Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 53

Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 53
Með því að kaupa metan gas er neytandinn að kaupa íslenskt elds- neyti frekar en innflutt því metan- ið er tekið sem aukaafurð úr sorp- haugunum í Álfsnesi, en Sorpu ber að safna hauggasi sem myndast við rotnum lífrænna úrgangsefna á urðunarstað og nýta eftir fremsta megni, en annars að brenna því. „Við erum svolítið sér á báti hér á landi, því það er ekki víða sem gas er notað úr urðunarstöðum. Það er algengara að notað sé gas sem myndast við hreinsun á skólpi eða vinnslu á öðru lífrænu efni,“ segir Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Metans hf. sem sér um dreifingu og sölu á gasinu, en alls ættu sorphaugarnir að geta séð um 4.000 smábílum fyrir eldsneyti. Nú eru 47 metan- og bens- ínknúnar bifreiðar á landinu og tvær sem eingöngu ganga fyrir metani. Auk þess munu tveir Scania-strætisvagnar sem ein- göngu ganga fyrir metani koma til landsins síðar í þessum mánuði. Flestir tvíorkubílanna eru smærri vinnubifreiðar, svo sem pallbílar, Citroën Berlingo, VW Transporter og VW Caddy. Minni mengun og hljóðlátari vélar gera metanknúna sorpbíla og strætisvagna afar aðlaðandi fyrir sveitarfélög auk fyrirtækja sem byggja afkomu sína mikið á akstri. Enn sem komið er eru metan- bílarnir aðeins dýrari í innkaup- um, því setja þarf aukabúnað í þá, svo þeir geti gengið bæði fyrir metani og bensíni, en þó vegur margt á móti sem gerir þá afar aðlaðandi. Fastur afsláttur af vörugjaldi upp á 240.000 krónur er gefinn af smábílunum, sem þýðir að þeir kosta orðið nánast það sama og venjulegur bensínbíll. Auk þess er metanið ódýrara en bensínið, og þar fyrir utan eru metanbílar undir 10.000 tonnum undanþegnir þungaskatti. Helsti ókosturinn er sá að ein- göngu er hægt að kaupa metangas á bensínstöð Esso á Bíldshöfða í Reykjavík. Annar ókostur er að smærri bílvélar eru kraftminni en sambærilegar bensín- eða dísilvélar. „En um leið og þú ert kominn upp í 1.800 eða 2.000, 2,4 lítra vél, þá finnurðu engan mun,“ segir Björn. 14 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nú eru alls 47 metan- og bensínknúnir bílar á landinu, auk tveggja sem eingöngu ganga fyrir metangasi, og hafa þeir reynst afar vel. Sorphaugarnir geta séð um 4.000 smábílum fyrir eldsneyti Síðan Metan hf. var stofnað fyrir sex árum síðan hafa 49 bifreiðar verið fluttar inn sem ganga annað hvort ein- göngu fyrir metani eða eru tvíorkubifreiðar. Kostir þessara bifreiða eru ótvíræðir, þær menga mun minna en bensín- og dísilbílar, eru töluvert hljóðlátari og jafnframt er metanið framleitt hér á landi. „Þetta er afbragðsbíll, ég mæli hik- laust með honum,“ segir Kristján Ómarsson, sem ekur metanknúnum sorpbíl fyrir Reykjavíkurborg. Kristján hefur ekið sorpbíl fyrir borgina í á fimmta ár en síðustu tíu mánuðina hefur hann verið aðal- stjórnandi metanknúna bílsins. „Helsti munurinn er sá að hann er hljóðlátari, mengar minna og hann er að öllu leyti þægilegri í akstri og liprari. Aðgengið inn í hann er mjög gott, bæði fyrir vinnu- mennina og bílstjórann, við löbbum bara beint inn í hann, þetta er eins og að fara inn í strætó og við þurf- um ekki að príla upp í hann eins og gömlu bílana,“ segir Kristján. Metanknúnir bílar menga mun minna en aðrir bílar – 113 metan- knúnir VW Caddy bílar gefa frá sér jafn mikinn koltvísýring og einn samskonar bensínknúinn bíll. Auk þess er hávaðamengunin mun minni frá stærri metanknúnum ökutækjum en þeim sem ganga fyrir dísilolíu eða bensíni. Kristján Ómarsson ekur metanknúnum sorpbíl fyrir Reykjavíkurborg og segir hann mun liprari en þá bensínknúnu. Fréttablaðið/Valli Liprari, hljóðlátari og þægilegri í akstri Metanknúni sorpbíllinn er afbragðsbíll að mati Kristjáns Ómarssonar bílstjóra. Væri til að vinna á götusópara Sverrir Þór Sverrisson, skemmtikraftur. Hefur þú ein- hvern tímann unnið á vinnu- vél? „Já, ég hef unnið á lyftara. Það var hressandi upplif- un.“ Ef þú þyrftir að vinna á vinnu- vél, hvaða vél myndir þú velja? „Ég væri til í að vinna á stórum götusópara niðri í miðbæ svo ég gæti dottið á kaffihús og fengið mér latte og svona.“ vinnuvélin } Gröfu sem leikfang ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON, LEIKARI. Hefur þú ein- hvern tímann unnið á vinnu- vél? „Já, hef unnið á lyftara, svo var traktor í sveitinni og einnig vann ég á gröfu.“ Ef þú þyrftir að vinna á vinnu- vél, hvaða vél myndir þú velja? „Mig myndi langa að vinna á stórri og skemmtilegri gröfu. Mig hefur oft langað til að kaupa gröfu og leika mér á henni.“ vinnuvélin } 14-15 vinnuvélar lesið 3.11.2005 15:57 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.