Tíminn - 09.11.1975, Qupperneq 31

Tíminn - 09.11.1975, Qupperneq 31
Sunnudagur í). nóvember 1!)75. TÍMINN 31 Orðrómur- inn ótti við rök að styðjast — Pelican hafa misst Herbert og eru söngvaralausir á ný HLJÓMSVEITIN Pelican er aftur orðin söngvaralaus, þvi Herbert Guðmundsson hefur sagt sig úr hljómsveitinni. Þrálátur orðrómur hefur verið um það, i alliangan tima, að mikil óánægja hafi verið innan hljómsveitarinnar og þess yrði ekki langt að biða, að Herbert söngvari yfirgæfi hljómsveit- ina. Pelican hefur hins vegar reynt eftir mætti að bera þetta tii baka, og svo rammt kvað að þeirra „yfirklóri” að fyrir rúm- lega viku birti hljómsveitin yfir- lýsingu i einu dagbiaðanna þess efnis, aðgetgátur manna um téð söngvaraskipti væru ekki á neinum rökum byggðar. örfá- um dögum siðar tilkynnti Her- bert að hann væri hættur i Peli- can. Ekki er búið að ákveða liver taki við söngnum hjá Pelican, en Herbert ætlrj hins vegar að taka sér leyfi frá störfum. Bjarki Tryggvason: Wild Night (Van Morrison)/Hver ert þú? (D. Henley—B. Guðmundsson) —■ D2—004 — Demanl hf. Bjarki Tryggvason, söngvarinn góðkunni frá Akureyri, nú með- limur hljómsveitarinnar Mexico, hlýtur að geta gert betur en þetta. Lögin eru að visu bæði ágæt — en þau eru af erlendum toga spunnin — en hins vegar eru þau litt áhugaverð i flutningi Bjarka og Júdasar, þó sér i lagi Eagles lagið (Hver ert þú?) sem Bjarki syngur vægast sagt illa, og hljóðfæraleik- ur Júdasar er heldur ekkert til að státa sig af. Wild Night — Van Morrisov-lagið er mun betra en söngur Bjarka er þó tæpur á stundum. Júdas eru ágæt i þessu lagi og Rúnar Georgsson leikur listavel á saxafóninn. Semsé: heldur lélegt. EIK: Hotel Garbage Can (Þ. Magnússon—II. Þorsteins- son)/Mr. Sadness (Þ. Magnús- son—H. Þorsteinsson) — D2-005 — Demant hf. Hljómsveitin Eik hefur um all- langt skeið verið ein alefnilegasta hljómsveitin hér og þvi var sannarlega timi til kominn að þeir gæfu út plötu. Öruggt má telja, að ekki minnki hróður hljómsveitarinnar með þessari 2ja laga plötu, þvi hún er mjög góð. Lögin hans Þorsteins eru ágæt og útsetningar hljómsveit- arinnar bæði nokkuð frumlegar og vel unnar. Siguröur söngvari kemur á óvart með mjög góðum söng, hljóðfæraleikurinn er góður og athygli vekur saxafónleikur Sigurðar Long. Hljómplötuút- gefendum hlýtur að vera akkur i þvi að gefa út LP-plötu með Eik, miðað við þetta sýnishorn af efni hljómsveitarinnar. Semsé: mjög góð plata. MEGAS: Spáðu I mig (Mcgas)/Komdu og skoðaðu i kistuna mina (Megas) — D2-003 — Demant hf. Megas sendir hér frá sér létta og áheyrilega plötu, og er „Spáðu i mig” mjög melódiskt og grip- andi lag, — og þvi tilvalið á 2ja laga plötu. „Komdu og skoðaðu i kistuna mina” er velþekkt lag frá Megasi, sem hann hefur oft sung- ið. Texti þess lags fer misjafnlega i menn, eins og gerist og gengur, enda harla óvenjulegur, og jafn- vel myndu einhverjir segja „ósmekklegur”. Megas er hér i essinu sinu, en hljóðfæraleikar- arnir ekki,sérstaklega eru áber- andi hnökrar i hljóðfæraleik i ,,kistu”-laginu.Semsé: góð plata. AAest seldu