Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 24
6. október 2005 FIMMTUDAGUR New York Times er gott blað og hefur meira að segja á að skipa sérstökum umboðsmanni lesenda, sem blaðið kallar public editor. Til hans geta áskrifendur leitað og aðrir lesendur, ef þeir telja blaðið hafa brugðizt skyldu sinni. Umboðsmanninum er ætlað að fylgjast með því, að fréttir blaðs- ins séu réttar, ritstjórar og aðrir blaðamenn fari rétt og kurteislega með staðreyndir og aðsent efni standist sömu kröfur. Umboðs- maðurinn gefur lesendum blaðs- ins með reglulegu millibili skýrslu um samskipti sín við lesendur. Fyrir nokkru birti umboðsmað- urinn opinbera afsökunarbeiðni fyrir hönd blaðsins. Tilefnið var, að vonsvikinn lesandi í Massa- chusetts sakaði blaðið um að hafa brugðizt skyldu sinni með því að láta það hjá líða að fræða lesend- ur um þróun mála í New Orleans, vaxandi fátækt og vanrækta flóð- garða. Lesendur New York Times komu af fjöllum, þegar fréttir í kjölfar fellibylsins Katrínar færðu þeim heim sanninn um það, að 70% borgarbúa voru blökkumenn og fjórðungur íbúanna bjó undir fátæktarmörkum. Borgin hafði breytzt frá fyrri tíð, og langflestir lesendur blaðsins vissu það ekki. New York Times hafði mörg und- angengin ár birt margar glaðleg- ar greinar um dynjandi djassinn í Franska hverfinu og matargerð- ina á veitingahúsum borgarinnar, en lýsingu á lífi fólksins í fátækra- hverfunum var hvergi að finna nema aftarlega í örfáum línum, sem auðvelt var að missa af. Blaðið hafði einnig fjallað um flóðgarðana við borgina og hætt- una á því, að sjórinn myndi trú- lega flæða yfir garðana í miklum fellibyl. En blaðið sagði lítið eða ekkert um þá vanrækslu á viðhaldi garðanna, sem gerði það að verk- um, að þeir rofnuðu, svo að hörm- ungarnar af völdum fellibylsins urðu miklu meiri en ella. Fátæk- lingarnir í borginni gátu litla björg sér veitt, þegar fellibylurinn æddi yfir svæðið, enda þótt hann gerði boð á undan sér með löngum fyrirvara. Almannavarnir komu af fjöllum, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti vel á þess- um stað fyrir nokkru. New York Times hafði ekki heldur varað lesendur sína við hættunni, sem hlaut að fylgja því, að Bush forseti hafði trúað nokkrum einkavinum sínum fyrir yfirstjórn Almanna- varna, mönnum, sem höfðu enga reynslu af almannavörnum eða neyðarhjálp í náttúruhamför- um (heldur arabískum hestum!). Enda komu þeir af fjöllum, þegar fellibylurinn kom á land í Louisi- ana. Forstjórinn neyddist til að segja af sér nokkru síðar eftir þingnefndaryfirheyrslur. Og blaðið baðst afsökunar. Þetta kallar maður að kunna að skammast sín. New York Times ætlaði samt ekki að villa um fyrir lesendum sínum. Blaðið hafði engan hag af því að halda ástand- inu leyndu. Þögn blaðsins var óviljaverk. Himinn og haf skilja New York Times frá fjölmiðlum í einræð- isríkjum og ýmsum öðrum lönd- um, þar sem lýðræðið gengur við staf. Höfuðhlutverk dagblaða og annarra fjölmiðla í einræðisríkj- um er beinlínis að villa um fyrir fólki, ýmist með beinum lygum eða óbeint með því þegja um ýmis mál, sem geta komið sér illa fyrir yfirvöld (eða fyrir eigendur blað- anna, nema hvort tveggja sé). Þar er þagað um flugslys, af því að þau varpa rýrð á ríkisflugfélög- in. Þar er þagað um spillingu og græðgi stjórnmálastéttarinnar og ýmsa sjálftöku