Tíminn - 09.11.1975, Page 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 9. nóvember 1975.
EFTIR SMAHLÉ STENDUR
LEONARD BERNSTEIN AFT-
UR 1 SVIÐSLJÖSINU. í SUMAR
TÖFRAÐIHANNEVRÓPU
Meöalhár maður með strítt
grátt hár bandar hendinni óþolin-
móðlega. bá er honum strax rétt
sigaretta, sem búið er að kveikja
i. Svo ýtir hann upp kjólermunum
og kyssir innilega gamla skyrtu-
hnappa úr gulli. Enn einn reykur
úr sigarettunni, vatnssopi, siðan
gengur hann rólega inn á pallinn
og þakkar á „kunnáttulega
klaufskan” hátt fyrir klapp hinna
2097 áhorfenda. Þeir eru komnir i
hljómleikahöllina i Salzburg til að
hlusta á áttundu sinfóniu Mahl-
ers, sem hefur verið kölluð
„sinfónia þúsundanna”, vegna
þess hve flytjendur eru gifurlega
margir.
Hann stendur fyrir 90 minútna
sýningu, ekki bara fyrir eyrað
heldur lika augað. Hann teygir
handleggina og kreppir hnefana.
Hann heggur með taktstokknum
eins og sverði. Hann- syngur,
öskrar visuorðin með — ölvaður_
af eigin innlifun. Hann vonzkast,^
andvarpar og stekkur hálfan
metra i loft upp, þegar tónlistin
verður dramatisk. Þetta gerir að-
eins einn, hljómsveitarstjórinn
Leonard Bernstein.
Það sem á eftir fer, er llka
einstakt fyrir hann. Að loknum
tónleikunum, meðan áhorfendur
tryllast af fögnuði, æðir hann til
flytjendanna. Hann kyssir 8 sóló-
söngvara, faðmar fyrsta fiðlu-
leikarann, leggur sellóleikara að
hjarta sér og tylft annarra, sem
hafa komið tónlistinni vel til
skila. Hann gælir við nokkra úr
Vínar-drengjakórnum og stlgur
svo aftur upp á pallinn og nýtur
fagnaðarlátanna uppgefinn og
sveittur, en hann hefur veitt
heiminum hamingju með list
sinni.
Fjórtán dögum fyrir þennan
konsert hafði „Ljónið Lennie”,
eins og vinir hans kalla hann,
ruðzt inn á hljómleikalögsögu
Herbert von Karajans. Þá
stjórnaði hann Chichester Psalms
eftir sjálfan sig og spilaöi og
stjórnaði pianókonsert eftir
Mozart. Það gerði hann lika með
svo mikilli ákefð, að hann varð að
skipta um kjóljakka I hléinu, hinn
var orðinn gegnblautur af svita.
Það er ekki að ástæðulausu, að
hann ferðast með 18 kjólföt.
Leonard Bernstein, sem hefur
latiö lítið til sin taka undanfarið,
er kominn aftur. Þegar Herbert
von Karajan ætlaði að fara að
borða í „Gullna Hirtinum” I Salz-
burg, tók hann eftir Lennie með
kátu fylgdarliði sinu. Karajan fór
aftur út. Þetta er ekkert óvenju-
legt fyrir Bernstein. Siðan hann
fór að njóta vinsælda sinna og
koma fram með sýndarmennsku-
brag, llta starfsbræður hans
öfundsjúkir niður á „eilifð-
ar-undrabarnið”.
Planóleikarinn Artur Rubin-
stein hrósaði honum með beiskju-
blæ: „Af stjórnendum er hann
bezti píanóleikarinn, af
píanóleikurum bezta tónskáldið,
af tónskáldum bezti stjórnand-
inn.” Reyndar er frægð Bern-
steins umdeilanleg. Hann er full-
ur mótsagna. Uppalandi, prestur,
„showman”, glaumgosi.
Hann er alltaf viss um að hafa
mikil áhrif á umhverfi sitt. Bygg-
ist það á samblandi af sjálfs-
trausti og sýndaræði (exhibition-
ismus). Húö hans er að visu orðin
grófari en áður var, nú þegar
hann er orðinn 57 ára, og röddin
orðin hrjúfari af keðjureyking-
um, en útlit hans — hann klæðist
helzt rauðum „blazer” vekur
alltaf áhuga áhangenda hans og
vanþóknun andstæðinga hans.
Hann lýsti sjálfum sér á unga
aldri sem „vel uppbyggðum ópi-
umneytanda”.
Hann er ennþá sjúkur — i tón-
list. Hann viðurkennir, aö geta
ekki verið einn dag án hennar.
Sem Bandaríkjamaður gerir
hann þar ekki upp á milli tegunda
tónlistar. Hann hneykslar til
dæmis alla menningarvita með
þvi að telja lög Bitlanna með þvi
„bezta og áhrifamesta”, sem
samið hefur verið á siðustu 50 ár-
ATTUNDA
SINFÓNÍAN
MEÐ ÖSKRI
Með tilþrifamiklu látbragði,
stjórnaði Leonard Bernstein átt-
undu sinfóniu Mahlers, „sinfóniu
þúsundanna”, og söng sjálfur
liátt með.
um. Hann er dómbær á þetta, þvi
að hann er ekki aöeins hljóm-
sveitarstjóri, pianóleikari og tón-
skáld alvarlegrar tónlistar, held-
ur hefur hann lika samið söng-
leiki og þá ekki þá lökustu eins og
„West Side Story” sýnir.
Hann er fyrirtaks kennari, rit-
höfundur, og sjónvarpsstjarna.
Hann er þess vegna kallaður
„endurreisnarsnillingur” i
Bandarikjunum. Samanburður-
inn er freistandi, en ekki réttur.
Hann er ekki rangstæður i timan-
um á nokkurn hátt, nema ef vera
skyldi að hann er alhliða
tónlistarmaður á timum sérfræð-
inganna. Fjölhæfni eins og hans
var sjálfsögð á 19. öld og hljóm-
sveitarstjórar eins og Wilhelm
Furtwangler, Bruno Walter og
Otto Klemperer spiluðu á pianó
og sömdu tónlist jöfnum höndum
með stjórnendastarfi sinu.
Leonard Bernstein er fyrsti
hljómsveitarstjórinn á heims-
mælikvarða, sem er fæddur i
Bandarikjunum. 1 raun og veru
átti hann alls ekki að verða
tónlistarmaður. Faðir hans kom
til -Bandarikjanna 1911 úr
úkranisku Gyðingahverfi. Hann
hafði ætlað honum allt annan
feril. Samuel Bernstein hafði
byggt upp heildsölu á rakaravör-
um I Boston og sonur hans átti að
taka við.
En föli unglingurinn, sem þjáð-
ist af króniskum astma og spýtti
stundum blóði, varð fyrir örlaga-
rikum áhrifum 10 ára gamall.
Clara frænka hans kom 1928 með
„gamaldags útskorið pianó” og
raskaði með þvi ró Bernstein-fjöl-
skyldunnar svo að um munaði.
Þvi að frá þeim degi, minnist
Bernstein, „var erfitt fyrir mig
Fyrir hverja tónleika kyssir
Bernstein gulinu skyrtuhnapp-
ana, sem hann ber sem verndar-
grip. Kennari hans, sem kenndi
honum taktvisina og stjörnulætin,
arfleiddi hann að þeim.
►
-Við að hlusta á upptökuna kemsl
Bernstein i vímu af tónlistinni. A
sérstakiega fallegum stöðum
stekkur hann upp eins og hann
gæti faðmað aö sér tónlistin^.