Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.11.2005, Qupperneq 6
6 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR KJÖRKASSINN Ætlarðu að fylgjast með prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík? Já 46% Nei 54% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu hamingjusöm manneskja? Segðu þína skoðun á Vísi.is BAGDAD, AP Íraska ríkisstjórnin hefur ákveðið að þeir sem gegndu lægri herforingjastöðum í stjórn- arher Saddams Hussein geti skráð sig í herinn á ný. Vonast er til að með því ljúki stórum hluta upp- reisnarinnar í landinu. Fljótlega eftir að innrásarherir Bandaríkjanna knésettu Íraksher í apríl 2003 voru ríflega 400.000 hermenn sviptir lifibrauði sínu. Í því erfiða atvinnuástandi sem ríkt hefur í Írak er engin furða að óánægðir hermennirnir hafi lagt uppreisnaröflunum lið. Þessi ráð- stöfun Bandaríkjamanna er því talin ein afdrifaríkustu mistökin sem þeir hafa gert sig seka um frá innrásinni. Embættismaður í írakska varn- armálaráðuneytinu greindi frá því í fyrradag að fyrrverandi her- menn, með majórstign eða lægri, gætu skráð sig í herinn næsta sex vikurnar. Bakgrunnur þeirra verður hins vegar kannaður til að tryggja að þeir muni raunverulega berjast gegn uppreisnarmönnum en ekki með þeim. Al-Kaída í Írak lýsti því yfir í gær að flugumenn samtakanna hefðu skotið niður bandaríska herþyrlu nærri borginni Ramdadi með þeim afleiðingum að tveir hermenn fórust. - shg Fyrrverandi herforingjar sem leystir voru frá störfum við fall Saddams: Geta gengið í herinn á ný FLAK ÞYRLUNNAR Al-Kaída í Írak kveðst bera ábyrgð á að hafa skotið niður bandaríska herþyrlu í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND, AP Ekkert lát virðist ætla að verða á óeirðum í úthverf- um Parísar og fleiri franskra stórborga, þar sem flestir íbúarn- ir eru innflytjendur frá Norður- Afríku. Þær mögnuðust í fyrri- nótt, sjöunda sólarhringinn í röð. Óeirðaseggir létu áskoranir æðstu ráðamanna um að hafa sig hæga sem vind um eyrun þjóta og létu öllum illum látum, sérstak- lega í Seine-Saint-Denis-sýslu norður af París þar sem fjölmenn- ustu innflytjendahverfin eru. Skotið var á lögreglu- og slökkvi- liðsmenn, grjóti kastað í grennd- arlestir, kveikt í tugum bíla og tjón unnið á fjölda bygginga, þar á meðal bílasölu, stórmarkaði, skóla og barnaheimili. Forsætisráðherrann Domin- ique de Villepin kallaði ríkis- stjórnina saman til bráðafundar til að ræða aðgerðir til að lægja öldurnar. Gagnrýni dundi á stjórninni fyrir að hafa leitt hjá sér vandamálin í úthverfunum, þar sem innflytjendur af fyrstu og annarri og jafnvel þriðju kyn- slóð búa milljónum saman í tak- mörkuðum tengslum við franskt atvinnu- og þjóðlíf. Ágreining- ur var líka innan stjórnarinnar, meðal annars vegna niðrandi orða sem innanríkisráðherrann Nicol- as Sarkozy lét falla um óeirða- seggina. Stjórnarandstöðuhópar sökuðu stjórnina um að bera ábyrgð á því hve ástandið er orðið alvarlegt, ýmist með því að hafa brugðist of seint við eða með því að hafa hleypt of mörgum innflytjendum inn í landið. - aa Ekkert lát á óeirðum í frönskum borgum: Innflytjendahverfin loga AF VETTVANGI Strætisvagnar og bílar sem brunnu í óeirðum næturinnar í Aulnay- sous-Bois norðaustur af París. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ástþóri Magnússyni, fyrrum forsetaframbjóðanda, voru dæmdar 150 þúsund krón- ur í bætur frá íslenska ríkinu í Hæstarétti í gær. Þar með er sýknudómi héraðsdóms yfir rík- inu hnekkt. Bæturnar fær Ást- þór fyrir að hafa þurft að sitja í gæsluvarðhaldi lengur en efni stóðu til. Ástþór var hnepptur í hald fyrir að hafa sent út orðsend- ingu um yfirvofandi hryðjuverk- aárás. Taldi rétturinn að ekki hefðu fengist nægar skýringum á töfum á yfirheyrslum. - saj Hæstiréttur hnekkir héraði: Ríkið greiði Ástþóri bætur ����������������������������� �������� �� �� �� �� �� �� �� �� �� HEILBRIGÐISMÁL Af öllum hjúkrun- arrýmum fyrir aldraða í landinu er einungis rúmur helmingur einstaklingsrými eða 57 prósent. Aðeins 29 prósent íbúa er með sér baðherbergi. Til samanburðar má geta að í Noregi er hlutfall einbýla 91 prósent. Þetta kemur fram í stjórnsýslu- úttekt sem Ríkisendurskoðun hefur gert á þjónustu við aldraða en skýrslan var gerð opinber í gær. Í henni er lagt til að stjórnvöld setji fram kröfur um lágmarksþjón- ustu á þeim heimilum sem rekin eru fyrir opinbert fé. Skortur á slíkum viðmiðunum hefur valdið því að mikill munur er á því eftir landshlutum og stofnunum hvern- ig þjónustu aldraðir fá. Björgvin Sigurðsson, þingmað- ur Samfylkingar, lagði fram fyrir skemmstu fyrirspurn til Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra hvort ekki kæmi til greina að setja lög sem bönnuðu að eldri borgarar væru vistaðir tveir eða fleiri saman í rými nema ef þeir kysu svo vegna tengsla. „Hann tók því miður ekki vel í það og nú er enn verið að byggja heimili fyrir aldraða þar sem gert er ráð fyrir því að þeir búi saman í fjölbýli,“ segir Björgvin. Skýrsluhöfundar leggja og til að hugað verði betur að þjónustu við elsta aldurshópinn en tals- vert skortir á að næg rými séu til fyrir þann hóp. Þannig þurftu 310 einstaklingar sem eru 80 ára og eldri að bíða eftir plássi árið 2003 þó þeir væru í brýnni þörf. Það markmið stjórnvalda að biðtími eftir plássi fyrir fólk í brý- nni þörf sé ekki meiri en 90 dagar náðist, en árið 2003 var sá biðtími að meðaltali 86 dagar. Hins vegar þurfti fólk að bíða í sjö mánuði að meðaltali frá því það fór í vistun- armat og þar til að það fékk pláss. Ríkisendurskoðun leggur svo og til að heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið leggist á árarnar og byggi upp fleiri öldrunarheim- ili og jafni út það misræmi sem er á fjölda rýma eftir landshlutum. jse@frettabladid.is Aðeins þriðjungur með sér baðherbergi Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar segir að aðbúnaði aldraðra sé ábóta- vant. Skýrsluhöfundar hvetja stjórnvöld til að gera betur fyrir elsta aldurshóp- inn. Rétt rúmur helmingur hjúkrunarrýma er einkarými. ALDRAÐIR Meginmarkmið heil- brigðisáætlunar frá því 2001 náðist að mati skýrsluhöfunda. En þó þarf margt að bæta svo aldraðir geti unað jafn áhyggjulausir við sitt og heldra fólkið á þessari mynd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.