Tíminn - 09.11.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 09.11.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur í). nóvember 1975. Gömul eyfirzk svipa. Húsfreyja f sööli. Hér birtast fjórar myndir, er Hallgrimur Einarsson ljós- myndari á Akureyri hefur tekið, fengnar að láni úr Minja- safni Akureyrar. Gamli timinn kemur ljóslifandi fram á sviðið. Kristin Guðmundsdóttir á Stóra Eyrarlandi situri söðli á Skjóna sinum, með dóttur sina Snjólaugu i fanginu árið 1913. Kristin var kona Baldvins Bene- diktssonar sama stað. A annarri mynd situr i söðli Laufey Guðmundsdóttir, húsfreyja að Þormóðsstöðum i Sölvadal i Eyjafirði. Þekkir einhver þriðju ferðalagsmyndina, liklega hjón með barn sitt. Söðull þá enn i tizku. Margir kunna enn að búa upp á hest og eflaust hefur einhver roskinna lesenda verið með i lesarferð. Þarna nota klárarnir tækifærið að gripa i gras, meðan Ijósmyndarinn vann verk sitt. Klyfjarnar eru auðsjáanlega margs konar. Þið getið reynt að gizka á hvaða varning þær hafa að geyma. Og kannske þekkir einhver þessa lest og lestar- menn? Myndin er tekin ein- hvern tima á árunum 1910-1915. Þetta er kaupstaðarferð, lik- lega til Akureyrar. Lestarferðir eru nú lagðar niður að mestu. Bilar annast flutningana og eru afkastamiklir. Kvensöðlar sjást ekki lengur, allir sitja nú i hnakk, þeir, sem á hestbak koma. Hesturinn er orðinn leikfang- og stundum hressingartæki, en er ekki leng- ur „þarfasti þjónninn”. Bóndinn nú I bifreið ljóðar, birtir hreyfl- um vinarhót. Reiðtygi voru stundum gerð af miklu listfengi, söðlar, beizli og gjarðir, og útsaumaðar sess- ur og söðuláklæði. Sumar svipur silfurbúnar. Hér er mynd af nettri svipu, smiðaðri nokkru fyrir aldamót. Eigandi var Anna Sig- urðardóttir frá Glerá (Efri-Á), lengi saumakona á Akureýri. Athugasemd: Daniel Brandsson á Fróða- stöðum segir, að gamla trébrúin á Kljáfossi, sem birt var mynd af i þættinum 19. okt. hafi verið byggð laust fyrir aldamót, en rifin 1920. Grjótið i brúar- stöplana var að mestu flutt á sleðum, sem menn drógu. Járn- brú var byggð i stað gömlu brúarinnar 1920 og stendur hún enn. Getið skal þess, að fjallið ofan við Frimannshús á Horni er birt var mynd af 26. okt. heitir Kaupstaðarferð um 1910-15. A ferðalagi. f Ingólfur Davíðsson: 97 Byggt og búið í gamla daga — A hestbaki við gamla bæinn. Miðfell.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.