plöturnar vikuna 27. okt. - 3. nóv. Stórar plötur: 1. The Last Farewell — Roger Whitt- aker 2. O'Lucky Man — Alan Price 3. Wish You Were Here— Pink Floyd 4. Sumar á Sýrlandi — Stuðmenn 5. Minstrel in The Gallery — Jethro Tull 6. Dream — N.Q. Dirt Band 7. Rhinestone Cowboy — Glen Camp- bell 8. One of These Nights — Eagles 9. Extra Texture— George Harrison 10. American Graffity — Ýmsir Litlar plötur: 1. Black Superman — Johnny Wakelin 2. Who Loves you — Four Seasons 3. Rhinestone Cowboy — Glen Camp- bell 4. Bad Blood — Neil Sedaka 5. Swearin to God — Frankié Valli ________________ J Faco hljómdeild Laugavegi 89 simi 13008 SENDUM I PÓSTKRÖFU Faco hljómdeild Hafnarstræti 17 simi 13303. Sambandið kaupir nýtt frystiskip Sambandið hefir nú keypt frystiskip i stað Jökulfells, sem selt var á s.l. ári. Skipið sem keypt hefir verið heitir „BYMOS” og var það byggt 1968 i Þýzkalandi, hjá sömu skipasmiðastöð og byggði „Skaftafell” og „Hvassafell” fyr- ir Sambandið. Seljendur eiga að afhenda skip- ið eftir að flokkun hefir farið fram á þvi fyrir þeirra reikning. Gert er ráð fyrir afhendingu þess i lok nóvembermánaðar. Nokkrar breytingar er áformað að gera á skipinu vegna islenzkra aðstæðna meðal annars á að búa það hlífðarlista, sem reynzt hefir mjög til bóta og forðað frá tjónum skv. reynslu Skipadeildarinnar á liðnum árum. Áætlað er að skipið muni kosta um D.kr. 10,3 milljón- ir þegar umræddar breytingar hafa farið fram. „BYMOS” hefir verið i eigu dansks útgerðarfélags og hefir' skipið komið til fslands á undan- förnum árum. Það fór meðal ann- ars með farm af frystri loðnu til Japan fyrir ári siðan, en mest hefir það verið i förum með fryst- an fisk frá Danmörku til Ame- riku. Skipið er svipað að stærð og „Skaftafell”. Það hefir milliþilfar og má sigla sem opið eða lokað milliþilfarsskip, sem slikt er burðargeta þess 1678 smálestir. Rúmtak lesta er 70.300 teningsfet. Ganghraði er liðlega 14 sjómilur. Skipið er byggt samkvæmt ströngustu Lloyd’s flokkunar- kröfum og styrkt til siglinga i is. Utboð Kröflunefnd óskar eftir tilboði i gólffrágang epoxylögn) i slöövarhúsi Kröfluvirkjunar i Suður-Þingcyjarsýslu. Útboðsgögn verða afhent i verkfræðistofu vorri að Ármúla 4, Reykjavik og Glerárgötu 36, Akureyri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð i verkfræðistofu vorri fimmtudaginn 20. nóvember kl. 11 f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 FRJALSAR HENDUR meðan hárið er að þorna — loftstraumurinn heldur þurrkunni uppi, BRflUd Astronette Hdrþurkan a <“)' einhver sú þægilegasta ^ sein völ er á. það er jalnvel luegl að lala i siinann eða snyrta sig meðan hárið þorn- ar. 'ljög f.vrirferöalitil og henliig til að laka meö sér i lerðalög t.d. (il sólarlanda. þar sem olt þarf að þurrka liarið. Tilvalin tækifærisgjöf Fæst í raftækja- verzlunum í Rvík, úti um land og hjá okkur Braun-umboðiö Ægisgötu 7. Sími sölumanns 18785. Raftækjaverzlun íslands h.f. Ei>isí»()tu 7 — Simar 1-79-75 & 1-79-76 —____________________________________

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.