forréttinda og fríðinda, svo að yfirstéttin getur þá farið sínu fram án aðhalds og eftirlits. Þar er þagað um mútu- mál og ýmis önnur lögbrot. Þar er þagað um innlagnir á bankareikn- inga í útlendum skálkaskjólum, enda þótt um augljóst misferli sé að ræða. Þar er aldrei krafizt opinberrar rannsóknar á einu eða neinu, sem gæti varpað skugga á valdastéttina eða aðra þá, sem fjölmiðlarnir hafa tekið að sér að hlífa. Þar er þagað um harðræði óeinkennisklæddra lögreglu- manna gegn saklausum borg- urum - ef ekki í fréttarými, þá í forustugreinum. Þar er þagað um lögreglustjóra, sem sæta kærum fyrir líkamsárásir. ,,Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu“ segir í þýðingu Bjarna Jónsonar frá Vogi á gömlu kvæði eftir norska skáldið Arne Gar- borg. New York Times er ekki þannig blað. New York Times baðst afsök- unar á að hafa brugðizt skyldu sinni með því að þegja - og það um þjóðfélagsvandamál, sem blaðið og eigendur þess höfðu engan hag af að breiða yfir. Þannig eiga blöð að vera. Þannig eiga blöð að vera New York Times ætlaði samt ekki að villa um fyrir lesend- um sínum. Blaðið hafði engan hag af því að halda ástandinu leyndu. Þögn blaðsins var óviljaverk. FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veit- ir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Eintóna ræður Það voru fáar stjörnurnar sem stigu á svið í ræðustól Alþingis á þriðjudags- kvöldið í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Halldór hóf lesturinn, og það fer honum betur karlinum að flytja ræður sem ekki eru skrifaðar. Það var ekki fyrr en Steingrímur J. hóf málflutning sinn að einhver hreyfing komst á blóðið. Hvað svo sem fólki finnst um innihald þess sem Steingrímur segir kann hann að flytja ræður þan- nig að á hann er hlustað. Stjarna kvöldsins er þó líklega Halldór Blöndal. Það var ekki fyrr en Halldór fór að tala að þingheimur hló. Hvað með Halldór? Það vakti eftirtekt í ræðum sjálfstæð- ismanna hve lítið fór fyrir ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar. Geir H. Haarde hóf sína tölu á að minna landsmenn á hve mikið við eigum fráfarandi formanni, Davíð Oddsyni, að þakka; „Davíð Oddsson hefur ótvírætt verið fremsti stjórnmálaforingi Íslendinga á glæsilegasta framfaratímabili í sögu þjóðarinnar.“ Það voru ríkisstjórnir Davíðs sem talað var um. Svo var lengi vel eins og Geir væri búinn að gleyma því að hann er orðinn utanríkisráð- herra, því lengst af talaði hann sem fjármálaráðherra um hina efnahags- legu undirstöðu þjóðfélagsins. Aftur Davíð Ásta Möller, næsti ræðumaður sjálf- stæðismanna, fann líka hjá sér ríka þörf til að rifja upp ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar, án þess að minnast á að nú væri hennar flokkur í ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar. Þriðji og síðasti ræðumaður sjálfstæð- ismanna, Halldór Blöndal, lét vera að minnast einungis á Davíð Oddsson sem sinn leiðtoga. Hann lét þó ekki vera að hnýta aðeins í framsóknar- menn. Öðruvísi er varla hægt að skilja þreytu hans á því að svo virtist sem sumir í öðrum flokkum væru að einoka þakkirnar fyrir að nú sé að rísa stóriðja á Austurlandi. Halldór þurfti aðeins að minna á að hann og hans flokkur hafi einnig aðeins komið að málinu. svanborg@frettabladid.is Forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, eyddi