Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 6

Fréttablaðið - 06.10.2005, Page 6
6 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Við rým um fyrir jólabók unum LAGERSAL A EDDU Fellsmú la 28 (gamla W orld Cla ss húsin u) ALLT Á AÐ S ELJAST! Komdu og ger ðu fráb ær kau p – Einstak t verð o g glæsi leg sér tilboð! Opið alla daga kl. 11-19 Bókama rkaður ársins ���������� ����������� ����������������������������������� ��������������� ���������������� KJÖRKASSINN Á að fækka ráðuneytum? Já 77% Nei 23% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga öryrkjar á vinnumarkaði að fá bensínstyrk sem fyrr? Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun HEILBRIGÐISMÁL Sundmannakláði sá sem blossað hefur upp í Land- mannalaugum á síðustu árum er rakinn til stakrar stokkandarkollu sem hefur haldið til við Laugalæk, sem er heitur lækur á svæðinu, er fólk hefur stundað böð í. Þetta kemur fram í áhugaverðri grein eftir Karl Skírnisson og Libusa Kolarova dýrafræðinga í nýjasta hefti Læknablaðsins. Dýrafræðingarnir hafa unnið að rannsóknum á uppruna sundmannakláðans sem hefur verið hvað skæðastur í ágústmánuði undanfarin ár. Þá reyndist fjöldi sundlirfa fuglasníkjudýra mjög mikill en fór minnkandi eftir því sem leið á haustið. Skyndileg fjölgun þessara lirfa á þessu tímabili árin 2003 og 2004 er rakinn til stokkandarkollu sem verpti við baðstaðinn og ól þar upp unga sem bæði reyndust smitaðir af nasa- og iðraögðum þegar að var gáð. Talið er að ungarnir hafi smitast strax og þeir klöktust úr eggjum og átt stærstan þátt í að magna upp lirfusmitið. Dýrafræðingarnir benda á að koma megi í veg fyrir skyndilega fjölgun sundlirfa í Laugalæknum á síðari hluta sumars með því að meina stokkönd að ala þar upp unga. Ekki sé þó víst að alfarið verði komið í veg fyrir kláðann með því. -jss SÖKUDÓLGURINN FUNDINN Stök stokkandarkolla með unga er talin hafa orsakað mikla fjölgun sundlirfa sem ollu sundmannakláða hjá þúsundum gesta í Landmannalaugum. Orsök sundmannakláða í Landmannalaugum skýrist: Stokkandarkolla olli kláða Velti bíl og fékk far í bæinn Ökumaður velti bifreið snemma í að morgni þriðjudags við Rauðuvík, milli Akureyrar og Dalvíkur. Hann slapp þó við meiriháttar meiðsl og fékk far frá slysstað til Akureyrar. Miðað við skemmdir bílsins telur lögreglan á Dalvík mikla mildi að ökumaðurinn skyldi ekki hafa slasast í veltunni. Hún hefur enn ekki fengið staðfest hver ökumaðurinn er og er málið í rann- sókn. Bifreiðin er það mikið skemmd að hún er talin ónýt. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt átján ára stú- lku í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að stela þremur stuttermabolum úr verslunum í Kringlunni og að hafa lítið magn af fíkniefnum undir höndum. Stúlkan, sem rauf skilorð við þessi verk sín, játaði sakargift- ir á hendur sér og var dæmd í þriggja mánaða fangelsi, skil- orðsbundið til tveggja ára. Við dómsuppkvaðningu tók dómari tillit til þess hve ung stúlkan er og þess að hún hefur bæði lokið vímuefnameðferð og fengið sér vinnu. - smk Héraðsdómur Reykjavíkur: Stal bolum Sjálfkjörin fegurðardrottning Fegurðarsamkeppnin „Ungfrú Tíbet“ er í uppnámi eftir að þrjár stúlkur af þeim fjórum sem skráð höfðu sig til þátttöku hættu við keppni. Íhaldssamir búddamunkar eru sagðir hafa þrýst á stúlkurnar að hætta við þátttöku. Nafn stúlkunnar sem verður sjálfkjörin ungfrú Tíbet verður ekki gefið upp fyrr en á lokaathöfninni. Talið að það sé gert svo að búddamunkarnir fái hana ekki til að hætta líka. TÍBET ÍRAK, AP Íraksþing samþykkti í gær að ógilda breytingar sínar á kosningalöggjöf landsins sem hefðu gert nánast ómögulegt að fella drög að stjórnarskrá Íraks í þjóðaratkvæðagreiðslunni 15. október. Starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna í Írak gagnrýndu í fyrradag Kúrda og sjía, sem ráða lögum og lofum á þingi landsins, fyrir að hafa breytt