Fréttablaðið - 06.10.2005, Side 52

Fréttablaðið - 06.10.2005, Side 52
30 6. október 2005 FIMMTUDAGUR ���� ������������ ��������� ����������� ������������������������������ ����������������� ���� ����������������������������� www.steinsmidjan.is BETTE DAVIS (1908-1989) lést þennan dag. „Allir hafa hjarta, nema sumir.“ Bette Davis var heimsfræg bandarísk leikkona. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna ellefu sinnum og hlaut þau tvisvar. MERKISATUBÐIR 1659 Hollenskt kaupskip sekkur við Flatey á Breiðafirði. 1847 Bókin Jane Eyre eftir Char- lotte Bronté er gefin út. 1895 Samkomuhús Hjálpræð- ishersins er vígt. Það var gamli spítalinn við Aðal- stræti í Reykjavík. 1961 Háskólabíó er vígt á hátíð- arsamkomu vegna hálfrar aldar afmælis Háskóla Íslands. 1981 Egypski forsetinn Anwar Sadat er ráðinn af dögum. 1993 Flogið er í fyrsta sinn í gegnum gatið á Dyrhólaey, Flugstjóri var Arngrímur Jóhannsson en Árni John- sen var með í för. 2000 Slobodan Milosevic foreti Júgóslavíu segir af sér. „Ég taldi að það þyrfti að gera breytingar á sam- bandinu,“ segir Borgar Þór Einarsson, sem var kjörinn formaður Sam- bands ungra sjálfstæð- ismanna síðustu helgi. Borgar er gamalreyndur innan SUS. „Það eru tólf ár síðan ég fór á mitt fyrsta SUS-þing,“ segir Borgar, sem var formað- ur í Félagi ungra sjálf- stæðismanna á Akranesi fyrir ellefu árum og hefur verið viðloðandi SUS síðan. Hann vill leggja áherslu á að SUS vinni fyrir félögin um land- ið en líti ekki á þau sem stoðdeildir. Þessu vill hann ná fram með því að fela einstökum félögum meiri ábyrgð og stærri verkefni. „Ég vil bygg- ja félögin upp þannig að við séum með nærveru úti um allt land,“ segir Borgar, sem er bjartsýnn á að koma öllu í verk á þeim tveimur árum sem hann gegnir formennsku. „Ég vil koma samband- inu strax í það stand að það verði ómissandi fyrir flokkinn í næstu kosning- um,“ segir Borgar, sem vinnur sem lögfræðingur hjá Landsbankanum. Á þinginu sem haldið var í Stykkishólmi um helgina var Borgar einn í formlegu framboði en allir aðrir félagar voru kjörgengir. Það vakti nokkra athygli að hálf- systir Borgars fékk 18 prósent atkvæða. „Þetta var svartur húmor hjá mínum andstæðingum innan hreyfingarinnar,“ útskýrir Borgar, sem fannst ekki sérstaklega vel fram komið við yngri systur sína sem var að mæta á sitt fyrsta SUS- þing og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Pólitíkin er áhugamál Borgars númer eitt, tvö og þrjú. Auk þess hefur hann mjög gaman af að veiða og stundar laxveiði eins og hægt er. Borgar á stóra fjölskyldu, konu og þrjú börn. „Ég reyni eins og ég get að vera með þeim þó það gefist lítill tími,“ segir Borgar, sem var mikið að heiman í sumar að undirbúa fram- boð sitt innan SUS. Hann gaf sér þó tíma til að fara með fjölskylduna í sína fyrstu utanlandsferð til Króatíu. „Það var mikið ævintýri fyrir krakkana en þau tvö yngri höfðu aldrei komið í flugvél,“ segir Borgar, sem ske- mmti sér mjög vel. Borgar viðurkennir að það sé eitthvað við stjórn- mál sem togi í hann, sér- staklega þörfin fyrir að hafa áhrif á hvernig hlutirnir séu í kring- um hann. Hann hefur þó ekki gert upp við sig hvort hann muni vinna við pólitík í framtíðinni. „Þó það sé margt spenn- andi við stjórnmál er líka margt fráhrindandi,“ segir Borgar, sem finnst stjórnmálamenn afsala sér stórum hluta af sínu einkalífi sem enginn geti gert nema vera með hlut- ina á hreinu gagnvart sínum nánustu. BORGAR ÞÓR EINARSSON KJÖRINN FORMAÐUR SUS: Margt fráhrindandi við stjórnmál ANDLÁT Halldór Jónsson frá Mann- skaðahóli andaðist á sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 1. október. Gunnbjörn Jónsson, Hraun- vangi 7, Hafnarfirði, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu Hafnarfirði sunnudaginn 2. október. Erlendur Lárusson, fyrrverandi forstöðumaður Vátrygginga- eftirlitsins, Krosshömrum 11, Reykjavík, andaðist á heimili sínu mánudaginn 3. október. Ester Jósavinsdóttir, fyrrum bóndi og húsfreyja á Másstöðum í Skíðadal, Ægisgötu 25, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 4. október. Jóhanna Margrét Þorsteins- dóttir ljósmóðir, áður til heimilis á Baldursgötu 12, Reykjavík, lést á heimili sínu, Dalbraut 27, þriðjudaginn 4. október. JARÐARFARIR 13.00 Minningarathöfn um Erling Vigfússon, óperusöngvara, verður haldin í Grafarvogs- kirkju. 