Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 4
4 6. október 2005 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Tuttugu og fjögurra ára gamall maður játaði fíkniefnabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Mál mannsins er hluti af mun stærra fíkniefnabrotamáli, þar sem hann og sex aðrir menn eru ákærðir fyrir ýmis fíkniefna- brot, meðal annars að hafa farið til Reykjavíkur og keypt töluvert magn af amfetamíni og hassi, drýgt efnin og flutt með sér til Akureyrar. Einnig tengist málið líkams- árásarmáli, þar sem ungir menn eru ákærðir fyrir að hafa misþyrmt manni, stungið honum í skott á bif- reið og skotið á úr loftbyssu. - smk Héraðsdómur: Játaði fíkni- efnabrot LÍKAMSÁRÁS Hnífurinn sem not- aður var í grófri líkamsárás í Garðabæ um síðastliðna helgi er enn ófundinn. Að sögn lögreglu í Hafnarfirði miðar rannsókn málsins þó að öðru leyti vel. Tveir þriggja meintra árásar- manna losnuðu úr gæsluvarðhaldi í gær og sá þriðji losnar á morgun að öllu óbreyttu. Ekki er útséð um hvort fram- lengingar á gæsluvarðhaldi hins meinta forsprakka verður krafist. Fórnarlamb piltanna er á bata- vegi og liggur á almennri deild á Landsspítala í Fossvogi. - saj Líkamsárás í Garðabæ: Hnífurinn ófundinn BÆJARGIL Húsið þar sem árásin átti sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL „Þetta eru ömurlegar fréttir og það er ljóst að það þarf pólitíska aðkomu að þessu máli. Það er þannig vaxið.“ Þetta segir Ágúst Ólafur Ágústs- son, varaformaður Samfylkingar- innar, sem hefur beðið um utandag- skrárumræðu við utanríkisráðherra um málefni Arons Pálma Ágústs- sonar, sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir brot sem hann framdi þegar hann var ellefu ára gamall. Ríkisstjórinn í Texas hafnaði náðun- arbeiðni Arons Pálma í fyrradag. Að sögn Ágúst Ólafs tók hann mál Arons Pálma upp á Alþingi í mars í fyrra. Hann beindi þeirri spurningu til þáverandi utanríkis- ráðherra, Halldórs Ásgrímsson- ar, hvort hann væri tilbúinn til að beita sér með beinum og pólitískum hætti fyrir lausn þessa sorglega máls til að umræddur Íslending- ur gæti lokið afplánun sinni hér á landi. Mikil áhersla var lögð á að aðkoman yrði að vera pólitísk eðlis en ekki eingöngu á vettvangi emb- ættismanna. Í umræðunni á þinginu á þeim tíma tók Halldór vel í þá umleitan og sagðist ætla að beita sér í mál- inu, að sögn Ágústs Ólafs. „Nú eru liðin tæp tvö ár og ekk- ert bólar á Aroni Pálma heim,“ segir hann og bætir við að fordæmi sé fyrir aðkomu stjórnvalda að mál- efnum Íslendinga erlendis. Megi þar nefna mál Sophiu Hansen. „Hér er um að ræða íslenskan ríkisborg- ara sem hefur verið beittur miklum órétti og því ber að beita öllum til- tækum leiðum til að koma honum til hjálpar.“ - jss Utandagskrárumræða á Alþingi vegna máls Arons Pálma: Pólitísk aðkoma nauðsynleg ARON PÁLMI Ágúst Ólafur Ágústsson hefur beðið um utandagskrárumræðu. AUSTUR-KONGÓ Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa fundið fjöldagrafir í Austur- Kongó, sem áður hét Saír. Í þeim hvíla lík mörg hundruð flóttamenn úr hópi Hútúa sem stjórnarher Rúanda, skipaður Tútsum, er sagður hafa stráfellt árið 1996. Árið 1994 var Rúanda vett- vangur einhverra hrikalegustu fjöldamorða síðustu áratuga en þá gengu Hútúar og Tútsar á milli bols og höfuðs