nokkru púðri í það í stefnuræðu sinni að lýsa furðu sinni á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið að aðhaldsstig í fjármál- um ríkisins sé ekki nægjanleg við núverandi kringumstæður í efnahagslífi þjóðarinnar. „Það liggur fyrir að frá árinu 2003 hefur aðhaldsstig ríkis- fjármála aukist meira hér en í nokkru öðru OECD-ríki,“ sagði Halldór í stefnuræðu sinni. Þetta er ekki veigamikill rökstuðn- ingur fyrir gagnrýni á aðhaldið. Óhætt er að fullyrða að þörfin fyrir aðhald í ríkisrekstri sé hvergi meiri í nokkru öðru OECD- ríki en einmitt á Íslandi. Það ríki innan OECD sem kemst næst Íslandi er Bandaríkin, en þangað væri vafasamt að sækja sér fyrirmyndir í stjórn ríkisfjármála þessi misserin. Gagnrýnin á ónógt aðhald ríkisins grundvallast einmitt á þeirri staðreynd að við erum að nálgast hátind núverandi upp- sveiflu með tilheyrandi þenslu og vexti verðbólgu. Halldór vís- aði einnig til þess að verðbólgu síðustu mánaða mætti rekja til hækkana á fasteignaverði og verði eldsneytis. Sú verðbólga sem Seðlabankinn brást við nú með vaxtahækkun er af öðrum toga. Þar birtast kunnuglegir draugar úr fortíðinni þar sem laun og verðlag verða í aðalhlutverki. Ef vextir eiga ekki að hækka enn meira verða stjórnvöld að ganga í takt með Seðlabankanum. Forsætisráðherra getur heldur ekki firrt sig ábyrgð af þeirri verðbólgu sem hækkandi fasteignaverð hefur skapað. Skatta- lækkunaráform í upphafi þensluskeiðs og aukin útlán Íbúða- lánasjóðs samhliða aukinni útlánagetu bankanna höfðu fyrir- sjáanlegar afleiðingar á fasteignamarkaðinn. Niðurstaðan er sú að verðbólga er umfram það sem gert var ráð fyrir í kjara- samningum og slíkt eykur verulega hættu á óstöðugu efnahags- lífi á næstunni. Staðreyndin er sú að hér hefur ríkt værukær hagstjórn enda þótt þau vandamál í efnahagslífinu sem þjóðin glímir við séu lúxusvandamál, enn sem komið er. Opnara hagkerfi og aukið frjálsræði í efnahagslífinu hefur skilað þjóðinni miklum ábata og greiðsla ríkissjóðs á skuldum er jákvæð þróun. Hér gæti ástandið verið mun verra. Halldór boðaði í gær í þinginu að vinnu við endurskoðun Íbúðalánasjóðs yrði hraðað. Sú yfirlýsing er fagnaðarefni í ljósi þenslunnar og mikilvægt að innkoma bankanna á fasteignalánamarkað verði nýtt til þess að endurskilgreina hlutverk sjóðsins. Enda þótt það sé mótsagnakennt að fagna útgjöldum samhliða gagnrýni á ónógt aðhald verður ekki hjá því komist að fagna auknum útgjöldum til menntamála. Þar til grundvallar liggur sú bjargfasta sannfæring að samkeppnishæfni þjóðarinnar til lengri tíma liggi í vel menntuðu vinnuafli. Það ásamt frelsi í alþjóðaviðskiptum, lýðræðislegrar og mannúðlegrar samfélags- gerðar er líklegast til að skapa innihaldsríkt og öflugt samfélag til lengri tíma, jafnvel þótt stjórnvöld geri á hverjum tíma ein- hver hagstjórnarmistök. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Önnur ríki OECD eru villandi samanburður um aðhald í ríkisrekstri. Hátindur upp- sveiflu nálgast Staðreyndin er sú að hér hefur ríkt værukær hagstjórn enda þótt þau vandamál í efnahagslífinu sem þjóðin glímir við séu lúxusvandamál, enn sem komið er. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p k ö n n u n f yr ir 3 6 5 p re n tm i› la m aí 2 0 0 5 . Í DAG FJÖLMIÐLAR ÞORVALDUR GYLFASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.