Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 36

Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 36
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2005 7 Í stórum fjölskyldum er mikil- vægt að hafa gott skipulag á þvottinum. Fullar körfur af óhreinum þvotti eru óárennilegar mjög eins og þeir vita sem sjá um að þvo þvott fjöl- skyldunnar. Mikill þvottur safnast iðulega upp í stórum fjölskyldum og í fjölskyldum þar sem þeir fullorðnu vinna mikið. Því er bæði mikilvægt og gott að hafa röð og reglu á þvotti og frágangi hans. Tíminn er pening- ar og ekki góð nýting á honum að eyða honum í mikið þvottafár. Gott er því að hafa eftirfarandi í huga. • Nokkrar þvottakörfur flýta fyrir þegar henda á í vél. Einfaldast er að hafa hvítan þvott í einni körfu og litaðan í annarri. Ef pláss er nóg er hægt að fyrirframflokka þvottinn enn nákvæmar. • Nauðsynlegt er að venja alla fjöl- skyldumeðlimi á að henda þvotti í þartilgerðar körfur, að yngstu börn- unum undanskildum. • Þvottaefni er misgott og mishag- stætt, gott er að kaupa það í lág- vöruverslunum og eiga alltaf nóg til. Ekki er gott að vera uppiskroppa með þvottaefni þegar þvottastund hefst. • Settu í vél um leið og komið er heim úr vinnunni, þá passar að taka úr vélinni þegar maturinn er búinn. • Þvottavélar með tímastillingu eru vitaskuld mjög sniðugar. Þá er hægt að setja í vél að kvöldi, láta hana hefja þvott snemma morguns þannig að hann sé tilbúinn til upp- hengingar áður en haldið er af stað í vinnu. • Um leið og þvottur er þurr er best að brjóta hann saman og setja á réttan stað. *Ekki eyða óþarfa tíma í að strauja en sniðugt er að taka frá eitt kvöld í viku til þess að ganga frá þvotti sem þarfnast straujunar við. Röð og regla í þvottahúsinu Leiðinlegt er þegar mikill þvottur safnast upp. T I L B O Ð S DA G A R 10 - 3 0 % A F S L Á T T U R Opið virka daga 11-18. Laugardaga 11-14.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.