Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 2
2 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 SPURNING DAGSINS Magni, er þetta handvömm? „Alls ekki, í mesta lagi smá athugun- arleysi.“ Magni Kristjánsson, bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð, benti á að fjarlægja þyrfti eina hönd af þremur í listaverki Tryggva Ólafssonar sem prýða Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� BANKASALA Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur til þessa rök- stutt val sitt á Samson til viðræðna um kaup á Landsbankanum haustið 2002 með því að samkvæmt skýrslu HSBC hafi Samson verið með besta tilboðið í bankann þegar horft var til fimm þátta. Samkvæmt skýrslu ráðgjafa framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu, HSBC, um einkavæðingu rík- isbankanna 2002, sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörð- unar úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál, hafnaði framkvæmda- nefndin upprunalegu reiknilíkani frá ráðgjafanum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins féllst framkvæmdanefndin ekki á þá útreikninga, enda var tilboð Samson þar lakast, og fékk HSBC til að endurmeta vægi einstakra þátta. Í skýrslunni kemur fram að matið á bjóðendunum var byggt á því að Samson greiddi fyrir hlutinn sam- kvæmt efri mörkum verðtilboðs þei- rra, eða 3,90 á hlut, sem var hærra verð en endanlega var greitt fyrir bankann. Endanlegt verð Samson á hlut í Landsbankanum var 3,7 því 700 milljónir voru dregnar frá endanlegu kaupverði eftir að ágreiningur kom upp milli Samson og framkvæmda- nefndar um gæði lána í lánastokki Landsbankans. Ágreiningur var í framkvæmda- nefnd um einkavæðingu þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson um kaupin á Landsbank- anum haustið 2002 því verðtilboð Samson var talsvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja, S-hópsins og Kaldbaks. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kald- bakur 4,16. Nefndarmenn voru ekki á einu máli um vægi þeirra fimm jafngildu þátta sem notaðir voru til að meta tilboð fjárfestanna þriggja, Samson, S-hópsins og Kaldbaks og gagnrýndi einn nefndarmaður það harðlega að framtíðarsýn fjárfesta hefði jafn mikið vægi og verðtilboðið sjálft. Í skýrslu HSBC kemur fram að eftir miklar umræður á fundi fram- kvæmdanefndar hafi verið ákveðið að gera næmnigreiningu á reiknilík- aninu þar sem lagt yrði mat á tilboðin þrjú þar sem tekið yrði inn í mynd- ina sá möguleiki að Samson héldi sig ekki við efri mörk verðtilboðs síns. Þegar tilboðin voru metin út frá því að Samson greiddi 3,5 á hlut kom í ljós að tilboð S-hópsins í Lands- bankann var betra en tilboðið frá Samson í tveimur útreikningum af þremur, þar á meðal samkvæmt útreikningum sem HSBC mælti upp- haflega með að stuðst yrði við. sda@frettabladid.is Mati HSBC á tilboð- um í banka breytt Í skýrslu HSBC vegna sölu bankanna 2002 kemur fram að Samson var með lakasta tilboðið í Landsbankann samkvæmt upprunalegu reiknilíkani HSBC. Framkvæmdanefnd lét gera nýtt reiknilíkan þar sem vægi þátta var breytt. STJÓRNMÁL Ríkissjóður greið- ir sjálfum sér á sjötta milljarð króna í fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði Símans. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde utanríkisráðherra í umræðum um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ráðstöfun sölu- andvirðis Símans, sem forsætis- ráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Geir sagði að fjármagnstekju- skatturinn væri dreginn frá sölu- hagnaðinum og tekjur ríkissjóðs ykjust sem því næmi. Þetta yrði að sínu leyti til þess að jöfnunarsjóð- ur sveitarfélaga fengi 120 milljónir króna í sinn hlut. Fram kom í máli Geirs, sem lét nýverið af embætti fjármálaráðherra, að samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins yrðu tekjur ríkissjóðs af sölu Símans allar bókfærðar á þessu ári og þær skattlagðar samkvæmt því. Geir sagði jafnframt að ríkis- sjóður hefði þegar samið um að lána Seðlabankanum hluta af andvirði Símans með útgáfu skuldabréfa. Þetta væri nýtt því venjulega lánaði Seðlabankinn ríkissjóði fé. - jh FRUMVARP UM SÖLUANDVIRÐI SÍMANS Ögmundur Jónasson og Geir H. Haarde ræðast við í þingsal. Geir segir að jöfn- unarsjóður sveitarfélaga fái 120 milljóna króna glaðning vegna sölu Símans. Ríkið greiðir sjálfu sér á sjötta milljarð króna í fjármagnstekjuskatt: