Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 45

Fréttablaðið - 04.11.2005, Síða 45
6 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Fyrst eiginlega búvélin á Íslandi, samkvæmt Búvélasafni Íslands á Hvanneyri, var kvörn sem Gísli P. Sigmundsson á Ljósastöðum í Skagafirði smíðaði og notaði til þess að mala áburð einhvern tím- ann um 1880. Eftir að Dethlev Thomsen flutti inn til landins fyrsta bílinn árið 1904 byrjuðu fljótlega að berast hingað stórvirkari vinnu- vélar. Nokkru síðar hófu fyrstu vörubílarnir að keyra um frum- stæða vegi og götur landsins. Þetta voru engar stórvirkar vinnuvélar en vissulega fluttu þessir bílar vörur á milli staða. Tækninýjungar átti sér hins vegar fyrst og fremst stað í sveitunum. Fyrsti traktorinn barst hingað til lands árið 1918, svokall- aður Akranestraktor, en hann var af gerðinni Avery. Ekki náðist að nýta hann nógu vel og fljótt hugðu menn að því að svokallaðir þúfna- banar, mun stórvirkari og stærri tæki, hentuðu betur fyrir íslenskan landbúnað. Á þriðja áratugnum voru margir þannig keyptir inn en virkuðu ekki sem skyldi. ,,Þúfnabaninn var svo þungur og erfiður í meðferðum og hann vann eiginlega bara ekki nógu vel. Þess vegna datt hann upp fyrir á svona sex árum. Um 1928 byrja menn svo að skipta aftur yfir í minni og léttari traktora. Sem dæmi um það kom fyrsti landbúnað- artraktorinn til landsins árið 1921 en hann var ekkert notaður, menn trúðu bara á þúfnabanann. Hann gekk svo í endurnýjun lífdaga nokkrum árum seinna,“ segir Bjarni Guðmundsson prófessor og safn- stjóri Búvélasafnsins á Hvanneyri. Um 1930 skall heimskreppan á af fullum krafti og augljóslega gátu menn lítið verið að flytja inn nú- tíma vinnuvélar til landsins auk þess sem ekki áttu sér miklar fram- farir stað á þeim tíma. En eins og með marga aðra hluti kom seinni heimsstyrjöldin skriði á hlutina. Á Íslandi birtust nú hinar byltingar- kenndu gröfur og ýtur sem nýttust við ýmsar framkvæmdir. Að sögn Þórodds Árnasonar, vélvirkja á Norðfirði og áhugamanns um vinnuvélar, voru fyrstu ýturnar hjá bandaríska hernum en fyrsti Íslend- ingurinn sem flutti inn ýtu var Sig- fús Þórarinsson Öfjörð í Sandvíkur- hreppi í Flóa. Hann var einnig fyrsti stjórnandi hennar og notaði hana til þess að ýta upp vegi heim að bænum. Ýtan var af gerðinni International Harvester TD 9 og vó hún tæp fimm tonn án ýtutanna og var heil 46 hestöfl. Ýturnar voru aðallega notaðar við vegavinnu og jarðvinnslu. Fyrsta almennilega grafan kom einnig til landsins um svipað leyti. Sú fyrsta var af gerð- inni Priestman Cub og vó hún með skóflu alls 8,8 tonn og var notuð á Akranesbæ í Garðaflóa. Reyndar höfðu staðbundnar og mun frum- stæðari gröfur verið notaðar í tvo áratugi á undan. Á næstu árum fjölgaði öllum vinnuvélum hratt og síðan þá hafa framfarir verið gífur- legar, eins og reyndar allir þekkja, en þær hafa verið ein af undirstöð- um nútímasamfélags. Heimildir: Sigurður Guðmundsson prófessor, símaviðtal 1.11.05 Þóroddur Árnason, símaviðtal 1.11.05 Árni G. Eylands. Skurðgröfur Véla- sjóðs 1942-1966 Freyr 1944, Skýrsla verkfæraráðu- nauts Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, Saga bílsins á Íslandi 1904-2004. Smursprautunni skipt út SJÁLFVIRK SMURKERFI LEYSA GÖMLU SMURSPRAUTUNA AF HÓLMI OG GETA STÓRLEGA AUKIÐ ENDINGU VINNUVÉLA. Vinnuvélar fyrri tíma Eins og á öðrum sviðum nútímasamfélags hafa orðið gríðarlegar framfarir á vinnu- vélum og öðrum tækjum og tólum sem nýtast við ýmsar vinnuframkvæmdir. Fyrstu vinnuvélarnar skiluðu sér seint og illa hingað til lands í fyrstu en hafa nú sannað sig sem einn helsti bakhjarl í framförum þjóðarinnar. AKRANESSTRAKTORINN – fyrsti traktorinn sem til Íslands kom, í ágúst 1918. Hann hefur ekki varðveist. Myndina fékk Bú- vélasafnið frá afkomendum kaupenda traktorsins á Akranesi. ÞÚFNABANINN – sá fyrsti kom síðsumars 1921 en hann var af gerð- inni Lanz frá Mannheim í Þýskalandi. Þúfnabani er til í Búvélasafn- inu á Hvanneyri, annar tveggja, ef ekki sá eini, sem til er í heiminum. Árni G. Eylands hefur líklega tekið myndina, sem afkomendur hans gáfu Búvélasafninu á Hvanneyri. FYRSTA ÝTAN sem flutt var til landsins af Sigfúsi Þórarinssyni Öfjörð. Myndin er tekin úr skýrslu verkfæraráðunauts sem birtist í landbúnaðartímaritinu Freyr árið 1944. Lárus Brandsson selur Vogel sjálfvirk smurkerfi, sem geta bætt mörgum árum við líftíma vinnuvéla. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Þetta er búnaður sem er ætlaður til að smyrja vinnuvélar og vörubíla, þannig að í staðinn fyrir gömlu smursprautuna sem menn voru með alltaf á lofti er búnaður í tækinu sjálfu sem smyr hann sjálfvirkt þannig að það eina sem menn þurfa að hugsa um er að fylla á forðabúrið sem tilheyrir kerfunum,“ segir Lárus Brandsson, framkvæmdastjóri Rótors í Hafnarfirði, en Rótor flytur inn Vogel smurkerfi. Sjálfvirk smurkerfi eru að verða sá þáttur í útgerð og rekstri vinnuvéla, lyftara og atvinnubifreiða sem ræður hvað mestu um rekstrarkostnað, endingartíma og endursöluverð, að sögn Lárusar. Kerfin samanstanda af rafstýrðri dælu sem dælir litlu magni af smurfeiti inn á alla slitfleti vélar- innar og getur tækið smurt oft á dag. „Þau er búin að vera í tugi ára í notkun erlendis, en Íslendingar eru nýbyrjaðir að kaupa þetta,“ segir Lárus, en Rótor var fyrsta fyrirtækið sem flutti sjálfvirk smurkerfi til landsins. Vogel-smurkerfin borga sig upp á einu til þremur árum. „Þau marg- borga sig. Menn eru að kaupa sér mörg ár aukalega á tæki sem kosta auðvitað margar milljónir,“ segir Lárus. 06-07 vinnuvélar lesið 3.11.2005 15:53 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.