Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 6. október 2005 35 Hvert sem litið er svífur andi hippaáranna yfir tískunni í vetur, víð pils, útsaumaðar skyrtur og mussur með perluskreytingum eða pallíettum, aðeins meira í anda áttunda áratugarins. Ekki má heldur gleyma þjóðlegum slavneskum eða rússneskum stíl. Handtöskur og skartgripir fylgja að einhverju leyti sömu línum og ekki hægt að segja að það vanti liti fyrir þennan vetur, litagleðin er taumlaus. Töskurnar eru auð- vitað misjafnar og sumar hverj- ar skartgripum líkastar. Njósna- taska Fendi svo dæmi séu tekin fæst í vetur með perluútsaumi og kostar 2.600 evrur. Dior býð- ur upp á ,,detective“-kvöldtösku hannaða af John Galliano úr sat- íni með flauelsblómum. Salva- tore Ferragamo veðjar á hvíta ullartösku með leðuról sem gæti nú allt eins verið hekluð í Öræfa- sveit en er framleidd á Ítalíu og kostar 990 evrur. Antonio Mar- ras, hönnuður tískuhúss Kenzo, velur bútasaum með alls kyns mynstri og litum fyrir sínar töskur. Miu Miu, lína sem er framleidd af Prada en fyrir yn- gra fólk en aðallínan, selur lítil hliðarveski úr leðri með silkiút- saumi á ,,aðeins“ 600 evrur. Að undanförnu hefur svo stór- verslunin Printemps á Hauss- mann-breiðgötunni boðið upp á nýjung þar sem hægt er að velja handtösku frá fimmtán hönnuð- um (Paul og Joe, Vanessa Bruno, Antik Batik, Zadig og Voltaire...) og velja svo dúska, perlur, pallí- ettur eða það sem er allra heit- ast í dag, alls kyns lukkugripi, lyklakippur eða bangsa til að hengja á töskurnar eða sauma. Þannig persónugerir hver sína tösku. Hugmyndaríkir hönnuðir hafa nú tekið upp á því að hanna fylgihluti sem hafa fleiri en eitt hlutverk, kannski til að réttlæta verðið. Til dæmis handtöskur sem hægt er að tvöfalda með einu handtaki og nota fyrir skj- öl eða við innkaup (Longchamp, La main dans le sac) nokkuð sem er bæði þægilegt og um leið um- hverfisvænt þar sem ekki þarf plastpoka undir innkaupinn. Næla getur verið beltissylgja. Leðurstígvél eru seld með þren- ns konar kanínuskinni í mörgum litum sem má skipta um (Eliz- abeth Stuart). Þessi hugmynd hefur sömuleiðis skotið upp koll- inum í innanhússtísku, lampa- skermur getur verið blóma- pottur, púðum er raðað saman í dýnu þegar einhver gistir og ungbarnapúði úr dúni breytist í sæng þegar barnið stækkar. Tískan fer í hringi og það væri kannski ráð fyrir ykkur að skreppa til Fríðu frænku eða í heimsókn til ömmu og sjá hvort ekki sé hægt að grafa upp gaml- ar frænkutöskur sem eru í anda hátískunnar í vetur áður en fjár- fest er í tösku á tvöhundruðþús- und krónur. bergthor.bjarnason.wanadoo.fr Heimaheklaðar hippatöskur Sara María Eyþórsdóttir versl- ar með sína hönnun og ann- arra í skemmtilegu húsnæði á annarri hæð. Í Nakta apanum sem er til húsa á annarri hæð í Bankastræti 14 með yndislegt útsýni yfir aðallífæð miðborgarinnar er seldur fatnað- ur eftir Söru sjálfa og nokkra aðra íslenska og erlenda unghönnuði. Hönnun Söru samanstendur aðallega af áþrykktum hettupeys- um og bolum en flíkurnar vinnur hún í samvinnu við grafísku hönn- uðina Ólaf Orra Guðmundsson og Þorleif Kamban. Þríeykið leggur ríka áherslu á sjálfsprottin vinnu- brögð og húmor og leikgleði ein- kenna hönnunina. Það kennir líka ýmissa annarra grasa hjá henni Söru, ljósakrónur, listaverkabækur, hattar, mynda- vélar, skartgripir og geisladiskar eru á víð og dreif um búðina og allt er til sölu. Geisladiskurinn Beat- makin Troopa er í spilaranum og hljómar vel inni í frekar hráu en litríku húsnæðinu sem reyndar er í smá upplyftingu þessa dagana þar sem verið er að rýma til fyrir nýrri hárgreiðslustofu sem opnar um miðjan næsta mánuð. Gleðin er allaf við völd í Nakta apan- um en nú þegar hafa Sara og strákarnir hald- ið þrjú gleðiteiti með litríkum kokteilum og dillandi kóng- amúsík svo það má gera ráð fyrir skemmti- legu partíi þegar Kol- brún vinkona Söru opnar hárgreiðslu- stofuna eftir rúmar tvær vikur. Peysur og bolir kr. 8.900 og 4.500. Nakinn api við Bankastræti Sara í górillustólnum sínum sem hún smíðaði sjálf. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS (Litríkur kjóll á herðatré) Impasse de la Defense kr. 37.000. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Haust í Skarthúsinu Alpahúfur kr 990 Sjöl og treflar frá kr 1290 Belti frá kr 1990 Buxur kr 3990 Sokkabuxur frá kr 1290 Kínaskór kr 1290 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.