Tíminn - 09.11.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 09.11.1975, Qupperneq 1
PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HFHÖRÐDR OUNNARSSON SKÚLATUNI 6 -SiMI (91)19460 í FIRNARÍKl jöklanna veröur maöurinn smár og sólin fyrst og fremst fögur, geislaylur hennar sindrar og tindrar á hjarninu, en bitur afskaplega takmarkað á þaö. Vetur konungur er setztur i hásæti sitt, þaðan sem honum verður ekki þok- að fyrr en veldi sólarinnar hefur aukizt að nýju. Þá þok- ar hann úr byggð inn i öræfa- veldi jöklanna, þar sem hanns riki varir eillflega. SLÆLEGT EFTIRLIT MEÐ SILDVEIÐUM OG MARGIR HAFA VEITT YFIR KVOTA tonn, og nokkrir þeirra gott betur, eins og t.d. Hrafn GK, sem landað gébé Rvik — Margir sildveiðibát- anna hafa nú fyllt kvóta sinn, 215 Timamynd: Gunnar hefur 370 tonnum sildar, en hann er eini báturinn, sem enn hefur verið kærður fyrir ofveiðar. Mál þeírra, báta sem einnig hafa veitt meira en kvótinn segir til, er i at- hugun, en að sögn Þórðar As- geirssonar skrifstofustjóra i sjávarútvegsráðuneytinu hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þeim málum verði hátt- að, enda sumir bátanna aðeins með lftið meira magn en tilskilin 215 tonn. Alls fengu 43 bátar veiði- leyfi fyrir 215 tonnum, og hafa 36 þeirra skilað einhverjum afla á land og sumir hafa þegar fyllt kvótann eins og áður segir, en sjö bátar hafa enn ekki hafið síld- veiðar, og hafa þeir frest frá ráðuneytinu til 10. þ.m. til að hefja veiðarnar. 1 upphafi var það Fiskifélagið, sem átti að fylgjast meó sildveið- um bátanna, en nú hefur ráðu- neytið fengið sérstakan mann til að fylgjast með veiðunum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur margsinnis gefið yfirlýsingar þess efnis, að þeir bátar, sem veiði meira en kvótinn gefur þeim leyfi til, geti átt von á að það komi niður á leyfisumsókn þeirra næsta ár. Að sögn Þórðar As- geirssonar, er um þrennt að ræöa fyrir þá, sem brjóta leyfisákvæö- in: 1 .fyrsta lagi, að þeir verði kærðir og mál þeirra sett fyrir dómstóla, i öðru lagi að þeir fái ekki leyfi næst, og i þriðja lagi, að ef sildarmagnið er talið litiö sem bátur hefur veitt fram yfir leyfi- legt magn, verði það dregið frá við næstu leyfisveitingu. Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur sagði, að auðvitað væri það mjög slæmt að ekki væri tekið til- lit til veiðikvótans og áleit, að eftirlit hefði ekki verið nógu gott með bátunum. Hámarkssildveið- ar I ár voru ákveðnar tiu þúsund tonn, þar af 7500 tonn i hringnót, en nú þegar hafa veiðzt 7.285 tonn i hringnót. Eins og áður segir eru það sjö bátar, sem hingað til hafa ekki notfært sér veiðileyfi sln, en þeir hafa frest til að hefja veiðarnar til 10. nóvember. Nokkrir bátar hafa nýveriö hætt veiðum og hafa fyllt kvóta sinn. T.d. munu tveir nýhættir, en þeirvoru með216tonn, þriðji með 208 tonn, og fjórði með 213 tonn. JÖKLAR STÓÐU í STAÐ ÁRIÐ 1974 i JÖKLI, riti Jöklarannsóknafé- lags islands, er frá þvi skýrt, að mælingar á lengdarbreytingum jökla hafi verið gerðar á fjörutiu og tveim stöðum á landinu haust- ið 11)74. Þcssar mælingar leiddu i Ijós, að jafnvægi má heita frá haustinu 11)73. Niðurstöðurnar eru þær, að á tuttugu stöðum hafi jökuljaðrar hopa um 652 m samt., skriðið fram á nitján stöðum um 492 metra og staðið i stað á þremur stöðum. Mest skreið öldufellsjök- ull, annars vegar Kötlugjár, fram, 106 metra, og mest hopaði Tungnaár jökull, einnig 106 metra. Tungnaárjökull hefur hopað um hálfan annan kilómetra við Jökuiheima, siðan byrjað var að mæla hann árið 1955, en fram hafði hann hlaupið árið 1945 og þar áður þrjátiu árum áður. Teljist framhrun reglubundin hegðun hans á þrjátiu ára fresti, ætti senn að llða að þvi, að hann kasti af sér hamnum enn einu sinni, en hafi hann yfir, álita nátt- úrufræðingar, að það geti bent til rýrnunar á jöklinum I heild. BOLUNGARVÍK í SKATTARANNSÓKN Gsal-Reykjavik — Skattrannsóknardeild hefur látið gera itarlega könnun á skattálagningu ibúa i Bolungarvik, en eins og mönnum er ef- laust enn I fersku minni, tóku ibúar nokkurra byggðarlaga sig saman og mótmæltu misræmi i skattálagningu, og voru Ibúar Bolungarvikur l'yrstir til aö benda á aöurnefnt misræmi. Að sögn Ævars ísbergs, hjá embætti rikisskattstjóra er nýlokið ýms- um athugunum I sambandi við skattamálin, sem gerðar voru á Bolung- arvik. Hins vegar sagði Ævar að niðurstöður þessara athugana iægju ekki fyrir enn. Ævar sagði, að athugunin hefði verið i þvi fólgin, að athuga sérstak- lega nokkra þætti I framtali skattgreiðenda og nú væri verið að kanna hvaða áhrif þessir þættir hefðu á endanlega skattálagningu. Þættir þeir sem hér er um að ræða eru m.a. afskriftir, vextir, sjómannafrádráttur og vinnukonufrádráttur, auk fjölmargra annarra þátta. — Athugunin beindist alls ekki einungis að einkarekstri, heldur að þessu litla samfélagi i heild, sagði Ævar. Kvað hann Bolungarvik ekki hafa orðið fyrir valinu, vegna þess að mótmæli hefðu fyrst borizt það- an, heldur vegna þess að talið var að staðurinn væri ákjósanlegur til slikra athugana. Það voru fulltrúar frá Skattstofu Vestfjarða, sem dvöldu i vikutima við þessar athuganir i Bolungarvik. LÍKUR Á HÆKKUN A FISKMJOLS VERÐI Við spörum um FJ-Reykjavik. Liklegt er, að veruleg verðhækkun verði á fiskmjöli, þar sem an- sjóvetuveiðar Perúmanna hafa brugðizt. Þetta kemur fram i dreifibréfi Félags is- lenzkra fiskmjölsframleið- enda eftir Svein Benedikts- son, en hluti dreifibréfsins er birtur á bls. 3. of járnbindingu í útveggjum "> bak

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.