Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAG
Sími: 550 5000
FÖSTUDAGUR
4. nóvember 2005 — 298. tölublað — 5. árgangur
VINNUVÉLAR
INGI BJÖRNSSON:
Besti kranamaður
Íslands
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
2
3
7
4
Breytum hugmyndum í veruleika
Ertu í stellingum
fyrir stór verkefni?
Við erum sérfræðingar í fjármögnun atvinnutækja,
skrifstofubúnaðar og atvinnuhúsnæðis.
Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á glitnir.is.
Yfirbreiðslur
BLS. 2 Orðnar lögbundnar
Vélfang ehf.
BLS. 4 Ætlar sér stóra hluti á
markaðnum
Tonny Espersen
BLS. 4 Gaman að ljúka góðu
verki
Vinnuvélar fyrri tíma
BLS. 6 Gríðarlegar framfarir
Sjálfvirkt smurkerfi
BLS. 6 Smursprautunni skipt út
Þróttur
BLS. 8 Mikil endurnýjun á síð-
astliðnum árum
Drottningin engri lík
BLS. 8 Jón Magnús Pálsson á
sérstaka ýtu
Samgöngusafnið
BLS. 10 Fornfrægar vinnuvélar
Magnús Sigurðsson
BLS. 12 Gaman að vinna á stór-
um trukkum
Vinnuvélanámskeið
BLS. 12 80 stunda nám
Metanbílar
BLS. 14 Menga minna
Liebherr-kranar
BLS. 18 Algengastir á Íslandi
Rafmagnslyftari
BLS. 19 Með vetnisrafal
EFNISYFIRLIT
vinnuvélar
[ SÉRBLAÐ UM VINNUVÉLAR OG ATVINNUTÆKI – FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 ]
BESTI
KRANAMAÐURINN
spreytir sig í Evrópu SJÁ BLS. 2
VENIERI
ítalskar vélar á Íslandi SJÁ BLS. 16
01 vinnuvélar FORS lesið 3.11.2005 15:48 Page 3
Í þjóðlegum kjól
Elva Ósk Ólafsdóttir
leikkona tekur lítið
mark á sjálfskipuðum
tískulöggum og ætlar
að klæðast á íslenskan
máta á Emmy-verð-
launahátíðinni.
FÓLK 54
Sigmar í Gettu
betur
Kastljóssmaðurinn
Sigmar Guðmundsson
hefur verið ráð-
inn sem spyrill
í Gettu betur.
FÓLK 54
k ó n g a f ó l k t í s k a t í ð a r a n d i h e i l s a m a t u r s t j ö r n u s p á t ó n l i s t
SJÓ
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
4.
– 1
0.
nó
ve
mb
er
á björtu nótunum
LOÐSKINN
OG LEÐURFLÍKUR
» hlý föt fyrir veturinn
UMHIRÐA HÚÐAR
» blaðauki um útlit og snyrtivörur
» Ingibjörg Þorbergs
Hugsar um það sem er gott
01 birta-forsíða 1.11.2005 16.46 Page 1
NOREGUR Lögregla í Mosjøen í
Norður-Noregi gerði í gær upp-
tæk 190 kíló af kókaíni í suður-
ameríska skipinu Crusader.
25 skipverjar voru handteknir
en ekki er vitað hverjir þeirra
komu fíkniefnunum fyrir. Auk
kókaínsins flutti Crusader súrál
til álbræðslu Elkem í firðinum.
Aldrei hefur fundist slíkt
magn af kókaíni í landinu áður
en að sögn norska ríkisútvarpsins
er verðmæti þess tveir milljarðar
íslenskra króna. Talið er ólíklegt
að efnin hafi átt að selja í Noregi
heldur á öðrum áfangastöðum
skipsins. ■
Fíkniefnafundur í Noregi:
Kókaín fyrir
tvo milljarða
Siðbót eða miskabót?
