Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 73

Fréttablaðið - 04.11.2005, Side 73
 4. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR32 menning@frettabladid.is ! Opinn dagur verður í öllum deildum Listaháskóla Íslands í dag frá klukkan 10 til 14. Skólinn býður öllum áhugasömum að koma til að kynna sér starfsemina, sem þar fer fram. Leiklistardeildin, sem er til húsa að Sölvhóls- götu 13, býður til dæmis gestum að taka þátt í sýnishorni af inntökuprófi sem samanstendur af leiktúlkun, líkamsþjálfun, raddbeitingu og söng. Auk þess kynnir deildin nýtt nám sem hófst í haust „Fræði og framkvæmd“ og dansnám. Í tónlistardeildinni, sem einnig er staðssett á Sölv- hólsgötunni, verða opnir tónleikar, opnar æfingar og sýnishorn af hljóðverkum nemenda. Í myndlistardeildinni í Laugarnesi verður öll starfsemi og verkstæði opin gestum og gangandi auk sýningar á fjölbreyttum verkum nemenda. Hönnunar- og arkítektúrdeild, sem er til húsa að Skipholti 1, verður einnig með alla starfsemi sína opna, en þar er að finna fata- og textílhönnun, þrívíða hönnun, grafíska hönnun og arkítektúr. Í öllum deildum verða nemendur og kennarar til viðtals og upplýsingagjafar og nemendur kynna inntökumöppur. Í tónlistardeildinni verða til dæmis prófessorarnir Gunnar Kvaran sellóleikari og Kjartan Ólafsson tónskáld ásamt Árna Heimi Ingólfssyni dósent í tónlistarfræðum til vitals fyrir þá sem vilja kynna sér námið. Listaháskólinn opnar sig Opnunarviðburður Unglistar 2005 verður í Sundhöllinni í Reykjavík í dag. Ítalska lista- konan Firenza Guidi hefur fengið unga listamenn og stúlknakór til liðs við sig. Listahátíð ungs fólks hefur verið árviss viðburður í meira en áratug og stendur yfir í rúma viku í hvert sinn. Hátíðin í ár hefst í dag með sýningunni Chinaman í Sundhöll Reykjavíkur. Chinaman er sýning ítölsku lista- konunnar Firenza Guidi, sem áður hefur haldið sýningu hér á landi í samstarfi við Íslendinga. Að þessu sinni hefur hún fengið til liðs við sig unga listamenn, bæði íslenska og erlenda. Frá Íslandi eru ungmenni úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og stúlknakór Domus vox. „Sundhöllin er mjög stemnings- ríkur staður og hún Firenza Guidi nýtir sér það óspart,“ segir Stein- unn Knútsdóttir hjá Lab Loka, sem hefur verið samstarfsaðili Firenzu hér á landi. „Hún vinnur mjög myndrænt og setur sýninguna saman eins og mós- aík. Sumir hafa líkt þessu við vinnu kvikmyndaleikstjóra, en hún vinnur alltaf sýninguna inn í ákveðið rými, sem í þetta skiptið er Sundhöllin í Reykjavík.“ Þessi sýning er partur af röð sýninga í fimm löndum og er Ísland annar viðkomustaður hennar. Í mars síðastliðnum héldu tveir ungir íslenskir listamenn til Ítalíu og tóku þar þátt í sýningunni „Artemisia“ og munu fulltrúar Íslands einnig taka þátt í þremur komandi sýningum sem verða í Frakklandi, Þýskalandi og Wales á næstu mánuðum. Sýningin verður sýnd tvisvar í Sundhöllinni í kvöld, klukkan 19 og 21. Fjölmargir aðrir viðburðir eru á dagskrár Unglistar, sem stendur fram til laugardagsins 12. nóvem- ber. Í dag verður til dæmis hleypt af stokkunum Myndlistarmaraþoni Unglistar. ÆFING FYRIR CHINA- MAN-SÝNINGUNA Sundlaugargestir í Sundhöllinni létu það lítt á sig fá þótt ungir listamenn væru að æfa sig fyrir opnun- arviðburð Unglistar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kínamaður