Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 72
50 6. október 2005 FIMMTUDAGUR
ÓKEYPIS
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ
á hverju fimmtudagskvöldi
kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012.
ORATOR,
félag laganema við
Háskóla Íslands.
HRÓSIÐ
...fær glæpasagnahöfundurinn
Arnaldur Indriðason fyrir að vera
tilnefndur til Gullrýtingsins.
Klukkan átta í kvöld verður dans-
ka kvikmyndin Strengir frumsýnd
á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni
í Reykjavík í Háskólabíói. Hún er
óvenjuleg að því leyti að þetta er
fyrsta kvikmyndin sem gerð er
sérstaklega fyrir strengjabrúð-
ur. Engin hreyfimyndatækni var
notuð við gerð myndarinnar og
því sjást allir strengir. Yfirbrúðu-
meistari myndarinnar, Bernd
Ogrodnik, er okkur Íslendingum
að góðu kunnur. Hann kom hing-
að fyrst fyrir fimmtán árum og
aðstoðaði við gerð Pappírs-Pésa
en hefur á undanförnum árum
unnið hjá Þjóðleikhúsinu auk þess
sem hann undirbýr sólósýningu
hjá leikhúsinu í mars. Hann gerir
auk þess nýjar brúður fyrir jóla-
dagatal Stöðvar 2 sem fer í loftið
fyrsta desember.
„Þetta er metnaðarfyllsta
strengjabrúðumynd sem gerð
hefur verið,“ segir hann en kvik-
myndin er í fullri lengd. „Þetta er
ekki barnamynd heldur dramatísk
stórmynd,“ útskýrir hann og segir
okkur eiga margt sameiginlegt
með strengjabrúðum. „Við erum
öll tengd á einhvern hátt. Við erum
brothætt og þar af leiðandi ófull-
komin rétt eins og strengjabrúð-
urnar,“ segir brúðumeistarinn.
Bernd segir að Strengir hafi ekki
getað verið gerð með manneskj-
um, sagan þarfnaðist strengja-
brúða. „Ein af góðu persónunum
er með stór augu og rannsakar
allt. Hún er hins vegar með gat í
maganum vegna þess að hún veit
ekki hvar á að geyma allar tilfinn-
ingarnar,“ segir hann.
Bernd þurfti að leggjast í
mikla vinnu svo að brúðurnar
gætu framkvæmt þá hluti sem
sýndir eru í myndinni. „Þær þur-
ftu að geta dýft sér, klifið fjöll og
hlaupið á móti vindi,“ segir hann
en þetta hafi strengjabrúður ekki
getað gert. Þessi þróunarvinna tók
alls tvö ár en um 200 manns komu
að gerð þessarar mynd þar af þrír
Íslendingar; húsgagnasmiðurinn
Guðmundur Lúðvík Grétarsson,
sem hjálpaði við að smíða brúð-
urnar og var með honum við allar
tökur, Aðalsteinn Stefánsson, sem
vann við augu brúðanna og Hrafn-
hildur Svansdóttir.
Þegar gerð brúðanna var lokið
hafði Bernd þó hvergi nærri sagt
sitt síðasta. „Ég þurfti að þjál-
fa fimmtán brúðumeistara til að
stjórna þeim og varð því hálf-
partinn yfirbrúðumeistari,“ segir
hann og hlær en alls tók fjögur ár
að gera myndina. „Það þurfti líka
leikstjóra sem hefur ekkert með
brúður að gera til að fá þessa hug-
mynd.“
freyrgigja@frettabladid.is
BERND OGRODNIK: EYDDI FJÓRUM ÁRUM Í GERÐ MYNDARINNAR
Eigum margt sameiginlegt
með strengjabrúðum
LÁRÉTT 2 gáski 6 skyldir 8 svif 9 af 11 einnig
12 vondur 14 unna 16 skóli 17 niður 18 for
20 guð 21 traðkaði.