Birgi Guðmundssyni finnst eðlilegt að
Bubbi Morthens sé ósáttur við umfjöll-
un Hér og nú en undrunarefni hvernig
lögmaður Bubba rökstyður kröfuna
um miskabætur honum til handa.
Í DAG 20
INGIBJÖRG ÞORBERGS:
Hugsar um það
sem er gott
• snyrtivörur • loðflíkur • eftirréttir
VÍÐA BJART Í MORGUNSÁRIÐ Þykkn-
ar smám saman upp um sunnan- og
vestanvert landið þegar líður á daginn og
kvöldið með vaxandi vindi og hlýnandi
veðri. Fer að rigna vestan til í nótt. Bjart
og svalt lengst af eystra.
STJÓRNMÁL Mikið ber í milli í
viðræðum fulltrúa ríkisins og
Reykjavíkurborgar um sölu á
hlut borgarinnar í Landsvirkjun,
en farið var yfir stöðu málsins á
fundi borgarráðs í gær.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins telja fulltrúar
borgarinnar heildarmatsverð
Landsvirkjunar of lágt, enda
miðist það meðal annars við
gamla orkusölusamninga við
álframleiðendur. Bent er á að
Orkuveita Reykjavíkur hafi á
síðari árum náð betri orkusölu-
samningum en Landsvirkjun og
horfa verði til framtíðarvirðis
Landsvirkjunar.
Heildarmatsverð Landsvirkj-
unar er 56,4 milljarðar króna en
Reykjavíkurborg á 45 prósenta
hlut í fyrirtækinu. Eftir því sem
Fréttablaðið kemst næst vill
Reykjavíkurborg hækka heildar-
matsverð upp fyrir 60 milljarða
króna sem gæfi borginni marga
milljarða aukreitis fyrir hlutinn.
„Ef rétt verð fæst fyrir hlut
borgarinnar í Landsvirkjun
erum við ugglaust til í að standa
að sölunni,“ segir Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins. Hann telur
nánast fullvíst að R-listinn hygg-
ist nú ýta málinu til hliðar, meðal
annars vegna andstöðu vinstri
grænna sem vilja ekki með nein-
um hætti stuðla að einkavæðingu
Landsvirkjunar. - jh
Líkur á því að Reykjavíkurborg selji ríkinu hlut sinn í Landsvirkjun minnka:
Borgin krefst hærra verðs Spennandi dagskrá
3.-7. nóvember
Frábær krakkatilbo›
Heyrðu, Paris Hilton er víst
byrjuð með Radisson Sas.
w w w . r o k l a n d . b l o g s p o t . c o m
KJARAMÁL Samtök atvinnulífsins
hafa hafnað tillögum Alþýðusam-
bands Íslands um tveggja pró-
senta launahækkun sem lögð var
fram í viðræðum forsendunefnd-
ar kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði. Í henni eiga sæti
tveir fulltrúar ASÍ og SA sem eru
sammála um að forsendur samn-
inganna séu brostnar.
Fulltrúar ASÍ hafa sagt að
búast megi við að þeim verði sagt
upp 10. desember nái forsend-
unefndin ekki samkomulagi á
næstunni. Tillögur ASÍ miðast við
þær verðbólguforsendur sem síð-
ustu kjarasamningar voru gerðar
út frá. „Við höfum talið að þar sem
markmið Seðlabankans og for-
sendur kjarasamninga gera ráð
fyrir 2,5 prósenta verðbólgu en
verðbólgan er í raun 4,5 prósent
sé það nokkuð klárt hver munur-
inn er,“ segir Gylfi Arnbjörnsson,
framkvæmdastjóri ASÍ. „Að öðru
leyti er þetta mál til úrlausnar,“
segir hann. „Það er þó ljóst að ekki
hefur verið vilji af hálfu atvinnu-
rekenda til að semja og stefnir í
að ekki náist saman að óbreyttu,“
segir Gylfi.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
SA, segir varhugavert að horfa
dómgreindarlaust og vélrænt á
verðbólgutölur. „Við semjum ekki
um verðbólgu eða kaupmátt. Við
semjum um tilteknar launahækk-
anir,“ segir Ari. „Kaupmáttur
er í sögulegu hámarki á Íslandi.
Við teljum því ekki forsendur til
þess að vera með einhver ýktari
viðbrögð nú en var þá af svipuðu
tilefni. Það er alls ekki sann-
gjarnt, þegar horft er til eðlis
verðbólgunnar, að afgreiða verð-
bólguna sem frádrátt frá kaup-
mætti almennings. Þrír fjórðu
hennar eru vegna fasteignaverðs,
en einnig vegna aukinnar neyslu
og betri lífsgæða,“ segir Ari.
Hann segir ekki útilokað að
samið verði um hækkun launa
þótt það verði ekkert í líkingu
við tillögur ASÍ. „Þetta snýst um
kostnaðinn fyrir atvinnulífið.
Það er alveg ljóst að svigrúmið til
breytinga er ekki af þeirri stærð-
argráðu sem þarna er slegið fram.
Slík nálgun fæli að auki í sér aft-
urhvarf til víxlhækkunar launa
og verðlags,“ segir Ari.
„Það væri hins vegar mjög
slæmt fyrir almenning í landinu
ef samningar næðust ekki og yrði
með því brugðið frá þeirri sátt
sem hefur verið í landinu um ára-
bil og ekki víst að næðist saman
um langan tíma aftur,“ segir Ari.
- sda / sjá síðu 8
Atvinnurekendur
sögðu nei við ASÍ
Alþýðusamband Íslands telur að með aukinni verðbólgu hafi hallað á launþega.
Samtök atvinnulífsins segja þá aldrei hafa haft það betra. SA hafnaði tillögum
ASÍ um tveggja prósenta launahækkanir.
STJÓRNMÁL Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík hefst í dag
og er búist við mikilli þátttöku.
Öllum félagsbundnum sjálf-
stæðismönnum í Reykjavík, sem
náð hafa 16 ára aldri, er heimilt að
greiða atkvæði. Sömuleiðis eiga
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, sem undirritað hafa inntöku-
beiðni í sjálfstæðisfélag í Reykja-
vík fyrir lok kjörfundar, rétt til
þátttöku í prófkjörinu.
Í dag er einungis kosið í Valhöll
en á morgun verður kosið á sjö
stöðum í borginni.
Fréttablaðið birtir í dag viðtöl
við þá sem takast á um efsta sæti
listans, þá Vilhjálm Þ. Vilhjálms-
son og Gísla Martein Baldursson.
- jh / sjá síðu 16 og 18
Sjálfstæðisflokkurinn:
Prófkjör hefst í
dag í borginni
ÁKALLAR ÞJÓÐIR HEIMS Á heimsráðstefnu um heilbrigðismál í New York fjallaði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, um
hættuna á heimsfaraldri vegna fuglaflensu. Sagði hann að þjóðir heims þyrftu nú að taka höndum saman. Sérstaklega þyrfti að aðstoða fugla-
bændur sem ættu á hættu að smitsjúkdómurinn bærist í fiðurfénað þeirra eða hefðu þegar orðið fyrir skaða vegna flensunnar.AP
SÆKJAST EFTIR FYRSTA SÆTINU Augu
flestra munu beinast að baráttu Gísla
Marteins og Vilhjálms.
Slæmur dagur í körfunni
Íslensku liðin í Evrópukeppninni í
körfubolta riðu ekki feitum hesti
frá viðureignum sínum í
gærkvöldi. Kvennalið Hauka
tapaði stórt fyrir ítalska
liðinu Ribeira og Keflavík
olli miklum vonbrigðum
gegn Laapperanta frá
Finnlandi.
ÍÞRÓTTIR 90
VEÐUR 4