Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 34
[ ] SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Fiskbúðin Álfheimum Fiskbúðin Reykjavíkurvegi Álfheimum 4 Reykjavíkurvegi 68 553 8090 564 2783 Heitur matur í hádeginu Fjölbreyttir fiskréttir í boði getur aukist við mikið álag. Psoriasis Tónlistarmenn þurfa að liðka sig og huga að andlegri og líkamlegri heilsu. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari hefur sinn hátt á því. „Ég reyni að ganga sem mest og fyrir mánuði fékk ég mér lóð sem ég hef bæði á fótum og höndum til að gera göngurnar að enn meiri áreynslu, segir Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari fjörlega þegar hún er beðin að lýsa því hvernig hún haldi sér í formi. Bæði kv- eðst hún ganga í og úr vinnu og einnig eiga hund sem reki hana út í göngutúra í öllum veðrum. En er það lífsnauðsyn fyrir tónlistar- mann að vera vel á sig kominn lík- amlega? „Já, yfirleitt eru tónlist- armenn í skrítnum og einhæfum stellingum í vinnunni. Svo herjar streitan stundum á þá líka og axl- irnar geta orðið stífar, Því er þeim nauðsynlegt að hreyfa sig og vera meðvitaðir um líkamsstöður,“ svarar hún. Fastur vinnustaður Áshildar er Háskólabíó því þar æfir hún og spilar með Sinfóníu- hljómsveitinni. Í fyrra kveðst hún hafa hjólað í vinnuna en nú finnist henni notkun þess ekki reyna nóg á og því hafi hún fengið sér 750 gramma ökla- og únliðalóð til að ganga með. „Af því ég er með börn og margt á minni könnu þá finnst mér ég ekki hafa tíma til að fara í líkamsrækt svo göngur með lóð eru mín aðferð. Ég er reyndar ekki búin að eiga lóðin nema í mánuð en ég er sannfærð um að þau gera mér gott. Ég get ekki hugsað mér að ganga við stafi og er ekki nógu dugleg að hlaupa,“ segir Áshildur og bætir við að lokum. „Svo finnst mér ekki sniðugt að koma hlaup- andi í vinnuna löðursveitt með flautuna á bakinu.“ gun@frettabladid.is Labbar rösklega með lóð á höndum og fótum Áshildur gengur um úti hálftíma á dag með hundinn og ferðast líka á tveimur jafnfjótum í og úr vinnu - alltaf með lóðin. Lóðin sjást á innfelldu myndinni Þegar skammdegið sígur yfir kenna því margir um slen og sinnuleysi. Sú röksemd er ekki fjarri lagi. Skammdegisþunglyndi fer að herja á fólk þegar nær dregur nóvember. Einkennin geta verið atorkuleysi, depurð, aukin svefn- þörf og aukin þörf í sætindi. Þessi einkenni verða síðan minni þegar daginn tekur að lengja á ný. Ástæða skammdegisþunglynd- is felst í minnkandi birtu og lágs hitastigs eða óvenjulega litlu ma- gni af heilaboðefninu serótónín. Algengara er að konur þjáist af skammdegisþunglyndi og sumar rannsóknir hafa sýnt fram á arf- gengi sjúkdómsins. Á heimasíðu Félags ungs fólks með þunglyndi kemur fram að fleiri greinast með skammdegisþunglyndi eftir því sem norðar dregur í heimin- um og minna sólarljóss gætir á veturna. Læknismeðferðir við skamm- degisþunglyndi eru ýmsar. Hægt er að styðjast við lyfjameðferðir sem auka serótónín-magn í heil- anum og einnig er hægt að fá sér- staka lampa sem notaðir eru gegn skammdegisþunglyndi. Læknis- meðferðir skulu alltaf vera í sam- ráði við lækni eða fagaðila. Þungur í skammdeginu 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H EIÐ A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.