Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 31

Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 31
[ ] Nú gefst fólki um allt land kostur á að kaupa lambakjötið beint frá bóndanum. Fram- kvæmdin er einföld, rétt eins og að panta pítsu. Pantanir fara fram á www.austurlamb. is og vonast aðstandendur Austurlambs að netvæðingin verði viðskiptahvati fyrir ís- lenskar landbúnaðarafurðir. Vefstarfsemi Austurlambs er búin að vera opin síðan haustið 2003 og hefur fengið góð viðbrögð síðan þá. Sigurjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands, segir um helming veltunnar fara á höfuðborgar- svæðið um fjórðung á Austurland og um 25 prósent í aðra lands- hluta. Ýtrustu kröfur eru gerðar til þeirra bænda sem framleiða lambakjöt undir merkjum Aust- urlambs og tryggt er að kjötið fái fyrsta flokks meðhöndlun í afurðastöð. Neytendur geta feng- ið upplýsingar hjá bóndanum um að ekki sé beitt neinum aðferðum, sem neytandinn fellir sig ekki við, svo sem ofnýtingu lands, kálbeit, lyfjagjöf og fleira. Sigurjón segir helstu kostina fyrir neytendur vera meiri bragð- gæði í kjötinu, „Við erum með bestu gæðaflokkana í þessu kjöti, mestu holdfyllinguna og minnstu fituna. Þetta er líka eina íslenska leiðin til að vita uppruna vörunn- ar, það er af hvaða bónda þú ert að kaupa,“ segir Sigurjón en Austur- lamb styðst við EUROP-kjötmats- kerfið. Austurlenskt lambakjöt er með því betra á landinu. Hag- stæðar náttúrulegar aðstæður og áratugareynsla bænda skipta þar miklu máli. Austfirskir bænd- ur hafa náð árangri við að draga úr fitu á lömbum, en bjóða þó tiltölulega þunga skrokka. Rannsóknir hafa líka sýnt að hlutfall ómett- aðra Omega-3 fitusýra í lambakjöti er einna hæst af Aust- urlandi, en þessar sýrur þykja heilsusamlegri en önnur fita. „Langflestir panta í gegnum netið en einstaka hringja beint í bóndann,“ segir Sigurjón. „Við erum með samning við Landflutninga og þeir senda þetta hvert á land sem er. Afgreiðslufrest- urinn hefur verið svona vika til tíu dagar, Við vild- um hafa það skemmri tíma en það er langt að senda þetta og vinnsluhraðinn er ekki meiri.“ segir Sigurjón. Á heimasíðu Austurlambs er að finna allt um flokkun dilkakjöts, matreiðsluað- ferðir og uppskriftir, upplýs- ingar um framleiðsluhætti einstakra Austurlambsbænda. Heimasíðan er aðgengileg og vöru- flokkar vel skilgreindir ásamt því að vera fjölbreyttir. Bæirnir sem selja landbúnaðarvörur sínar í gegnum vefinn eru Brekkubær, Unaós, Bakkagerði, Klaustursel, Hákonarstaðir, Melar, Hjartar- staðir, Útstekkur, Dalir og Foss- árdalur. Nýjar pitsur eru komnar á markaðinn sem þjóna sérþörfum fjölskyldufólks. Pitsunni er skipt niður í fjórar litlar pitsur og því getur hver fjölskyldu- meðlimur valið sitt álegg óháð öðrum. Þetta kemur í veg fyrir öll rifrildi þegar panta skal pitsu, foreldr- arnir geta valið sér ólívur og sveppi án þess að krakkarnir fari að kvarta. Pizza Hut býður upp á þessa nýjung sem kallast Fjarkinn og hefur verið vinsæl í Evrópu síðustu mánuði. Nýjung í pitsugerð SÉRSTAKAR FJÖLSKYLDUPITSUR HAFA VERIÐ VINSÆLAR Í EVRÓPU UPP Á SÍÐKASTIÐ. Pastaréttir þurfa ekki að vera flóknir til að vera góðir. Það getur til dæmis verið mjög gott að hella bara pestói yfir soðið pasta og strá svo slatta af parmesanosti yfir. Einfalt, fljótlegt og gott. ��������� ����������������� ����������� �� ��������� ���� ������������������� F A B R IK A N ������������������������������������������ ������������������������������������������������ Jói Fel Fá›u koss frá afmælisbarninu ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 24 84 1 0 9/ 20 04 . Netvætt lambakjöt Santa Rita var stofnað á 19. öld en vín- kjallari hússins er sá elsti í landinu, frá 18. öld. Höfuðstöðvarnar eru í Maipo- dalnum, einu gjöfulasta víngerðarsvæði heims. Óvíða eru aðstæður til vínræktar betri og meira að segja Frakkar, sem ann- ars vilja ekkert gott um önnur vínræktar- lönd segja, tala af lotningu um aðstæður í Maipo. Framfarir í víngerð hafa verið gríðarlegar í Chile og með hverju árinu koma sífellt betri vín á markað. Santa Rita er í fylkingarbrjósti í útflutningi gæðavína til Evrópu og Ameríku. Þykja vín fyrirtækis- ins afar hagstæð miðað við gæði og var Santa Rita meðal annars útnefnt „hagstæðasti vín- framleiðandinn“ í tímaritinu Wine & Spirits árið 2002. Santa Rita 120 Merlot er bragðmikið, mjúkt með bökuðum sólberjakeim. Grösugur og góður ilmur, hundrað prósent hreint merlot sem er gott með óformlegum mat, pasta, ostum eða eitt og sér. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. SANTA RITA: Gratineraður fiskur Plokkfiskur & - Matur er mannsins megin Fjórskipt pítsa sem hentar fjölskyldufólki. Dyrfjöll við Borgarfjörð eystri á Austurlandi. Eyjan Skrúður við Neskaupstað. Bragðmikið og góður ilmur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.