot Óskum eftir deildarstjóra, leikskólakennurum og leiðbeinendum sem fyrst til starfa. Skemmtileg vinnuaðstaða í vel búnum leikskólum þar sem unnið er með mikilvægasta fólki í heimi. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu í síma 577-1900 eða sendi tölvupóst á skrifstofa@alla.is Fossakot Korpukot Fossaleyni Fossaleyni 12 Menntasvið STÖRF Í LEIKSKÓLA REYKJAVÍKURBORGAR Vilt þú taka þátt í framþróun í leikskólastarfi Leikskólinn Laufskálar er fjögurra deilda leikskóli sem er staðsettur í Laufrima 9. Hugmyndafræðin sem er lögð til grund- vallar uppeldisstarfinu er John Dewvey og Reggío, þar sem lagt er upp úr opnum efnivið og skapandi hugsun. Nú í haust var byrjað að þróa nýtt náms- efni um tilfinningaleikni þar sem áhersla er lögð á að hlusta á barnið og virða tilfinningar þess. Óskað er eftir leikskólakennurum í sterkan starfsmannhóp til að þróa með okkur starfið. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði í starfi • Jákvæðni og áhugasemi • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Ef ekki fást leikskólakennarar til starfa verða ráðnir starfsmenn með aðra háskólamenntun eða reynslu á sviði uppeldis og kennslu. Upplýsingar um starfið veitir Halldóra Pétursdóttir leikskólastjóri í síma 587-1140. laufskalar@leikskolar.is. Störfin eru laus til umsóknar. Einnig veitir starfsmannaþjónusta Menntasviðs upplýsingar í síma 411-7000. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar- félög. Umsóknareyðublað er hægt að fá í leikskólanum eða á heimasíðunni www.leikskolar.is STARF Í GRUNNSKÓLA REYKJAVÍKURBORGAR Aðstoðarskólastjóri Álftamýrarskóla Laus er staða aðstoðarskólastjóra við Álftamýrarskóla frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2006. Álftamýrarskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1. - 10. bekk. Nemendur í skólanum eru rúmlega 340. Í Álftamýrarskóla er m.a. stefnt að því • að góður og jákvæður andi ríki milli nemenda og starfsfólks. • að efla einstaklingsmiðað nám með áherslu á fjölbreytt námstækifæri • að auka ábyrgð nemenda á eigin námi og námsumhverfi • að efla foreldrasamstarf • að kennarar vinni saman, bæði við undirbúning kennslu og við þróun skólastarfsins. Leitað er að umsækjendum sem hafa: • Kennaramenntun og kennslureynslu, einkum á unglingastigi • Stjórnunarhæfileika og reynslu af stjórnun • Lipurð í mannlegum samskiptum • Metnað í starfi og áhuga á skólaþróun framhaldsmenntun, t.d. á sviði stjórn- unar Reykjavíkurborg leggur áherslu á þróun skóla í átt til einstaklingsmiðaðs náms, samvinnu nemenda og skóla án aðgrein- ingar. Auk þess er lögð áhersla á að styrkja tengsl skóla við grenndar- samfélagið. Upplýsingar um starfið gefa Steinunn Ármannsdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, símar 570 8100 og 664 8110, netfang: steinunn@alfto.is, Brynhildur Ólafsdóttir 570 8100 og 664 8111, netfang brynhildur@alfto.is. Einnig veitir starfs- mannaþjónusta Menntasviðs upplýsingar í síma 411 7000. Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám og störf auk annarra gagna sem málið varðar. Umsóknarfrestur er til 24.okt. 2005. Umsóknir sendist í Álftamýrarskóla Reykjavík. Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Frekari upplýsingar um Álftamýrarskóla er að finna á heimasíðu skólans http://www.alftamyrarskoli.is Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leikskóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leikskólastarfs, undir- búningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. Áhugaverð störf í boði Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Karon heildverslun óskar eftir starfskrafti við ýmis tilfallandi störf. Vinnutími að jafnaði 9:00 til 14:00. Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum og hafa bíl til umráða. Umsóknir með mynd sendist fyrir 7.oktober á dogg@karon.is www.karon.is Styrktarfélag vangefinna Dagvistunin Lyngás óskar eftir starfsmanni í eldhús. Um er að ræða 85-90% starf í dagvinnu. Matreitt er fyrir um 50 manns. Lyngás er sérhæft dagheimili, staðsett í Safamýri 5 og er opið frá 8.00-16.30 á virkum dögum. Þangað sækja börn og ung- lingar á aldrinum 1-18 ára þjónustu. