Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 28
Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar grein í Fréttablaðið sl. fimmtudag þar sem hann segir að fólkið í landinu þurfi að vita hverj- um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari hafi svarið inn- múraða og ófrávíkjanlega tryggð. Hér sé mikið í húfi. „Hvernig getur nokkur maður setið deginum lengur á dómara- stóli í Hæstarétti, ef „tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg“?“ spyr prófessor- inn og vitnar í tölvubréf ritstjóra Morgunblaðsins. Ég get reynt að upplýsa fólkið í landinu um það. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur fyrst og fremst verið trúr sann- færingu sinni og lífsskoðun. Þetta þekkja allir sem hafa fylgst með störfum Jóns Steinars og þátttöku í opinberri umræðu undanfarna ára- tugi. Þetta þekki ég af eigin reyns- lu þegar ég naut lögfræðiaðstoðar hans fyrir nokkrum árum. Jón Steinar hefur sagt að laga- reglur eigi ekki að fara í mann- greinarálit og sömu reglur eigi að gilda um heiðursmenn og skúrka. Hann tekur því afstöðu til mála á grundvelli efnis þeirra en ekki geðþótta eða vilja annarra. Það er meðal þess sem gerir hann að góðum hæstaréttardómara. Fráleitt er að halda því fram að Jón Steinar sé ekki sjálfstæður í dómastörfum sínum þrátt fyrir að þekkja Davíð Oddsson, sem marg- ir segja að sé ónefndi maðurinn í bréfi ritstjórans. Öll höfum við bundist einhverjum tryggðar- böndum á lífsleiðinni, Jón Steinar jafnt sem aðrir. En það gerir okkur ekki vanhæfa til að sinna vinnunni okkar. Dómarar fjalla ekki um mál sem tengist þeim á einhvern hátt. Og þótt Jón Steinar þekki Davíð er hann ekki sammála honum í öllum málum. Hann hefur óhrædd- ur talað um það opinberlega. Davíð talaði fyrir lögum á fjölmiðla, Jón Steinar á móti. Þeir voru ósam- mála um fæðingarorlofslögin og eins hvernig best væri að taka á fíkniefnavandanum svo dæmi séu tekin. Líklega eru þeir samt oftar sam- mála enda sýnist mér þeir deila sömu lífsskoðun. Það breytir samt í engu hvernig Jón Steinar sinnir starfi sínu sem hæstaréttardómari. Að fenginni reynslu treysti ég því að hann fari þar eftir þeirri sann- færingu sinni að lagareglur eigi ekki að fara í manngreinarálit. 26 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Ófrávíkjanleg tryggð Ríkisstjórnin hóf sem kunnugt er feril sinn á því að svíkja samn- ing sinn við öryrkja frá því fyrir kosningar. Umsamdar kjarabæt- ur voru vanefndar um hálfan milljarð. Sama haust þrengdi hún mjög möguleika fólks á styrkjum til bifreiðakaupa, með því að gera því að eiga bíla sína lengur. Um leið sóttu þó ráðherrarnir sérstaka aukafjárveitingu til að geta endur- nýjað eigin bílaflota hraðar. Lítið aðhald hefur verið í ríkisfjármál- um að öðru leyti, en taum- lítil útgjalda- þensla á flest- um sviðum. Í nýju fjárlaga- frumvarpi er þó að finna tvo liði sem sparað er í og krefjast lagabreytinga. Ann- arsvegar áframhaldandi skerðing vaxtabóta, en hinsvegar niðurfell- ing bensínstyrks til hreyfihaml- aðra! Hefði hann að óbreyttu orðið 720 milljónir króna, en sagt er að nota eigi 393 milljónir af því til að auka sk. tekjutryggingarauka um allt að rúmum 4 þúsund krónum á mánuði. Er það þó aðeins til að mæta að nokkru misgengi milli þróunar launa annarsvegar og grunnlífeyris, tekjutryggingar og tekjutryggingarauka lífeyrisþega og því í raun um hreinan niður- skurð að ræða. Að ekki sé minnst á hinar auknu skattaálögur sem stjórnin hefur lagt á lífeyrisþega með því að halda niðri persónu- afslætti. Fjármálaráðherra fer um og státar sig af ótrúlega sterkri stöðu ríkissjóðs. Ef svo er hversvegna eru mennn þá að spara 720 millj- ónir á hreyfihömluðum. Ekki er það af því að bensínskattarnir skili svo litlu í ár, þvert á móti. Upphaflega hugmyndin með bif- reiðakaupum og bensínstyrkjum til hreyfihamlaðra var hugsjónin um eitt samfélag fyrir alla. Þeir voru ætlaðir hreyfihömluðum sem hvatning til þátttöku í atvinnulífi og samfélaginu almennt. Þann stuðning afnema þeir nú og undr- ast um leið að dragi úr atvinnu- þátttöku fatlaðra og bótaþegum fjölgi. Fyrir þessu er ekki pólit- ískur vilji á Íslandi og óskandi að Alþingi Íslendinga hafi þá sjálfs- virðingu að hafna aðförinni. Enda getur staða ríkissjóðs ekki verið sterk þurfi hann að taka af hreyfi- hömluðum það sem þá munar svo mjög um, en ríkissjóð litlu. Höfundur er alþingismaður Sam- fylkingar í Reykjavík. Aðhaldsaðgeðir á hreyfihömluðum UMRÆÐAN ÞORVALDI GYLFA- SYNI SVARAÐ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON BLAÐAMAÐUR HELGI HJÖRVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.