Fréttablaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 29
4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR28
timamot@frettabladid.is
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þóra Birna Brynjólfsdóttir
lést að Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 30. októ-
ber. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 4. nóvember kl. 13.00.
Magnús Gústafsson Edda Birna Gústafsson
Birna Magnúsdóttir
Björn Magnússon Dagbjört Ósk Steindórsdóttir
Einar Magnússon Áslaug Jónsdóttir
Jórunn María Magnúsdóttir Haukur Bragason
Baldur Dan Alfreðsson
Þórir Dan Viðarsson Jóhanna Stella Baldvinsdóttir
og barnabarnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
www.steinsmidjan.is
ANDLÁT
Ólöf Baldvins, fyrrum bóndi á
Brún, Akureyri, lést á dvalarheimil-
inu Hlíð laugardaginn 29. október.
Þorkell Steinsson, Hafnarstræti
16, Akureyri, lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri sunnu-
daginn 30. október.
Ásgerður Theodóra Jónsdóttir,
Hrísholti 12, Selfossi, lést mánu-
daginn 31. október.
Kári Páll Friðriksson, pípulagn-
ingameistari, Blásölum 20, Kópa-
vogi, áður Dalseli 8, Reykjavík, lést
á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 31. október.
Ólafur H. Jóhannesson,
Suðurtúni, Álftanesi, andaðist á
Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 1. nóvember.
Margrét G. Margeirsdóttir, áður
til heimilis í Stífluseli 9, lést á
hjúkrunarheimilinu Eir miðviku-
daginn 2. nóvember.
JARÐARFARIR
10.30 Jónína Sjöfn Jóhannsdótt-
ir, Blikabraut 6, Keflavík,
verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju.
13.00 Gunnar Sigurgeirsson,
Austurvegi 5, Grindavík,
verður jarðsunginn frá
Grindavíkurkirkju.
13.00 Kjartan Ólafsson, frá
Strandseli, Ögurhreppi við
Ísafjarðardjúp, Birkihvammi
8, Kópavogi, verður jarð-
sunginn frá Digraneskirkju.
13.00 Þóra Birna Brynjólfsdóttir
verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
13.00 Þórður Guðjónsson,
útgerðarmaður, Skólabraut
29, Akranesi, verður jarð-
sunginn frá Akraneskirkju.
13.00 Þórður Óskarsson, fyrr-
verandi útgerðarmaður á
Akranesi, Urðarási 8, Garða-
bæ, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
13.30 Guðríður Ólafsdóttir, Hlíð-
argötu 4, Akureyri, verður
jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju.
14.00 Páll Þorvarðsson, frá
Dalshöfða, Fljótshverfi,
Holtsgötu 29, Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju.
„Ég seldi Daily Post á stríðs-
árunum,“ segir Magnús
Theódór Magnússon mynd-
höggvari, eða Teddi eins og
hann er ávallt kallaður, um
sitt fyrsta starf um níu ára
aldur. Samtímis bar hann út
Alþýðublaðið. „Ég bjargaði
mér rosalega og hef alltaf
átt peninga,“ segir Teddi
sem þannig þénaði vasapen-
ing til að eyða í bíóferðir og
nammi.
„Síðan átti maður við-
skipti við Ameríkanann,
keypti af þeim tyggjó og
seldi,“ segir Teddi en mikið
af skipum komu til Reykja-
víkur rétt fyrir stríð og
segir Teddi það hafa tíðkast
hjá peyjum að kaupa tyggi-
gúmmí, bindi og fleira og
hafa milligöngu um sölu á
þeim.
„Svolítið seinna var ég
einn af þeim mörgum sem
keyptu bíómiða og seldu.
Ég keypti miðann á 3,50
krónur og seldi á tíkall,“
segir Teddi en mikil eftir-
spurn var eftir bíómiðum
enda bíóhúsin aðeins þrjú,
Tjarnarbíó, Gamla bíó og
Nýja bíó. „Þetta kallast
að bjarga sér en við sem
vorum vakandi keyptum
marga miða,“ segir Teddi
sem meira að segja gerði
út aðra stráka til að kaupa
miða. „Þetta gerðu margir
sem ólust upp á stríðsárun-
um en það er aldrei talað
um neitt svona,“ segir Teddi
og minnist þess að hann var
kallaður hrekkjusvín enda
hafi alltaf farið mikið fyrir
honum.
Teddi verður með sýn-
ingar í vinnustofu sinni
á Arnarholti á Kjalarnesi
allar helgar fram að jólum
og eru allir velkomnir.
FYRSTA STARFIÐ: MAGNÚS THEÓDÓR MAGNÚSSON, TEDDI.
Braskaði með bíómiða og tyggjó
1922 Inngangurinn að grafhýsi
Tutankahmen konungs í
Egyptalandi finnst.
1939 Fyrsti bíllinn með loft-
kælingu er til sýnis í
Bandaríkjunum.
1942 Áhöfn Brúarfoss bjargar
44 skipbrotsmönnum af
enska skipinu Daleby.
1952 Dwight D. Eisenhower
er kosinn forseti Banda-
ríkjanna.
1969 Sautján farþegar slasast
þegar tveir strætisvagnar
skella saman á Skúla-
götu.