hverjir á öðrum með þeim afleiðingum að 800.000 manns lágu í valnum. Friður hefur ríkt í landinu síðustu ár. ■ Fjöldagrafir í Kongó: Mörg hundruð manns myrtir DÓMSMÁL Phu Tién Nguyén játaði við þingsetningu málsins í Héraðs- dómi Reykjaness í gær að hafa orðið samlanda sínum Vu Van Phong að bana. Hann sagðist þó ekki hafa átt upptökin að átökunum. Mál Víetnamanna vakti mikla athygli fyrr á árinu. Phong var stunginn til bana í matarboði í heimahúsi í Hlíðarhjalla í Kópa- voginum um hvítasunnuna, Alls voru sautján matargestir í boðinu þegar einn gestanna snöggreidd- ist að sögn vitna og myrti Vu Van Phong með eggvopni sem að sögn lögreglu var líklega tekið úr eld- húsi í íbúðinni. Mörg vitni voru að atburðinum, en engum var boðin áfallahjálp að undanskilinni fjölskyldu hins látna. Friðrik Smári Björgvinsson, tals- maður lögreglunnar í Kópavogi, sagði á sínum tíma að lögreglan hefði mætt í Hlíðarhjallann innan við tveimur mínútum eftir að henni barst tilkynningin. Phong, sem kallaður var Jói, vann í Efnalauginni Björg í Mjódd ásamt eiginkonu sinni og sögðu vinnuveitendur hans skömmu eftir lát hans að hann hefði verið hvers manns hugljúfi. Hann var 28 ára gamall og hafði flust hingað árið 2000. Hann skildi eftir sig unga ekkju, Thanh Viet Mac, og þriggja ára gamla dóttur. Viet átti von á öðru barni þeirra hjóna. Viet, sem er 27 ára gömul, fluttist hingað ári á undan manni sínum, en móðursyst- ir hennar var meðal fyrstu flótta- mannanna sem komu hingað til lands frá Víetnam á vegum Rauða Krossins fyrir fjórtán árum. „Jói smakkaði aldrei áfengi, vann vel fyrir heimili sínu og fjöl- skyldu og var hugljúfi allra þeirra sem hann þekktu. Hann var ein- staklega sterkur persónuleiki og gaf af sér. Hann var duglegur, glað- ur og jákvæður. Allir smituðust af jákvæðu viðhorfi hans. Jói er búinn að vera eins og einn af okkur og hefur gengið í öll störf og tók það ekki illa upp þó að konur segðu honum fyrir verkum. Hann var mikill jafnaðarmaður og friðar- sinni og barði ekki einu sinni í borð þótt hann reiddist,“ sagði Sigurður Jónsson, vinnuveitandi Jóa, í viðtali við Fréttablaðið í vor. Phu Tién Nguyén situr í gæslu- varðhaldi á Litla-Hrauni. Réttað verður í málinu síðar í mánuðinum með aðstoð túlks. smk@frettabladid.is EFTIR ÞINGFESTINGU Phu Tién Nguyén hefur játað hafa stungið samlanda sinn í matar- boði í Kópavogi um hvítasunnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Játar að hafa stung- ið Vu Van Phong Víetnaminn Phu Tién Nguyén játar að hafa stungið samlanda sinn Vu Van Phong í matarboði um hvítasunnuna. Hann segir þó að það hafi verið í sjálfs- vörn. Phong lést af sárum sínum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Í MINNINGU VU VAN PHONG Borð með mynd af hinum látna, matvælum, reykelsi og blómum var útbúið að víetnömskum sið á heimili Viet eftir lát Jóa. VETTVANGUR Blóðslettur á stigagangi í Hlíðarhjalla í Kópavogi. MIKILL MISSIR Thanh Viet Mac og þriggja ára gömul dóttir hennar og Vu Van Phong. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 05.10.2005 Gengisvísitala krónunnar 61,16 61,46 107,9 108,42 73,1 73,5 9,793 9,851 9,259 9,313 7,86 7,906 0,5371 0,5403 88,3 88,82 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 103,0206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.