Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 57

Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 57
18 ■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Liebherr-byggingarkranar eru al- gengustu kranar á Íslandi og er talið að þeir séu um 70-75% af öllum krönum á landinu. Liebherr er þýsk framleiðsla og er fyrirtækið einn stærsti framleiðandi í heimi á vinnu- vélum af hvers kyns tagi. Kranafram- leiðsla þess er ekki einungis bundin við staðlaðar útfærslur heldur sér- smíðar það krana fyrir nær allar að- stæður. Merkúr hefur verið með umboðið fyrir Liebherr síðan 1998 og selur allar gerðir af krönum fyrirtækisins. Sala á krönum hjá Merkúr hefur verið góð undanfarið en talsvert virðist vera um það að verktakar séu að endurnýja kranana sína. Hér á Íslandi var á árum áður mest um það að verktakar keyptu til sín notaða krana og því er kranaflotinn orðinn nokkuð gamall, samkvæmt Sigurjóni Alfreðs- syni, sölufulltrúa hjá Merkúr. Líftími krana er mismikill, en algengt er að krana sé hægt að nýta í fimmtán til tuttugu ár, sé honum haldið vel við. Í framleiðslu Liebherr er boðið upp á ýmist sjálfreisandi krana, turn- krana, grindarbómukrana og bíl- krana. Sjálfreisandi krana tekur skamman tíma að reisa með kapal- stýringu eða fjarstýringu en þeir eru til í mörgum útfærslum með mis- munandi lyftigetu og í bómulengdum sem ná frá tuttugu til fimmtíu metra. Turnkranar eru stærri og þarf að not- ast við bílkrana við uppsetningu á þeim. Tekur það um það bil tvo til fjóra daga, allt eftir stærð, gerð, hve hátt á að reisa kranan og svo framvegis. Turnkrana er hægt að fá í bómulengdum sem ná frá þrjátíu til áttatíu metra og með gífurlegri lyfti- getu. Liebherr-hafnarkranar hafa einnig notið mikilla vinsælda hér á landi og hefur til dæmis nýlega verið tekinn í notkun slíkur krani vegna ál- vers á Reyðarfirði. Vaxandi notkun forsteyptra ein- inga í byggingaiðnaði hér á landi hefur það í för með sér að verktakar hafa verið að leita að frekari lyftigetu til að hífa einingar af því tagi. Stærstu kranar sem Merkúr hefur selt til verktaka hér á landi eru af gerð- inni 280 EC-H 16 og hafa alls selst fjórir slíkir kranar hér. Bómulengd þeirra er heilir 75 metrar og lyftigeta þeirra er mest sextán tonn. Þó ber að taka það fram að þetta eru alls ekki stærstu kranar sem Liebherr framleið- ir, en hámarkslyftigeta þess stærsta er heil áttatíu tonn. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. Algengustu kranar á Íslandi Liebherr-byggingarkranar hafa notið mikilla vinsælda hér á landi í gegnum árin. Mikið er af byggingarkrönum í hverfum sem er verið að byggja. Þessi mynd er tekin í Vallarhverfi í Hafnarfirði. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 18-19 vinnuvélar lesið 3.11.2005 16:01 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.