kosningalöggjöf- inni á þann veg að tvo þriðju hluta atkvæða þeirra sem væru á kjörskrá þyrfti til að fella stjórn- arskrárdrögin í þjóðaratkvæða- greiðslu, en ekki tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. Með breyt- ingunum var einsýnt að pólitísk einangrun súnnía myndi aukast enn frekar enda urðu þeir æfir eftir að breytingarnar spurðust út og sögðust mundu sniðganga atkvæðagreiðsluna. Í gær voru lagabreytingarn- ar hins vegar dregnar til baka, súnníum og starfsmönnum SÞ til mikillar ánægju. „Nú geta súnní- arabar komið í veg fyrir að stjórn- arskráin taki gildi, svo fremi sem heiðarleiki og alþjóðlegt eftirlit verði til staðar við atkvæða- greiðsluna. Ég er viss um að 95 prósent súnnía munu segja nei,“ sagði Saleh al-Mutlaq, áhrifamað- ur úr röðum súnnía. -shg STJÓRNARSKRÁIN BROTIN TIL MERGJAR Írakar búa sig undir atkvæðagreiðsluna annan laugardag með því að lesa vel og vandlega yfir stjórnarskrárdrögin. MYND/AP Íraksþing bregst hratt við gagnrýni Sameinuðu þjóðanna: Löggjöfin í sitt fyrra horf NÝJU-DELÍ, AP Bandarískur barna- skurðlæknir, Benjamin Carson, hefur boðist til að skilja að ind- versku syst- urnar Saba og Farah, tíu ára, en þær eru sam- vaxnar á höfði. K rónpr i nsi n n af Abu Dhabi býðst til að gre- iða fyrir verkið en það gæti hins vegar reynst afar flókið. Syst- urnar deila mik- ilvægum æðum í heila og Saba er nýrnalaus en Farah er með tvö. Af síamstvíburum að vera eru þær systur furðu ólíkar. Annarri þykir hrísgrjón góð en hinni ekki og þær skiptast á að sofa og vaka. Síamstvíburar: Boðin aðgerð SAMRÝMDAR SYSTUR Saba og Farah deila æðum í höfði og því gæti skurðaðgerðin orðið flókin. FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni á dagblaða- markaði í nýjustu Fjölmiðla- könnun IMG Gallup sem birt var í gær. Gerð var könnun á notkun dagblaða og sjónvarps vik- una 7. til 13. september. Á landsvísu eykst meðallest- ur Fréttablaðsins um eitt prósent, Morgunblaðsins um tvö prósent, Blaðsins um þrjú prósent og lestur DV stendur í stað. Á lands- vísu mælist meðallestur Fréttablaðsins nú 67,6 prósent, Morgunblaðs- ins 51 prósent, Blaðsins 32,2 prósent og DV 16,7 prósent, en þá er horft til fólks á aldrinum 12 til 80 ára. Ef hins vegar ein- ungis er horft til yngri hóps lesenda, á aldrin- um frá 12 til 49 ára, og niðurstöður afmark- aðar við höfuðborg- arsvæðið, kemur í ljós að meðallestur Fréttablaðsins nemur 66,9 prósentum, Morgunblaðsins 45,6 prósentum, Blaðs- ins 36,7 prósentum og Dagblaðsins 15,2 prósentum. Athygli vekur að á höfuðborgarsvæð- inu stendur lestur Blaðsins nánast í stað, þrátt fyrir frídreifingu, en í júní var með- allestur þess meðal fólks á aldrinum 12 til 49 ára 35,1 pró- sent og breytingin því aðeins um 1,6 prósent. DV bætir sig hins vegar um 2,2 prósent meðal sama aldurshóps á höfðuborgarsvæðinu. Heldur fleiri horfðu á fréttir Sjónvarpsins í könnun- arvikunni en horfðu á fréttir Stöðvar tvö, 41,8 prósent á móti 31 prósenti. Þá kemur fram að sjón- varpsþátturinn Lífsháski, eða Lost, er vinsælastur með rúmlega 38 prósenta áhorf. Þar á eftir kemur Latibær með 29 prósent, svo Kastljósið með tæp 28 prósent og Málsvörn með tæp 27 prósent. Þar á eftir kemur þáttur Hemma Gunn, Það var lagið, á Stöð tvö, með tæplega 26 prósenta áhorf. 1.167 manns voru í endanlegu úrtaki Gall- up að þessu sinni og var svarhlutfall 52 prósent. - óká Fréttablaðið gnæfir yfir önnur dagblöð Ný fjölmiðlakönnun Gallup sýnir að dagblaðalestur stendur í stað. Fréttablaðið heldur yfirburðum sínum og Blaðið nær ekki að bæta stöðu sína. Sjónvarpið er með vinsælasta þáttinn en Stöð tvö með mest áhorf á aldursbilinu 18 til 50 ára. DAGBLÖÐIN Í GOGGUNARRÖÐ Fréttablaðið heldur yfirburða- stöðu sinni á dagblaðamark- aði, en lítil breyting varð á lestri blaða milli kannana Gallup núna. Hitt frídreifing- arblaðið nær ekki að bæta stöðu sína.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.