14.00 Sigurður Björn Ingólfsson frá Suðurvöllum, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju. Ástkær eiginkona mín, Hallfríður Guðrún Sigurðardóttir fyrrum húsfreyja að Uppsölum Svarfaðardal, sem lést þann 30. september verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 8. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Vallakirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Kristjánsson Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, fósturfaðir og afi, Kristján Mikkaelsson Flekkudal, Kjós, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 8. október og hefst athöfnin kl. 14.00. Guðný G. Ívarsdóttir Elías Kristjánsson Sigríður Lárusdóttir Gunnar Kristjánsson Sigríður Birna Ólafsdóttir Ásrún Kristjánsdóttir Jónas Dalberg Karlsson Þorsteinn Kristjánsson Jóhannes Björnsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Guðmundur Bjarnason vélstjóri, Háaleitisbraut 79, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 28. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið. María Jónsdóttir Jón E.B. Guðmundsson Stefán Ó. Guðmundsson Svanhvít Jónasdóttir Larissa Jónsdóttir María Stefánsdóttir Hákon Stefánsson Elísabet Stefánsdóttir Fanney, Anna Elísabet og Stefán Orri langafabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnbjörn Jónsson Hraunvangi 7, Hafnarfirði, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu Hafnarfirði sunnudaginn 2. október. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir Ingimar Kristjánsson Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson Anna Björk Brandsdóttir Jón Valdimar Gunnbjörnsson Ragna Jóna Helgadóttir Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir Rósinkar Snævar Ólafsson Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir Heimir Lárus Hjartarson Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson Elínborg Sigvaldadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Á þessum degi árið 1979 varð Jóhannes Páll páfi II fyrstur páfa til að stíga fæti inn í Hvíta húsið í Washing- ton. Fundur hins 39. forseta og 264. rómverska páfa vakti nokkra athygli en í 200 ára sögu Bandaríkjanna höfðu fáir stjórnmálamenn viljað láta bendla sig við kaþólsku kirkjuna opinberlega. Um 40 þúsund manns komu saman til að berja páfann augum þegar hann hélt messu fyrir um þúsund presta við dómkirkju St. Matthews áður en hann hélt til Hvíta hússins þar sem hann dvaldi síðasta daginn af ferðalagi sínu um sex bandarískar borgir. Carter forseti ávarpaði páfann á móðurmáli hans, pólsku. Þá biðluðu þeir til heimsins um kjarnorku- afvopnun og aukna hjálp til þróunarlanda. Athöfnin fór friðsamlega fram en hálfum tíma fyrir heimsókn páfa var maður handtekinn sem hafði í fórum sínum þrjár byssur og hníf. Páfinn hitti Carter forseta á ný ári síðar og það ár bauð hann Elísabetu Englands- drottningu velkomna í Vatík- anið. Árið 1998 hafði Jóhann- es Páll páfi annar heimsótt yfir hundrað lönd og farið hringinn í kringum hnött- inn 27 sinnum. Páfinn lést 2. apríl árið 2005. ÞETTA GERÐIST: 6. OKTÓBER 1979 Páfi heimsækir Hvíta húsið í fyrsta sinn JÓHANNES PÁLL PÁFI ANNAR OG JIMMY CARTER AFMÆLI Kolfinna Bald- vinsdóttir sagn- fræðingur er 35 ára. FORMAÐUR SUS Borgar Þór á stóra fjölskyldu og fór með hana í sína fyrstu utanlandsferð í sumar til Króatíu. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.