LÓÐRÉTT 1 sjó 3 þverslá á siglutré 4 fugl
5 háttur 7 á hverju ári 10 fiskur 13 suss 15
megin 16 flík 19 holskrúfa. LAUSN
STRENGIR Brúðumyndin
Strengir er einstök að því leyti
að hún er sérstaklega gerð
fyrir strengjabrúður og engin
hreyfimyndatækni er notuð.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fjölmiðladrottningin sem allir elska, Eva María Jónsdóttir, eignaðist
stúlkubarn í fyrradag. Litla stúlkan er
þriðja barn Evu Maríu og eiginmanns
hennar, Óskars Jónassonar leikstjóra.
Fyrir eiga þau tvær dætur, Matthildi og
Júlíu sem eru sex og tveggja ára.
Óskar er um þessar
mundir að leikstýra
Stelpunum á Stöð 2
og því ekki hægt að
segja annað en hann
sé umvafinn kvenfólki
þessa dagana.
Eftir margra mánaða vangavelt-
ur verður íslenski piparsveinninn
loksins afhjúpaður í kvöld. Fjöl-
margir hafa komið með sínar hug-
myndir en eftir að lokahópurinn
var kynntur í síðustu viku hafa
margir sagst þekkja eða vita hver
hann væri. Þeir hafa því annað
hvort rétt eða rangt fyrir sér í
kvöld.
Að sögn Maríönnu Friðjóns-
dóttur, framleiðslustjóra þáttanna
hjá Saga Film, hefur allt verið
brjálað að gera. „Það er ofboðs-
legur spenningur í loftinu,“ segir
hún og viðurkennir að þau sjálf
séu spennt fyrir því að sjá hvern-
ig þetta fer af stað. „Þátturinn í
kvöld er hálfgerður kynningar-
þáttur en við hittum allar stúlk-
urnar,“ segir hún. Þær fara síðan
út á land um morguninn þar sem
þær undirbúa sig, andlega sem og
líkamlega, fyrir fyrsta fund sinn
með Piparsveininum. Um kvöld-
ið fá þær síðan að hitta hann í
fyrsta skipti. „Þau eyða síðan
morgninum eftir saman og hann
fær tækifæri til að draga eina og
eina til hliðar svo hann geti rætt
við þær,“ segir Maríanna. Um
kvöldið verður síðan sameigin-
legur málsverður en svo fer að
draga til tíðinda. „Eftir matinn
er komið að fyrstu rósaafhend-
ingunni og fimm stúlkur verða
sendar heim,“ segir Maríanna og
bætir við að margt eigi eftir að
koma á óvart. „Það verða síðan
tvær stúlkur sendar heim í hverj-
um þætti þangað til fjórar standa
eftir. Þá verður ein send í burtu í
hvert skipti.“
Upptökur standa núna yfir
á þættinum og segir Maríanna
þau vera ótrúlega þakklát fyrir
þann skilning sem þau hafa mætt.
„Nágrannarnir hafa mætt okkur á
miðri leið og sýnt okkur trúfestu,“
segir hún.
Fimm stúlkur sendar heim
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT: 2 ærsl, 6 aá, 8 áta, 9 frá, 11 og, 12
illur, 14 elska, 16 fg, 17 suð, 18 aur, 20 Ra,
21 tróð.
LÓÐRÉTT: 1 hafi, 3 rá, 4 storkur, 5 lag, 7
árlegur, 10 áll, 13 uss, 15 aðal, 16 fat, 19 ró.
TÓNLISTIN Ég hlusta aðallega á tónlist í eldri kant-
inum. Er mikið fyrir Queen, David Bowie, R.E.M. og
Led Zeppelin. Svo hef ég verið illa haldinn af Bítlaæði
undanfarið og keypti mér til dæmis alltaf einn Bítla-
disk í hverri viku síðasta sumars.
