Tíminn - 09.11.1975, Side 40
SÍM1 12234
•HERRft
GftR'ÐURlNN
AÐALSTRfETI a
rGÍÐTl
fyrir géémt mat
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
-
SÍS-FÓDlJlt
SUNDAHÖFN
Útflutningur d lakki
gengur vel hjd Sjöfn
gébé Rvik — Horfur eru á, að áframhald geti orðið á útflutningi á máln-
ingavörum frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn á Akureyri til Sovétrikjanna,
og liafa þegar farið fram óformlegar viðræður þar að lútandi. Munu
formiegar viðræður hefjast innan skamms. Sjöfn hefur þegar afskipað
50 af þeim 200 tonnum af Met háglanslakki til Sovétrikjanna, sem
samningur var gerður um si. sumar, og sagði Aðalsteinn Jónsson verk-
smiðjustóri, að verksmiðjan myndi gcta staðizt þá áætlun að vcra búin
að afhenda allt magnið i janúarlok 1976.
Þetta er i fyrsta skipti sem Efnaverksmiðjan Sjöfn selur umtalsvert
magn af málningarvörum úr landi, að visu hefur verksmiðjan flutt
litilsháttar út til Færeyja, en tslendingar kalla það varla útflutning
sem frændur vorir Færeyingar kaupa af okkur.
Verksmiðjan flutti i ný húsakynni sl. vor og var þá m.a. tekin i notkun
rúmgóð og björt rannsóknastofa, sem stöðugt er verið að búa tækjum
til rannsókna og framleiðslueftirlits. Sagði Aðalsteinn Jónsson, að með
tilkomu nýju rannsóknastofunnar hefði þeim tekizt að auka fjölbreytni,
getað veitt betri þjónustu, og aö nú þegar heföi verksmiðjan verulega
bætt við sig, eins og sjá má að útflutningurinn varð mögulegur.
Nýtt fyrirtæki
að um frysti-
Ríkissjóður herðir
innheimtuaðgerðir
Sérstakir sendimenn fjár-
málaráðuneytisins út á land
MÓ-Reykjavik. Akveðið hefur
verið að hcrða innheimtu opin-
berra gjalda, og verða þraut-
þjáifaðir innheimtumenn sendir
út utn allt land til að aðstoða inn-
heimtumenn rikissjóðs á viðkom-
andi stöðum, ef þeir óska aðstoð-
stofn-
ar. Hafa nú þegar tveir menn ver-
ið sendir út af örkinni i þessum
erindum, og hófu þeir störf í kjör-
dæmi fjármálaráðherra, eftir
upplýsingum, sem Timinn fékk i
fjármálaráðuneytinu.
Mjög mismunandi er hvernig
innheimtan gengur á hinum ýmsu
stöðum, en viða er hún mjög góð.
Yfirleitt gengur vel að innheimta
söluskatt, en erfiðara er með inn-
heimtu á tekju- og eignaskatti.
Mismunandi er þó eftir umdæm-
um hvaða gjöld er erfiðast að inn-
heimta, sagði i upplýsingum sem
Timinn hefur aflað i fjármála-
ráðuneytinu.
Ekki er talið að innheimta sé
neitt lakari það sem af er þessu
ári, en var á sama tima i fyrra, en
ástæðan fyrir harðari innheimtu-
aðgerðum er bæði sú,", að
greiðslustaða rikissjóðs er mjög
erfið, og einnig er ekki talið eðli-
legt, að sumir komist upp með að
skulda stórlega opinber gjöld, á
meðan aðrir greiða sin gjöld
reglulega.
Miklar vonir eru bundnar við
þessar innheimtuaðgerðir. Þegar
fulltrúi i fjármálaráðuneytinu
var inntur eftir þvi hvort ekki
væri mikill aukakostnaður að
senda menn svona út um allt
land, sagði hann, að’þótt kostnað-
ur væri nokkur, væri hann hverf-
andi miðað við væntanlegan af-
rakstur.
húsið á Bíldudal
MÓ-Reykjavik. Nýtt fyrirtæki
liefur vcrið stofnað á Bildudal til
að taka við rekstri frystihúss á
staðnum og öðrum rekstri tengd-
um sjávarútvegi. Var fyrirtækið
stofnað eftir að fyrirtækið Boði hf.
hafði hætt starfsemi sinni vegna
fjárskorts og lokað frystihúsinu.
Ekki hefur fyrirtækið Boði hf. þó
vcrið tckið til gjaldþrotameðferð-
ar, en talið er, að skuldir fyrir-
tækisins munu nema 15—20 millj.
kr. T.d. mun fyrirtækið hafa
skuldað smábátaeigendum á
staðnum miklar fjárhæðir.
Boði hf. rak frystihús á Bildu-
dal, en húsiö var I eigu Fiskveiði-
sjóðs. Að sögn Sverris Júliusson-
ar hjá fiskveiðisjóði eignaðist
sjóðurinn húsið á nauðungarupp-
boði 1972, og hefur siðan leigt
Boða hf. húsið. Ekki hefur fyrir-
tækið þó getað greitt neina leigu,
aðra en litilsháttar endurbætur á
frystihúsinu sem metnar verða
upp i leiguna.
