Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 36
[ ] Full búð af glæsilegum haustfatnaði Frábær verð Tískuvöruverslun Glæsibæ Sími 588 4848 Mikið úrval af bolum úr ull/silki og ull/bómull Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 Opið laugardaga 11:00-14:00 Grímsbæ við Bústaðarveg • Ármúla 15 • Hafnarstræti 106 600 Akureyri Sími 588 8050, 588 8488, 462 4010 Email: smartgina@simnet.is Erum að taka upp helling af nýjum vörum �������������� ����������� ������ �������������� ������������������ ����������� ������������������ Íslensk ull og prjónaskapur hefur verið helsta viðfangsefni Védísar Jónsdóttur í fimmtán ár. Hún er höfundur allra upp- skriftanna í nýrri prjónabók Ístex sem heitir einfaldlega Lopi. Eins og nærri má geta er allt fu- llt af prufum og prjónagarni hei- ma hjá Védísi en geislaspilarinn er heldur ekki langt undan. „Ég hlusta oft á tónlist þegar ég er að búa eitthvað til og þá gjarnan á sama diskinn meðan ég er í sama verkefninu. Þá myndast eins og einhver þráður þó svo að hann rofni þegar verkið er fullmót- að,“ segir hún brosandi. Segir til dæmis lagið Fönn, fönn, fönn hafa orðið kveikju að einni peysunni í nýju Ístexbókinni, ásamt stórum snjóflyksum fyrir utan gluggann. „Stundum finnst mér líka gott að hlusta á einhver stórbrotin klass- ísk verk til að lyfta mér upp úr smáatriðunum og horfa á heild- ina,“ segir hún brosandi. Védís lærði almenna fata- hönnun í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn sem nú heitir Danmarks Designskole. Þegar hún kom heim hóf hún að vinn- a fyrir Álafoss sem framleiddi prjónavoðir sem síðan voru sniðn- ar niður í flíkur. „Handprjónið er auðvitað öðruvísi því þar er mað- ur að forma flíkina um leið og hún er prjónuð,“ segir Védís. Hennar vinna er þó fyrst og fremst að ha- nna flíkur og finna út stærðirnar og hún kveðst leggja sig fram við að hafa uppskriftirnar aðgengi- legar. „Það eru svo margar ungar manneskjur að byrja að prjóna og flíkurnar í nýju bókinni eru flest- ar fljótlegar,“ segir hún. Védís blandar líka litina í lop- anum og kveðst fá hugmyndir að þeim úr öllum áttum. „Nýjungin hjá okkur núna eru samkembdir litir þannig að lopinn verður yrj- óttur. Þá prófar maður sig áfram með einhver hlutföll af þessum og hinum litnum þar til náðst hefur það sem maður vill. Síðan er lop- inn seldur í búðirnar,“ segir hún og nefnir Handprjónasamband- ið, Rammagerðina, Hagkaup og flestar hannyrðaverslanir. Nú er hún að útbúa nýtt litakort fyrir plötulopann. „Ég sagði bara þegar ég fékk það verkefni: „Guði sé lof að Sigur Rós er komin með nýjan disk,“,“ segir hönnuðurinn Védís hlæjandi að lokum. gun@frettabladid.is Nýi yrjótti lopinn er uppistaðan í þessari peysu með áttblaðarósunum. Tónlistin og ullin tvinnast saman Prjónapilsin eru komin í tísku og passa vel við gallajakka. Húfan er hlýleg og ekki má dúskana vanta á trefilinn. Védís kann vel við sig innan um prjóna, lopa og prufur. eru ekki í tísku. Það er samt alltaf svolítið svalt að vera í þeim. Sérstaklega á Íslandi á veturna. Hawaii-skyrtur Rachel Weisz er nýtt andlit Burberry ilmvatnsins. Leikkonan Rachel Weisz hefur tekið við af Kate Moss sem andlit Burberry-ilmvatnsins. Hermt er að aðstandendur Burberrys hafi haft samband við leikkonuna eftir að þeir riftu öllum samningum við ofurfyrirsætuna Kate Moss. Þetta er einn af mörgum samingum sem Kate Moss missir í kjölfar þess að myndir af henni sniffandi kókaín birtust í breskum blöðum. Rachel Weisz þykir ægifögur og aðdáendur hennar mega nú eiga von á því að sjá henni breg- ða fyrir í auglýsingum fyrir Bur- berry ilmvötn. Tekur við af Kate Moss Rachel Weis er einna þekkt- ust fyrir leik sinn í kvikmynd- inni About a Boy. Heather reið NOKKRAR FRÆGAR OFURFYRIR- SÆTUR HAFA TEKIÐ AÐ SÉR AÐ SÝNA LOÐFELDI Á TÍSKUSÝNING- UM ÞRÁTT FYRIR FYRRI YFIRLÝS- INGAR UM AÐ GERA ÞAÐ EKKI. Heather Mills McCartney, eigin- koma Pauls McCartney, er mikill dýraverndunarsinni. Nú hefur hún sakað ofurfyrirsæturnar Lindu Evangelista, Cindy Crawford og Naomi Campbell um að selja sálu sína í hendur loðfeldaframleiðenda. Heather varð ævareið þegar hún komst að því að fyrirsæturnar höf- ðu allar sýnt alvöru loðskinnsvörur á sýningarpöllunum eftir að hafa áður tekið þátt í herferðum gegn loðdýrarækt. Heather starfaði áður sem fyrirsæta og í dag vinnur hún náið með PETA samtökunum sem berjast gegn misnotkun á dýrum. M YN D /G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.