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Allar nánari upplýsingar veita Birna Björnsdóttir og Hrefna Þórarinsdóttir í síma 553-8228 alla virka daga. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Eflingar. Hægt er að nálgast upplýsingar um Styrktarfélagið á heimasíðu þess http://www.styrktarfelag.is Starfsfólk á næturvaktir Starfsfólk óskast í aðhlynningu á næturvaktir. Einnig óskum við eftir starfsmönnum á morgun- og kvöldvaktir í aðhlynningu. Starfshlutfall samkvæmt samkomulagi. Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn, en geta einnig kynnt sér starfsemi Grundar á heimasíðu Grundar sem er www.grund.is þar sem jafnframt er hægt að sækja um störf. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 530-6100 virka daga. Víkurbraut 46, Sími 426 771 Fax 426 7712 www.es.is Eignamiðlun Suðurnesja Sigurður V. Ragnarsson, löggiltur fasteignasali Snjólaug Jako sölumað HEIÐARGIL 2, KEFLAVÍK Sérlega vandað og glæsilegt einbýlishús á mjög góðum stað. Húsið, sem er teiknað af Kjartani Sveinssyni, skiptist þannig að á efri hæð eru 3 svefnherbergi, stofa, borð- stofa, hol, eldhús og tvö bað- herbergi. Á neðri hæð eru tvö herbergi, stórt hol, geymsla og baðherbergi auk 40 ferm. bílskúrs. Í eldhúsi er ný innrétting, mjög glæsileg, baðherbergi eru þrjú. Öll baðherbergi í húsinu voru tekin í gegn og endurnýjuð fyrir fjórum árum. Á gólfum í herbergjum og stofu er parket en flísar á forstofu, eldhúsi og holi á neðri hæð hússins. Sér inngangur er á neðri hæð og innangengt er í bílskúr. Fataskápar eru í forstofu og öllum svefnherbergjum. Stór afgirtur sólpallur með heitum potti. Lóð er ræktuð og mjög gróin. Glæsilegt útsýni yfir bæinn og Faxaflóann. Verð 46.000.000.- VALLARGATA 6, KEFLAVÍK Þetta er einbýlishús á tveimur hæðum, sem skiptist í stofu, sjónvarpshol og 5 rúmgóð svefnherbergi. Í eldhúsi er innrétting spónlögð, sérlega vönduð, granít á milli skápa, á borðplötum og á gólfum. Á baði er innrétting, veggir og gólf klætt með marmara, nuddbaðkar, á nh er einnig baðherbergi með sturtu. Þvottaherbergi er rúmgott með innréttingu, einnig er herbergi inn af þvotta- herbergi. Skápar eru í forstofu, holi og hjónaherbergi. Sérlega vönduð og skemmtileg eign, hannað af Finni Fróðasyni arkitekt. Húsið var allt endur- byggt 1991 en þá var ma. húsið einangrað og klætt að utan, skipt um alla glugga og gler og útihurðar, einnig var skipt um allar lagnir. Þá var húsið ein- nig innréttað að innan, á gólfum í stofum og herbergjum er parket. Innkeyrsla er hellulögð með snjóbræðslukerfi. Lóðin er girt og grasilögð. Svalir í suð- vestur. Bílskúrinn var byggður 2002 og er 66 fm. Húsið er á eignalóð. Verð 38.000.000.- LYNGMÓI 18, NJARÐVÍK Mjög glæsilegt einbýlishús á einni hæð, innst í botnlanga- götu. Húsið skiptist í samliggj- andi stofur, þrjú góð svefnher- bergi, eldhús, tvö baðherbergi, þvottahús og stóran bílskúr. Í eldhúsi er innrétting, flísar á gólfi, ofn, helluborð og vifta. Fataskápar eru í hjónaherbergi og öðru barnaherbergi. Hurðir eru hvítlakkaðar. Á baði er innrétting, flísar á gólfi, baðkar og sturta. Mjög snyrtileg og skemmtileg eign á góðum stað. Lóð er girt og ræktuð og góður sólpallur með heitum potti. Bílskúr er tæpir 50 fermetrar. Verð 31.500.000.-Sta BLIKABRAUT 1, KEFLAVÍK Mjög skemmtilegt og vel staðsett parhús á frábærum stað, sem skiptist í stofu, borðstofu, hol, 2 baðher- bergi, þvottaherbergi og 5 svefnherbergi. Bílskúr (28 ferm.) er fullgerður og undir honum er stórt (ca. 25 ferm.) herbergi. Innihurðir eru spón- lagðar. Parket á stofu, plast- parket á öllum herbergjum. Í baðherb. eru veggir og gólf flísalagt, baðkar. Nýjir skápar eru í 3 barnaherb, spónlagðir. Einnig er skápur í hjónaherb. og í forstofu á neðri hæð. Í eldhúsi er ný innrétting - mjög falleg, nýr Siemens ofn og helluborð, flísar á gólfi. Nýtt járn er á þaki bæði á íbúðarhúsi og bílskúr. Forhitari er á hitaveitukerfi. Pallur er á lóð. Lóð er grasilögð og girt. Svalir í suð-vestur. Mjög skemmtileg og rúmgóð eign. Frábær staður. Verð 23.000.000.- Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbæ Sími 421-1700 Víkurbraut 46 Grindavík Sími 426 7711 www.es.is Allt 44-46 (18-20) rað 5.10.2005 17:10 Page 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.