1 mai sl. varð Boði hf. siðan að
hætta starfsemi sinni vegna fjár-
skorts og loka frystihúsinu.
1 sumar rak Byggðasjóður
frystihúsið á Bildudal og hélt
með þvi uppi atvinnu i þorpinu en
i frystihúsinu vinna um 50manns.
1 haust tók nýstofnað hlutafélag
við rekstrinum. Heitir það Fisk-
vinnslan á Bildudal hf. og á
hreppurinn þriðjung i fyrirtæk-
inu, en einstaklingar tvo þriðju.
Fiskvinnslan keypti frystihúsið
af Fiskveiðisjóði og er nú unnið að
endurbótum á þvi. Áformað er að
fá aðkomubát til að skipta við
frystihúsið i vetur. Ekkert hefur
ennþá verið rætt um bátakaup né
kaup á togara.
Þá er i ráði að Fiskvinnslan
kaupi Matvælaiðjuna hf. á Bildu-
dal, en hún hefur að undanförnu
gert út 4 rækjubáta og unnið
rækju. Jakob Kristinsson, oddviti
á Bildudal, sagði, að með þessu
væri stefnt að þvi að koma at-
vinnurekstri i þropinu á öruggari
grundvöll. Væri hann bjartsýnn á
að sú tilraun tækist.
Að undanförnu hefur verið mik-
ið um ibúðarhúsabyggingar á
Bildudal. Nú eru þar um 20 hús i
smiðum, en ibúar þorpsins eru
um 380. Yrði þvi að leggja allt
kapp á að þessi endurskipulagn-
ing atvinnufyrirtækjanna tækist,
sagði Jakob, þvi að öðrum kosti
væri hætt við miklum afturkipp
og minnkandi trú fólksins á fram-.
tið staðarins.
GÓÐ SALA Á
ÆOARDÚN
MÓ-Reykjavik. Sala á æðardún
gekk vel á siðasta ári og var
mestur hluti dúnsins seldur úr
landi. Að meðaltaii fengu bændur
21 þúsund kr. fyrir kg, að frá-
dregnum hreinsunarkostnaði og
sjóðagjöldum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Búvörudeild S.l.S.
er gott útlit með verð og sölu-
möguleika á þessu ári.
Stjórn æðarræktarfélags Is-
lands vinnur stöðugt að útrým-
ingu flugvargs, og hefur I þvi
sambandi leitað samvinnu við
ýmsa aðila. Einnig veitti félagið
ungum manni fjárstuðning til að
stunda veiðar á vargfugli i varp-
löndum á Breiðafirði sl. vor.
Samkvæmt upplýsingum bænda
þar um slóðir varð árangur góð-
ur. Gjörö var athugun á mörgum
svartbökum til að kanna hvað
þeir hefðu helzt étið. Kom greini-
lega I ljós, að I miklum meirihluta
þeirra, sem könnunin náði yfir,
voru egg og ungar. Niðurstaða
þessara athugana er enn ein
sönnun um þann mikla skaða,
sem svartbakur veldur æðar-
ræktinni.
Þá hefur æðarræktarfélagið
einnig hvatt til herferðar til út-
rýmingar á villimink, en verð-
laun fyrir unninn villimink er nú
1.500,00 kr.
Aðalfundur æðarræktarfélags
Islands verður haldinn að Hótel
Sögu sunnudaginn 23. nóv. n.k.
VIÐ SPÖRUAA UAA OF
JÁRNBINDINGU
í ÚTVEGGJUAA
Mó-Reykjavik. Hvarvetna má þau mjög illa útleikin. Astæðurn-
sjá sprungur I húsum og virðast ar fyrir þessu telur Vifill Oddsson
verkfræðingur vera, aö Járn-
binding I útveggjum sé spöruð um
of. Kemur slikt mönnum i koll
siðar, þvi að bleyta, sem kemst
gegnum sprungurnar, veldur oft
skaða á einangrun og gólfdúkum.
Einnig eru viðgerðir á sprungun-
um oft kostnaðarsamar og vegg-
irnir verða aldrei jafn áferðar-
fallegir eftir, sagði Vifill Odds-
son.
Verkfræðingurinn sagði, að i
flestum tilfellum væri ástæðan
fyrir svo litilli járnbindingu sú, að
byggjandinn, — sem i mörgum
tilfellum þarf að byggja ódýrt og
selja með góðum hagnaði —
heimtar járnin burt, svo bygging-
in verði ódýrari.
Taldi Vifill, að til að koma i veg
fyrir þetta, þyrfti að koma á-
kvæðum um járnbindingu i bygg-
ingarstaðla. Hér er ekkert slikt á-
kvæði, en viðast á Norðurlöndun-
um eru slik ákvæði að finna.