Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 6
6 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Við rým um fyrir jólabók unum LAGERSAL A EDDU Fellsmú la 28 (gamla W orld Cla ss húsin u) ALLT Á AÐ S ELJAST! Komdu og ger ðu fráb ær kau p – Einstak t verð o g glæsi leg sér tilboð! Opið alla daga kl. 11-19 Bókama rkaður ársins ���������� ����������� ����������������������������������� ��������������� ���������������� KJÖRKASSINN Á að fækka ráðuneytum? Já 77% Nei 23% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga öryrkjar á vinnumarkaði að fá bensínstyrk sem fyrr? Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun HEILBRIGÐISMÁL Sundmannakláði sá sem blossað hefur upp í Land- mannalaugum á síðustu árum er rakinn til stakrar stokkandarkollu sem hefur haldið til við Laugalæk, sem er heitur lækur á svæðinu, er fólk hefur stundað böð í. Þetta kemur fram í áhugaverðri grein eftir Karl Skírnisson og Libusa Kolarova dýrafræðinga í nýjasta hefti Læknablaðsins. Dýrafræðingarnir hafa unnið að rannsóknum á uppruna sundmannakláðans sem hefur verið hvað skæðastur í ágústmánuði undanfarin ár. Þá reyndist fjöldi sundlirfa fuglasníkjudýra mjög mikill en fór minnkandi eftir því sem leið á haustið. Skyndileg fjölgun þessara lirfa á þessu tímabili árin 2003 og 2004 er rakinn til stokkandarkollu sem verpti við baðstaðinn og ól þar upp unga sem bæði reyndust smitaðir af nasa- og iðraögðum þegar að var gáð. Talið er að ungarnir hafi smitast strax og þeir klöktust úr eggjum og átt stærstan þátt í að magna upp lirfusmitið. Dýrafræðingarnir benda á að koma megi í veg fyrir skyndilega fjölgun sundlirfa í Laugalæknum á síðari hluta sumars með því að meina stokkönd að ala þar upp unga. Ekki sé þó víst að alfarið verði komið í veg fyrir kláðann með því. -jss SÖKUDÓLGURINN FUNDINN Stök stokkandarkolla með unga er talin hafa orsakað mikla fjölgun sundlirfa sem ollu sundmannakláða hjá þúsundum gesta í Landmannalaugum. Orsök sundmannakláða í Landmannalaugum skýrist: Stokkandarkolla olli kláða Velti bíl og fékk far í bæinn Ökumaður velti bifreið snemma í að morgni þriðjudags við Rauðuvík, milli Akureyrar og Dalvíkur. Hann slapp þó við meiriháttar meiðsl og fékk far frá slysstað til Akureyrar. Miðað við skemmdir bílsins telur lögreglan á Dalvík mikla mildi að ökumaðurinn skyldi ekki hafa slasast í veltunni. Hún hefur enn ekki fengið staðfest hver ökumaðurinn er og er málið í rann- sókn. Bifreiðin er það mikið skemmd að hún er talin ónýt. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt átján ára stú- lku í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að stela þremur stuttermabolum úr verslunum í Kringlunni og að hafa lítið magn af fíkniefnum undir höndum. Stúlkan, sem rauf skilorð við þessi verk sín, játaði sakargift- ir á hendur sér og var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skil- orðsbundið til tveggja ára. Við dómsuppkvaðningu tók dómari tillit til þess hve ung stúlkan er og þess að hún hefur bæði lokið vímuefnameðferð og fengið sér vinnu. - smk Héraðsdómur Reykjavíkur: Stal bolum Sjálfkjörin fegurðardrottning Fegurðarsamkeppnin „Ungfrú Tíbet“ er í uppnámi eftir að þrjár stúlkur af þeim fjórum sem skráð höfðu sig til þátttöku hættu við keppni. Íhaldssamir búddamunkar eru sagðir hafa þrýst á stúlkurnar að hætta við þátttöku. Nafn stúlkunnar sem verður sjálfkjörin ungfrú Tíbet verður ekki gefið upp fyrr en á lokaathöfninni. Talið að það sé gert svo að búddamunkarnir fái hana ekki til að hætta líka. TÍBET ÍRAK, AP Íraksþing samþykkti í gær að ógilda breytingar sínar á kosningalöggjöf landsins sem hefðu gert nánast ómögulegt að fella drög að stjórnarskrá Íraks í þjóðaratkvæðagreiðslunni 15. október. Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna í Írak gagnrýndu í fyrradag Kúrda og sjía, sem ráða lögum og lofum á þingi landsins, fyrir að hafa breytt kosningalöggjöf- inni á þann veg að tvo þriðju hluta atkvæða þeirra sem væru á kjörskrá þyrfti til að fella stjórn- arskrárdrögin í þjóðaratkvæða- greiðslu, en ekki tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. Með breyt- ingunum var einsýnt að pólitísk einangrun súnnía myndi aukast enn frekar enda urðu þeir æfir eftir að breytingarnar spurðust út og sögðust mundu sniðganga atkvæðagreiðsluna. Í gær voru lagabreytingarn- ar hins vegar dregnar til baka, súnníum og starfsmönnum SÞ til mikillar ánægju. „Nú geta súnní- arabar komið í veg fyrir að stjórn- arskráin taki gildi, svo fremi sem heiðarleiki og alþjóðlegt eftirlit verði til staðar við atkvæða- greiðsluna. Ég er viss um að 95 prósent súnnía munu segja nei,“ sagði Saleh al-Mutlaq, áhrifamað- ur úr röðum súnnía. -shg STJÓRNARSKRÁIN BROTIN TIL MERGJAR Írakar búa sig undir atkvæðagreiðsluna annan laugardag með því að lesa vel og vandlega yfir stjórnarskrárdrögin. MYND/AP Íraksþing bregst hratt við gagnrýni Sameinuðu þjóðanna: Löggjöfin í sitt fyrra horf NÝJU-DELÍ, AP Bandarískur barna- skurðlæknir, Benjamin Carson, hefur boðist til að skilja að ind- versku syst- urnar Saba og Farah, tíu ára, en þær eru sam- vaxnar á höfði. K rónpr i nsi n n af Abu Dhabi býðst til að gre- iða fyrir verkið en það gæti hins vegar reynst afar flókið. Syst- urnar deila mik- ilvægum æðum í heila og Saba er nýrnalaus en Farah er með tvö. Af síamstvíburum að vera eru þær systur furðu ólíkar. Annarri þykir hrísgrjón góð en hinni ekki og þær skiptast á að sofa og vaka. Síamstvíburar: Boðin aðgerð SAMRÝMDAR SYSTUR Saba og Farah deila æðum í höfði og því gæti skurðaðgerðin orðið flókin. FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni á dagblaða- markaði í nýjustu Fjölmiðla- könnun IMG Gallup sem birt var í gær. Gerð var könnun á notkun dagblaða og sjónvarps vik- una 7. til 13. september. Á landsvísu eykst meðallest- ur Fréttablaðsins um eitt prósent, Morgunblaðsins um tvö prósent, Blaðsins um þrjú prósent og lestur DV stendur í stað. Á lands- vísu mælist meðallestur Fréttablaðsins nú 67,6 prósent, Morgunblaðs- ins 51 prósent, Blaðsins 32,2 prósent og DV 16,7 prósent, en þá er horft til fólks á aldrinum 12 til 80 ára. Ef hins vegar ein- ungis er horft til yngri hóps lesenda, á aldrin- um frá 12 til 49 ára, og niðurstöður afmark- aðar við höfuðborg- arsvæðið, kemur í ljós að meðallestur Fréttablaðsins nemur 66,9 prósentum, Morgunblaðsins 45,6 prósentum, Blaðs- ins 36,7 prósentum og Dagblaðsins 15,2 prósentum. Athygli vekur að á höfuðborgarsvæð- inu stendur lestur Blaðsins nánast í stað, þrátt fyrir frídreifingu, en í júní var með- allestur þess meðal fólks á aldrinum 12 til 49 ára 35,1 pró- sent og breytingin því aðeins um 1,6 prósent. DV bætir sig hins vegar um 2,2 prósent meðal sama aldurshóps á höfðuborgarsvæðinu. Heldur fleiri horfðu á fréttir Sjónvarpsins í könnun- arvikunni en horfðu á fréttir Stöðvar tvö, 41,8 prósent á móti 31 prósenti. Þá kemur fram að sjón- varpsþátturinn Lífsháski, eða Lost, er vinsælastur með rúmlega 38 prósenta áhorf. Þar á eftir kemur Latibær með 29 prósent, svo Kastljósið með tæp 28 prósent og Málsvörn með tæp 27 prósent. Þar á eftir kemur þáttur Hemma Gunn, Það var lagið, á Stöð tvö, með tæplega 26 prósenta áhorf. 1.167 manns voru í endanlegu úrtaki Gall- up að þessu sinni og var svarhlutfall 52 prósent. - óká Fréttablaðið gnæfir yfir önnur dagblöð Ný fjölmiðlakönnun Gallup sýnir að dagblaðalestur stendur í stað. Fréttablaðið heldur yfirburðum sínum og Blaðið nær ekki að bæta stöðu sína. Sjónvarpið er með vinsælasta þáttinn en Stöð tvö með mest áhorf á aldursbilinu 18 til 50 ára. DAGBLÖÐIN Í GOGGUNARRÖÐ Fréttablaðið heldur yfirburða- stöðu sinni á dagblaðamark- aði, en lítil breyting varð á lestri blaða milli kannana Gallup núna. Hitt frídreifing- arblaðið nær ekki að bæta stöðu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.