Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 54
> Við hrósum ... ... Örnu Sif Pálsdóttur, leikmanni kvennaliðs HK í handknattleik, fyrir vasklega framgöngu gegn Íslands- meisturum Hauka í gær. Svo vasklega gekk stúlkan fram að sjálf Harpa Melsted kveinkaði sér undan henni og má nú mikið til að sú stúlka kveinki sér. Heyrst hefur ... ... að knattspyrnukonan Andrea Olga Færseth muni brátt greina frá því hvar hún ætli að spila á næstu leiktíð. Það mun vera með hennar gamla félagi KR en Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðs- þjálfari, er nýtekin við liðinu og hún ætlar sér stóra hluti með KR-liðið næsta sumar og er jafn velvon á fleiri stórum bitum. sport@frettabladid.is 32 > Við hrósum ... .... körfuknattleiksdeild Grindavíkur fyrir að bjóða upp á árskort á sanngjörnu verði eða 5.000 kr. Það er til mikillar fyrirmyndar hjá félaginu og vonandi skilar þetta góða útspil félagsins sér í fínni mætingu á leiki liðsins í vetur. N‡li›ar HK skoru›u 32 mörk á Íslandsmeistarana á Ásvöllum en ur›u samt a› sætta sig vi› fyrsta tap vetrarins. Haukar eru me› fullt hús og n‡ttu sér hra›a- upphlaupin og sóknarleikinn til fless a› vinna ellefu marka sigur á n‡li›unum. Við verðum einhvern tímann á toppnum HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna ný- liða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik lið- anna í DHL-deild kvenna á Ásvöll- um í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleikn- um en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraða- upphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK–liði en þessi sautján ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. „Auðvitað var þetta erfitt því þær eru nátt- úrlega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst.“ Gátum ekki stöðvað þær Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnar- leikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gát- um bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum,“ sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sé langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálf- leik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. „Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðju- manninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag,“ sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupp- hlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög spræk- ar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni,“ sagði Hanna. ooj@frettabladid.is Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurríska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Ís- lands. „Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands.“ Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. „Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í við- skiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltan- um og spila með Val í DHL-deild- inni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur.“ Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Mag- deburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dag- ur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. „Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en von- andi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náð- um ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum.“ DAGUR SIGURÐSSON: ENN AÐ SPILA Á FULLU MEÐ BREGENZ Í AUSTURRÍKI Dagur farinn a› huga a› heimfer› 6. október 2005 FIMMTUDAGUR Hannes Sigurðsson kallaður inn í landsliðshópinn í stað Heiðars Helgusonar: FÓTBOLTI Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Ful- ham, boðaði forföll af persónu- legum ástæðum í vináttulands- leikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudag- inn. Hannes Þ. Sigurðsson, leik- maður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Hannes á tvo A-landsleiki að baki, gegn Ítalíu og Möltu. Hannes leikur með U21 árs landsliði Íslands á þriðjudaginn gegn Svíum. Með brotthvarfi Heiðars vant- ar hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, af ýmsum ástæðum, í landsliðshóp Íslands gegn Pól- verjum. Þeir eru Árni Gautur Arason, Hermann Hreiðarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hjálmar Jónsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar. Þá gefa tveir leikmenn ekki kost á sér í landsliðið, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Íslenska landsliðið lenti í miklum hremmingum á leið sinn til Póllands í gær. Landsliðið átti að fljúga frá Kaupamannahöfn í gærmorgun til Varsjá en ferðin var fyrirvaralaust felld niður. Þá þurfti að leita leiða til að koma hópnum til Varsjá og það tókst með því að senda nokkra í gegnum Osló og aðra í gegnum Berlín. Að sögn Ásgeirs Sigur- vinssonar landsliðsþjálfara þurfti að fella niður æfingu í gær af þessum sökum en þess í stað verða tvær æfingar í dag í stað einnar. „Það verður gaman fyrir þessa ungu stráka að spreyta sig gegn þessu gríðarlega sterka pólska liði sem er komið lang- leiðina á HM næsta sumar. Við erum allir af vilja gerðir að leyfa mönnum að stimpla sig inn í landsliðið gegn Póllandi og ef þannig ber undir fá nýliðar tæki- færi eins og til dæmis Daði [Lár- usson markvörður],“ sagði Ás- geir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari. - þg Landsli›i› í hremmingum á lei› til Póllands LEIKIR GÆRDAGSINS SS-bikarkeppnin: VALUR 2 - STJARNAN 17–27 Ekki bárust upplýsingar um markaskorara í leiknum. FH 2 - AFTURELDING 29–22 Ekki bárust upplýsingar um markaskorara í leiknum. KR - FYLKIR 16–31 (9–8) Mörk KR: Páll Þórólfsson 4, Guðmundur Albertsson 4, Hörður Gylfason 2, Davíð B. Gíslason 2, Hafsteinn Guðmundsson 1, Daði Hafþórsson 1, Anton Gylfi Pálsson 1 (fékk rautt þegar 20 mín. lifðu leiks), Ágúst Þór Jóhannsson 1. Mörk Fylkis: Pétur Þorláksson 7, Arnar Sæþórsson 6, Ásbjörn Stefánsson 6, Heimir Örn Árnason 5. HAUKAR 2 - SELFOSS 19–25 Ekki bárust upplýsingar um markaskorara í leiknum. ÍBV 2 - FH 28–43 Ekki bárust upplýsingar um markaskorara í leiknum. DHL-deild kvenna: HAUKAR - HK 43–32 (22-16) Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefáns- dóttir 13/5, Ramune Pekarskyte 8/2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Harpa Melsted 4, Ragnhildur Guðmundsdóttir 3, Martha Hermannsdóttir 3/2, Erna Þráinsdóttir 2, Tinna Barkardóttir 2, Áslaug Þorgeirsdóttir 1. Varin skot: Helga Torfadóttir 9, Kristina Metuzeviciute 7. Mörk HK: Arna Sif Pálsdóttir 13/5, Aukse Vysniauskaité 10/1, Hjördís Rafnsdóttir 5, Auður Jónsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 1. Varin skot: Kolbrún Ragnarsdóttir 3, Tinna Viðarsdóttir 6. Þýska úrvalsdeildin: MAGDEBURG - WILHELMSH. 45–22 Arnór Atlason skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg og Sigfús Sigurðsson 3. Gylfi Gylfason skoraði 4 mörk fyrir Wilhelsmhavener. FLENSBURG–GÖPPINGEN 31–24 Jaliesky Garcia Padron skoraði 2 mörk fyrir Göppingen og Andrius Stelmokas 4. Spænska úrvalsdeildin: CANGAS - CIUDAD REAL 22–29 Ólafur Stefánsson var ekki á markalista Ciudad í leiknum. MARKADROTTNINGAR TAKAST Á Haukastúlkan Hanna G. Stefánsdóttir, sem skoraði 13 mörk í gær, reynir hér að stöðva Aukse Vysniauskaité, leikmann HK sem skoraði tíu mörk og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GAMLA VARNARBÚNTIÐ ENGU GLEYMT Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sýndi gamalkunna takta í Höllinni í gær þegar Hraðlestin mætti Stjörnunni í SS- bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 52-53 (32-33) Sport 5.10.2005 23:10 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.