1979 Fylgjendur Ayatollah
Khomeini ráðast inn í
bandaríska sendiráðið
í Teheran og taka 90 í
gíslingu.
1995 Orkan hf. opnar þrjár
bensínstöðvar.
FELIX MENDELSSOHN (1809-1847)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Kjarni fegurðar er eining
og fjölbreytni.“
Felix Mendelssohn var þýskt tónskáld
sem samdi meðal annars verkið Elías.
Á þessum degi árið 1995 var Yitzhak Rabin forsæt-
isráðherra Ísraels skotinn til bana. Rabin var skotinn
þrisvar í magann af stuttu færi þegar hann yfirgaf
friðarsamkomu í Tel Aviv. Árásarmaðurinn, maður
að nafni Yigal Amir, var yfirbugaður og handtekinn.
Hann var stofnandi ólöglegrar byggðar gyðinga á
Vesturbakkanum og tilheyrði hópi róttækra hægri-
manna. Um hundrað þúsund Ísraelar voru á friðar-
samkomunni til að lýsa yfir stuðningi við fyrirætlanir
Rabin um friðarviðræður við Palestínumenn.
Yigal Amir hlaut lífstíðarfangelsi og bræður
hans tveir þurftu að dúsa í nokkur ár í fangelsi fyrir
samsæri.
Shimon Peres utanríkisráðherra tók við embætti
Rabin og hélt áfram friðarviðræðum við Palest-
ínumenn. Hann tapaði í kosningum fyrir Benjamin
Netanyahu árið 1996 en sá var andstæðingur friðar-
samkomulagsins.
ÞETTA GERÐIST> 4. NÓVEMBER 1995
Yitzhak Rabin ráðinn bani
YITZHAK RABIN
„Þetta var einkennileg tilfinning,
svona barnaleg og maður varð hálf
feimin,“ segir Ragnhildur Gísladóttir
söngkona sem tók við Íslensku bjart-
sýnisverðlaununum úr hendi forseta
Íslands í vikunni við hátíðlega athöfn
í Íslensku óperunni.
Alcan á Íslandi er bakhjarl verð-
launanna sem fyrst voru kennd við
danska athafnamanninn Peter Bröste.
Það var því viðeigandi að verðlauna-
gripurinn væri áletraður álklumpur
úr Straumsvík. Ragga ætlar honum
heiðursstað á heimilinu. „Ég ætla
að finna einhvern rosa góðan stað,
kannski uppi á píanóinu,“ segir hún og
hlær en auk þess hlýtur hún peninga
að upphæð einni milljón króna.
„Fyrst og fremst finn ég fyrir þakk-
læti en ég er samt hissa,“ segir Ragga
og hlær. Hún minnist fyrstu viðbragða
sinna þegar hún fékk að vita af verð-
laununum. „Ég spurði fyrir hvað ég
væri að fá þau,“ segir hún hógvær.
„Þessi verðlaun eru kannski svolítið
í stíl við mitt líf,“ segir hún hugsandi en
töluverð breyting varð á högum Röggu
nýverið þegar hún ákvað að hætta að
syngja með Stuðmönnum, sem hún
hafði starfað með í rúm tuttugu ár, og
setjast á skólabekk á ný til að læra tón-
smíðar. „Þetta heiti, bjartsýni, er líka
eins og upphaf að einhverju,“ útskýrir
hún en hún segir verðlaunin þó ekki
breyta neinni ákvörðun sem hún hafi
þegar tekið um framtíðina.
Námið í Listaháskóla Íslands leggst
vel í Röggu. „Þarna kemur í ljós hvað
maður veit ofsalega lítið,“ segir hún
kímin en á fyrsta árinu er að mestu
lagður grunnur að tónsmíðum með
tónfræði og sögu en alvöru tónsmíðar
koma síðar. „Ég er samt alltaf eitthvað
að semja,“ segir Ragga glaðlega og
bætir við, „bara fyrir líf mitt,“ og hlær
hjartanlega. Ragga segist alltaf verða
bjartsýnni með árunum. „Kannski
kemur þetta með aldrinum, en það er
allavega meiri birta í huga mér nú.“
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR HLÝTUR ÍSLENSKU BJARTSÝNISVERÐLAUNIN
Meiri birta í huga mér
Í STÍL VIÐ LÍFIÐ Ragga segir nafnið á verðlaununum, bjartsýni, marka upphaf líkt og nýhafin skólaganga
hennar í Listaháskóla Íslands. HARI
MERKISATBURÐIR
15.00 María Þorsteinsdóttir, frá
Eyri í Skutulsfirði, verður
jarðsett frá Hafnarfjarðar-
kirkju.
15.00 Óskar Kristjánsson,
útgerðarmaður frá Súganda-
firði, verður jarðsunginn frá
Seltjarnarneskirkju.
Elsku mamma okkar, tengdamamma og
amma,
Margrét G. Margeirsdóttir
áður til heimilis að Stífluseli 9,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 2.
nóvember. Jarðarförin auglýst síðar.
Helga Ingibjörg Sigurðardóttir Magnús E. Baldursson
Helena Drífa Þorleifsdóttir Atli H. Sæbjörnsson
Þórarinn F. Þorleifsson Hugrún Hrönn Þórisdóttir
og barnabörn.