BÓKIN Ég les nú mestmegnis skólabækurnar, en
þegar ég hef tíma hef ég afar gaman af bókum
Arnalds Indriðasonar. Nú síðast las ég bókina Þriðju-
dagar með Morrie eftir Mitch Albom, sem var alveg
frábær bók.
BÚÐIN Mér er alveg sama hvar ég versla föt, svo
lengi sem mér finnst þau flott og þægileg. Ætli Skífan
sé ekki bara mín uppáhaldsbúðin mín. Ég kaupi mér
svo miklu oftar geisladiska og DVD-tónleika, frekar
en föt.
BORGIN Mér finnst London mjög skemmtileg því
þar er alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt
að gera. En svo er það náttúrlega Reykjavíkin okkar;
höfuðborg besta lands í heimi. Þar líður mér alltaf
best.
VERKEFNIÐ Þessa stundina er ég á fullu að vinna
fyrir nemendafélagið í FB, en í það eru 1.100 manns
skráðir og mikil en mjög skemmtileg vinna í kringum
það. FB hefur alltaf haft gott orð á sér fyrir félagslíf
og frábært að fá tækifæri til að vera í forsvari fyrir
það.
BÍÓMYNDIN Schindler‘s List og The Silence of the
Lambs eru mínar allra uppáhalds bíómyndir, alveg
hreint magnaðar. Svo hef ég mjög gaman af íslensk-
um bíómyndum og fannst Hafið alveg frábær. Stella
í orlofi er líka algjör klassík; ég fæ aldrei leið á henni.
AÐ MÍNU SKAPI HLYNUR EINARSSON, FORMAÐUR NEMENDAFÉLAGS FJÖLBRAUTASKÓLANS Í BREIÐHOLTI
Bítlarnir, íslenskar bíómyndir og líflegt félagslíf
Dagana 14. og 15. október mun Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, tefla
skákmaraþon í Kringlunni til að safna
fyrir taflsettum handa öllum grunn-
skólabörnum á Austur-Grænlandi. Hrafn
stefnir að því að tefla 250 skákir og er
áætlað að maraþonið taki allt að 40
klukkustundir. Maraþonið hefst klukkan
9 að morgni föstudaginn 14. október
og stendur frameftir laugardeginum
15. október. Tefldar verða hraðskákir
og koma áskorendur Hrafns úr öllum
áttum. Skákirnar verða sendar út beint á
heimasíðu Hróksins og bein útsending
verður líka af sviðinu í Kringlunni, með
stuðningi Símans. Leitað verður til
fyrirtækja og einstaklinga um framlög í
söfnunina fyrir grænlensku börnin og er
takmark skipuleggjenda að safna einni
milljón króna. Hrafn tefldi skákmaraþon
sumarið 2004 og glímdi þá við 222
áskorendur á 32 klukku-
stundum. Allir geta skorað
á Hrafn í maraþoninu í
Kringlunni og eru áhuga-
samir hvattir til að skrá
sig sem fyrst á netfangið
hrokurinn@hrokurinn.is.
Myndlistarmaðurinn Hugleikur Dags-son er heldur betur að gera það
gott með örmyndasögum sínum. Fyrstu
þrjár bækur Hugleiks, Elskið okkur,
Drepið okkur og Ríðið okkur, komu
nýlega út hjá JPV-útgáfu allar saman
í einni bók sem heitir Forðist okkur.
Það er skemmst frá því að segja að
safnútgáfan hefur rokið upp sölulista og
á metsölulistum þessarar viku er Forðist
okkur í 2. sæti á aðallista allra bóka, en
einungis fyrsta Sudoku-talnagátubókin
á íslensku hefur selst betur. Þessar
vinsælu talnagátur þvælast
þó ekki fyrir Hugleiki á
listanum yfir mest seldu
skáldverkin í kiljum en
þar trónir Forðist okkur á
toppnum.
Svör við spurningum á bls. 8
1 Antonov - 225.
2 Gull- og Silfurrýtinganna.
3 Aidan White.
[ VEISTU SVARIÐ ]
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI