Fréttablaðið - 04.11.2005, Qupperneq 6
6 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR
KJÖRKASSINN
Ætlarðu að fylgjast með prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík?
Já 46%
Nei 54%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ertu hamingjusöm manneskja?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
BAGDAD, AP Íraska ríkisstjórnin
hefur ákveðið að þeir sem gegndu
lægri herforingjastöðum í stjórn-
arher Saddams Hussein geti skráð
sig í herinn á ný. Vonast er til að
með því ljúki stórum hluta upp-
reisnarinnar í landinu.
Fljótlega eftir að innrásarherir
Bandaríkjanna knésettu Íraksher
í apríl 2003 voru ríflega 400.000
hermenn sviptir lifibrauði sínu.
Í því erfiða atvinnuástandi sem
ríkt hefur í Írak er engin furða að
óánægðir hermennirnir hafi lagt
uppreisnaröflunum lið. Þessi ráð-
stöfun Bandaríkjamanna er því
talin ein afdrifaríkustu mistökin
sem þeir hafa gert sig seka um frá
innrásinni.
Embættismaður í írakska varn-
armálaráðuneytinu greindi frá
því í fyrradag að fyrrverandi her-
menn, með majórstign eða lægri,
gætu skráð sig í herinn næsta
sex vikurnar. Bakgrunnur þeirra
verður hins vegar kannaður til að
tryggja að þeir muni raunverulega
berjast gegn uppreisnarmönnum
en ekki með þeim.
Al-Kaída í Írak lýsti því yfir í
gær að flugumenn samtakanna
hefðu skotið niður bandaríska
herþyrlu nærri borginni Ramdadi
með þeim afleiðingum að tveir
hermenn fórust. - shg
Fyrrverandi herforingjar sem leystir voru frá störfum við fall Saddams:
Geta gengið í herinn á ný
FLAK ÞYRLUNNAR Al-Kaída í Írak kveðst bera ábyrgð á að hafa skotið niður bandaríska
herþyrlu í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRAKKLAND, AP Ekkert lát virðist
ætla að verða á óeirðum í úthverf-
um Parísar og fleiri franskra
stórborga, þar sem flestir íbúarn-
ir eru innflytjendur frá Norður-
Afríku. Þær mögnuðust í fyrri-
nótt, sjöunda sólarhringinn í röð.
Óeirðaseggir létu áskoranir
æðstu ráðamanna um að hafa sig
hæga sem vind um eyrun þjóta og
létu öllum illum látum, sérstak-
lega í Seine-Saint-Denis-sýslu
norður af París þar sem fjölmenn-
ustu innflytjendahverfin eru.
Skotið var á lögreglu- og slökkvi-
liðsmenn, grjóti kastað í grennd-
arlestir, kveikt í tugum bíla og
tjón unnið á fjölda bygginga, þar á
meðal bílasölu, stórmarkaði, skóla
og barnaheimili.
Forsætisráðherrann Domin-
ique de Villepin kallaði ríkis-
stjórnina saman til bráðafundar
til að ræða aðgerðir til að lægja
öldurnar. Gagnrýni dundi á
stjórninni fyrir að hafa leitt hjá
sér vandamálin í úthverfunum,
þar sem innflytjendur af fyrstu
og annarri og jafnvel þriðju kyn-
slóð búa milljónum saman í tak-
mörkuðum tengslum við franskt
atvinnu- og þjóðlíf. Ágreining-
ur var líka innan stjórnarinnar,
meðal annars vegna niðrandi orða
sem innanríkisráðherrann Nicol-
as Sarkozy lét falla um óeirða-
seggina.
Stjórnarandstöðuhópar sökuðu
stjórnina um að bera ábyrgð á því
hve ástandið er orðið alvarlegt,
ýmist með því að hafa brugðist
of seint við eða með því að hafa
hleypt of mörgum innflytjendum
inn í landið. - aa
Ekkert lát á óeirðum í frönskum borgum:
Innflytjendahverfin loga
AF VETTVANGI Strætisvagnar og bílar sem
brunnu í óeirðum næturinnar í Aulnay-
sous-Bois norðaustur af París.
NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Ástþóri Magnússyni,
fyrrum forsetaframbjóðanda,
voru dæmdar 150 þúsund krón-
ur í bætur frá íslenska ríkinu
í Hæstarétti í gær. Þar með er
sýknudómi héraðsdóms yfir rík-
inu hnekkt. Bæturnar fær Ást-
þór fyrir að hafa þurft að sitja í
gæsluvarðhaldi lengur en efni
stóðu til.
Ástþór var hnepptur í hald
fyrir að hafa sent út orðsend-
ingu um yfirvofandi hryðjuverk-
aárás. Taldi rétturinn að ekki
hefðu fengist nægar skýringum
á töfum á yfirheyrslum.
- saj
Hæstiréttur hnekkir héraði:
Ríkið greiði
Ástþóri bætur
�����������������������������
��������
��
��
��
��
��
��
��
��
��
HEILBRIGÐISMÁL Af öllum hjúkrun-
arrýmum fyrir aldraða í landinu
er einungis rúmur helmingur
einstaklingsrými eða 57 prósent.
Aðeins 29 prósent íbúa er með sér
baðherbergi. Til samanburðar má
geta að í Noregi er hlutfall einbýla
91 prósent.
Þetta kemur fram í stjórnsýslu-
úttekt sem Ríkisendurskoðun
hefur gert á þjónustu við aldraða
en skýrslan var gerð opinber í gær.
Í henni er lagt til að stjórnvöld setji
fram kröfur um lágmarksþjón-
ustu á þeim heimilum sem rekin
eru fyrir opinbert fé. Skortur á
slíkum viðmiðunum hefur valdið
því að mikill munur er á því eftir
landshlutum og stofnunum hvern-
ig þjónustu aldraðir fá.
Björgvin Sigurðsson, þingmað-
ur Samfylkingar, lagði fram fyrir
skemmstu fyrirspurn til Jóns
Kristjánssonar heilbrigðisráð-
herra hvort ekki kæmi til greina
að setja lög sem bönnuðu að eldri
borgarar væru vistaðir tveir eða
fleiri saman í rými nema ef þeir
kysu svo vegna tengsla. „Hann tók
því miður ekki vel í það og nú er
enn verið að byggja heimili fyrir
aldraða þar sem gert er ráð fyrir
því að þeir búi saman í fjölbýli,“
segir Björgvin.
Skýrsluhöfundar leggja og til
að hugað verði betur að þjónustu
við elsta aldurshópinn en tals-
vert skortir á að næg rými séu
til fyrir þann hóp. Þannig þurftu
310 einstaklingar sem eru 80 ára
og eldri að bíða eftir plássi árið
2003 þó þeir væru í brýnni þörf.
Það markmið stjórnvalda að
biðtími eftir plássi fyrir fólk í brý-
nni þörf sé ekki meiri en 90 dagar
náðist, en árið 2003 var sá biðtími
að meðaltali 86 dagar. Hins vegar
þurfti fólk að bíða í sjö mánuði að
meðaltali frá því það fór í vistun-
armat og þar til að það fékk pláss.
Ríkisendurskoðun leggur svo
og til að heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið leggist á árarnar
og byggi upp fleiri öldrunarheim-
ili og jafni út það misræmi sem er
á fjölda rýma eftir landshlutum.
jse@frettabladid.is
Aðeins þriðjungur
með sér baðherbergi
Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar segir að aðbúnaði aldraðra sé ábóta-
vant. Skýrsluhöfundar hvetja stjórnvöld til að gera betur fyrir elsta aldurshóp-
inn. Rétt rúmur helmingur hjúkrunarrýma er einkarými.
ALDRAÐIR Meginmarkmið heil-
brigðisáætlunar frá því 2001 náðist
að mati skýrsluhöfunda. En þó þarf
margt að bæta svo aldraðir geti
unað jafn áhyggjulausir við sitt og
heldra fólkið á þessari mynd.