Glaðningur til sveitarfélaga BANASLYS Lögregla hafnaði boði vakt- manns á vegum skemmtibátafélags- ins Snarfara um aðstoð nóttina sem sjóslysið varð á Viðeyjarsundi, aðfara- nótt 10. september. Hafþór Lyngberg Jónsson, formað- ur Snarfara, segist hafa rætt atvikið við yfirlögregluþjón rannsóknardeild- ar lögreglu í Reykjavík og fengið þau svör að atvikið yrði skoðað. Í slysinu fórust maður og kona en hjón, eigend- ur bátsins, komust af með tíu ára son sinn. „Vaktmaður okkar var á svæðinu þegar fyrstu björgunarmenn komu með gúmbát niður í Snarfarahöfn. Hann bauð strax fram aðstoð sína,“ segir Hafþór og bætir við að um hálf- tíma síðar hafi vaktmaðurinn boðið fram aðstoð sína öðru sinni þegar kom meira björgunarlið með tvo báta. „En það var aftur afþakkað,“ segir hann. Hafþór vildi ekki fullyrða um hverju það hefði breytt ef aðstoð hefði verið þegin. „Það breytir ekki því að hér erum við með vakt, einmitt til þess að aðstoða fólk í nauðum og höfum oft gert það.“ Þá bendir hann á að hraðbátur félags- ins sem boðinn var til leitarinnar sé átta metra langur og búinn ljóskast- ara. „Hann er miklu betri en þessir gúmbátar sem hinir hafa yfir að ráða.“ Vaktmaður er í Snarfarahöfn frá því starfsemi félagsins hefst í mars- byrjun og staðin er vaktin frá ellefu að kvöldi til sex á morgnana fram í miðj- an október. Ekki náðist í Hörð Jóhann- esson, yfirlögregluþjón í Reykjavík, í gærkvöldi vegna málsins. - óká Lögregla vildi ekki hjálp vaktmanns Snarfara fyrst eftir sjóslys á Viðeyjarsundi: Bauðst tvisvar til að aðstoða Á VIÐEYJARSUNDI Skemmtibáturinn sem fórst aðfaranótt 10. september á Viðeyjar- sundi var hífður upp daginn eftir til þess að hægt væri að flytja hann í land og kanna skemmdir. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Héraðsdómur: Maður játaði fíkniefnabrot Á SVIPTINGARHRAÐA Lögregl- an á Akureyri stöðvaði akstur ungrar stúlku þar sem hún ók á 109 kílómetra á svæði þar sem hámarkshraðinn er 50. Stúlkan hefur aðeins haft ökuleyfi í rúma þrjá mánuði og má nú búast við því að missa það. RAFMAGNSLEYSI Rafmagnslaust varð í höfuðborginni á sjötta tím- anum í gær. Háspennubilun varð þess valdandi að aðalveitustöð Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaár- dal sló út. Rafmagn komst víða aftur á eftir um tuttugu mínútur er sum hverfi voru án rafmagns í um klukkustund. Að sögn Helga Péturssonar, upplýsingafulltrúa hjá Orkuveit- unni, er bilunarinnar ennþá leit- að en orsakirnar verða að öllum líkindum ekki ljósar fyrr en ein- hvern tímann í dag. - saj Rafmagnsleysi í Reykjavík: Straumrof í allt að klukkutíma ELDUR Í FJÖLBÝLISHÚSI Eldur kom upp í kjallaraíbúð í fjöl- býlishúsi við Háengi 2 á Selfossi í gærkvöldi. Ein stúlka var í íbúðinni og komst hún út af sjálfsdáðum. Slökkvi- liði gekk greiðlega að vinna á eldinum en miklar skemmdir eru á íbúðinni og innbúi. Einhverjar reykskemmdir eru í öðrum íbúðum í húsinu. LÖGREGLUFRÉTTIR HILLAH, AP Í það minnnsta 25 sjíar biðu bana í mannskæðu sprengjutilræði í bænum Hill- ah í Írak í gær. 87 manns eru sagðir alvarlega sárir. Sprengingin varð í mosku í borginni þar sem fjöldi trúaðra var saman kominn til bæna- halds, en ramadan, föstumán- uður múslima, er rétt nýhaf- inn. Þetta er annað hryðjuverkið á fimm dögum sem framið er í Hillah, en á föstudaginn létust tíu í sprengjutilræði á mark- aðstorgi. Ekki er vitað hver ber ábyr- gð á tilræðinu en al-Kaída í Írak hefur sagst ætla að valda sem mestum usla á næstu dögum til að spilla fyrir atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrög landsins. Súnníarnir í al-Kaída hafa horn í síðu sjía og því er líklegt að árásin sé runnin undan rifjum þeirra. ■ Enn ráðist á Hillah: Öflug sprengja við sjíamosku DÓMSMÁL Tuttugu og fjögurra ára gamall maður játaði fíkniefnabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Mál mannsins er hluti af mun stærra fíkniefnabrotamáli, þar sem hann og sex aðrir menn eru ákærðir fyrir ýmis fíkniefna- brot, meðal annars að hafa farið til Reykjavíkur og keypt töluvert magn af amfetamíni og hassi, drýgt efnin og flutt með sér til Akureyrar. Einnig tengist málið líkamsár- ásarmáli, þar sem ungir menn eru ákærðir fyrir að hafa misþyrmt manni, stungið honum í skott á bif- reið og skotið á úr loftbyssu. - smk SPENNISTÖÐ Í EDDUFELLI Upphaflega var talið að bilunina mætti rekja þangað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.