Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 51
29FIMMTUDAGUR 6. október 2005 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -T O Y2 92 68 1 0/ 05 Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur nú varað farsíma- fyrirtæki Evrópu við því að lækki þau ekki svokölluð reikigjöld inn- an sex mánaða muni stjórnvöld grípa inn í með reglugerð. Reiki- gjöld leggjast á þegar hringt er á milli farsímakerfa en fram- kvæmdastjórnin hefur um tíma gert athugasemdir við að reiki- gjöldin séu enn mjög há og að þrátt fyrir að framfarir hafi orðið á farsímamarkaðnum endurspegli þau ekki virka samkeppni síma- fyrirtækjanna. Póst- og fjarskiptastofnun Ís- lands íhugaði um tíma að setja sérstakar kvaðir á Símann og Og Vodafone þar sem bæði fyrirtæk- in hafa talsverðan markaðsstyrk í gegnum rekstur eigin farsíma- nets. Stofnunin hefur einnig bent á að hægt væri að auka farsíma- notkun töluvert með því að lækka gjald fyrir símtöl á milli farsíma- neta en þrátt fyrir mikla farsíma- eign Íslendinga eyða þeir talsvert minni tíma í símanum en íbúar margra nágrannalanda okkar. - hhs FÁNI EVRÓPUSAMBANDSINS Lækki farsímafyrirtæki ekki reikigjöld innan sex mánaða mun Evrópusambandið grípa inn í. Símafyrirtækin vöru› vi› Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins íhugar a› setja regluger› um reikigjöld. Samkvæmt fréttamiðlinu merger- market.com, sem sérhæfir sig í umfjöllun um yfirtökur og sam- runa fyrirtækja, mun Landsbank- inn ákveða sig innan tólf mánaða hvort reynt verði að taka sænska fjárfestingarbankann Carnegie yfir. Er þetta haft eftir nafnlaus- um heimildarmanni innan Lands- bankans. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum hefur ekkert verið ákveðið í þessum efnum. Stefnan sé óbreytt og ekki hafi verið rætt sérstaklega við stjórn- endur Carnegie um samruna fé- laganna. Landsbankinn á ríflega tuttugu prósenta hlut í Carnegie. Lengi hefur verið skrifað um áhuga Landsbankamanna á að kaupa fé- lagið en það hefur ekki fengist staðfest. Er bent á að það sé ekki auðsótt mál, meðal annars vegna þess hversu sterk ítök stjórnend- ur hafa á fyrirtækinu. Í frétt mergermarket.com er haft eftir heimildarmanni innan Carnegie að ávinningur af sam- runa þessara félaga sé óljós. Þetta sé ekki forgangsmál. - bg Hópur breskra og bandarískra fjárfesta hefur gert tilboð í danska símfyrirtækið TDC sem áður var í eigu danska ríkisins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða hóp fjögurra sjóða og fyrir- tækja sem hafa sent tilboð til stjórnar TDC en stjórnin er sögð vera að skoða tilboð hópsins auk annars tilboðs sem barst stjórninni fyrr á þessu ári. Verðmæti danska félagsins er samkvæmt síðara tilboðinu um 740 milljarðar íslenskra króna en til samanburðar var Landssími Ís- lands seldur á 66,7 milljarða króna á þessu ári. - hb Leitarvélarisinn Google og net- fyrirtækið Sun Microsystems hafa ákveðið að hefja samstarf sín á milli. Ýmsar getgátur eru uppi um hvað vakir fyrir fyrir- tækjunum en samkvæmt heimild- um vefsíðu CNN stefna þau að því að auka veg hugbúnaðar sem sótt- ur er á netið. Google Earth er dæmi um þessa gerð hugbúnaðar en það forrit gerir fólki kleift að skoða gervihnattamyndir af jörð- inni af mikilli nákvæmni. Sameinuð fyrirtækin tvö gætu ógnað veldi Microsoft sem er þeirra sameiginlegi samkeppnis- aðili. Þau vona að samstarfið verði til þess að auka veg stýri- kerfa eins og OpenOffice.org sem byggist á forritunarmálinu Java. Microsoft hefur í dag styrka stöðu með Windows-stýrikerfinu en minnkandi notkun á hugbúnaði á hefðbundinn hátt gæti breytt því. Markaðurinn metur samstarfið sem svo að það komi sér betur fyrir Sun Microsystems enda hækkuðu hlutabréf í fyrirtækinu um sjö prósent fljótlega eftir opn- un markaða en lítil hreyfing varð á hlutabréfum í Google. - hhs Sun og Google í samstarf Bréf í Sun Microsystems hækku›u um sex prósent vi› tilkynninguna. GOOGLE STOPPAR EKKI Hefur hafið samstarf við Sun Microsystems sem talið er geta ógnað veldi Microsoft. Áttu vi› Eimskip Eimskip hefur sent frá sér til- kynningu vegna umræðu um að félagið sé það félag sem vísað var til í afkomuviðvörun Nýherja á mánudag. Þar kom fram að vegna ágreinings við viðskiptavin yrði rekstur Nýherja í járnum á þriðja ársfjórðungi. Eimskip segir að 1. september 2004 hafi Eimskip samið við Ný- herja um innleiðingu á SAP-upp- lýsingakerfi. Afhending kerfisins sé áætluð 31. október næstkom- andi, níu mánuðum eftir umsam- inn tíma. Fyrirtæki hafa gefið út verð- tryggð skuldabréf fyrir rúma 100 milljarða króna það sem af er þessu ári. Íbúðalánasjóður hefur gefið út verðtryggð skuldabréf fyrir um fjörutíu milljarða króna og ríkissjóður fyrir sjö milljarða króna. Þetta kemur fram í þjóð- hagsspá fjármálaráðuneytisins. Þar segir að erlendir langtíma- vextir séu með því lægsta sem þekkst hafi í áratugi og það hafi átt sinn þátt í að innlendir lang- tímavextir hafi farið lækkandi. Viðbrögð markaðarins hafi verið á þann veg að gefa út mikið af verðtryggðum skuldabréfum á þessu ári. Ver›trygg› skuldabréf vinsæl HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON Óljóst me› Carnegie Tilbo› í danska Símann DANSKI SÍMINN TDC var áður í eigu danska ríkisins en er nú skráð í Kauphöllina í Kaup- mannahöfn. 48-49 (28-29) Viðskipti 5.10.2005 22:05 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.