í Sundhöllinni Fyrir hálfum mánuði frum- sýndi Íslenski dansflokkur- inn þrjú verk í Danmörku. Þessi sömu verk verða frumsýnd á Íslandi í kvöld, á stóra sviði Borgarleik- hússins. „Við fengum mjög hlýjar móttökur í Danmörku, þetta gekk mjög vel,“ segir Peter Anderson, sem bæði dansar með Íslenska dansflokkn- um og er höfundur eins verkanna þriggja. Verkið hans heitir Critic‘s Choice og fjallar um danshöf- undinn, dansarann og gagnrýn- andann á gamansaman hátt. Þar koma fram andstæðar hugmyndir um hvað listin stendur fyrir. „Ég er að velta þarna fyrir mér sambandinu á milli danshöfundsins og gagnrýnandans, hvernig þeir nærast hvor á öðrum og hafa báðir áhrif á sköpunarferlið, hvor með sínum hætti.“ Peter hefur dansað með Íslenska dansflokknum í fjögur ár og segist alls ekkert ætla að leita á önnur mið á næstunni. „Ég ætlaði bara að vera hérna í eitt ár, en hér hafa manni gefist svo mörg tækifæri. Á hverju ári eru ný verkefni að fást við og nýr lista- maður að starfa með. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt svo ég sé enga ástæðu til þess að fara.“ Á efnisskrá kvöldsins er einnig verkið Wonderland eftir Jóhann Björgvinsson, sem Jóhann segir vera „hysterískt melódrama sem rúmar bæði himnaríki og helvíti“. Jóhann er eins og Peter dansari hjá Íslenska dansflokknum, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir báðir fá tækifæri til að semja verk fyrir flokkinn. Þriðja verkið sem dansflokk- urinn sýnir í kvöld er svo Pocket Ocean eftir portúgalska danshöf- undinn Rui Horta, sem áður var sýnt árið 2001. Rui samdi verkið sérstaklega fyrir Íslenska dans- flokkinn og gefst áhorfendum nú tækifæri til þess að sjá þetta verk á ný. Íslenski dansflokkurinn frumsýndi þessa haustsýningu sína í Baltoppen-leikhúsinu í Kaupmannahöfn hinn 20. október. Þaðan fór sýningin til Árósa þar sem hún var sýnd í GRAN teater for dans, sem er eitt besta dansleikhús í Danmörku. Jafnframt sýndi flokkurinn sitt víðförla verk „Við erum öll Marlene Dietrich FOR“ eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hravatin í Árósum. Þaðan hélt svo Marlene- hópurinn til Modena á Ítalíu og að því búnu til Helsinki þar sem Marlene var sýnd 1. nóvember. ÚR SÝNINGU ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS Frumsýning verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hlýjar móttökur í Danmörku Kl. 20.00 Fjórða sýning óperunnar Tökin hert eftir Benjamin Britten verður í Íslensku óperunni í kvöld. Einungis sex sýningar verða í allt, þannig að hver fer að verða síðastur að upplifa þessa mögnuðu sýningu. > Ekki missa af ... ... sýningunni Essens á Kjarvalsstöðum, þar sem gefið er yfirlit yfir helstu viðfangsefni Kjarvals í myndlistinni. ... sýningunni Föðurmorð og Nornatími, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Sýningin hefur verið framlengd til 13. nóvember. ... sýningunni Tími Romanovættarinnar í Rússlandi, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru sýndir yfir 200 gripir. Snorri Ásmundsson listamaður hefur undanfarin ár reynt að trufla tilveru fólks með umfangs- miklum gjörningum sínum sem hafa oftar en ekki beinst að hel- stu feimnismálum almennings eins og pólitík, kynlífi og trúmál- um. Heiðursborgaratitlar, borg- arstjórnarframboð, forsetafram- boð og sala á aflátsbréfum eru nokkur dæmi um afrekin. Hvernig svo sem fólk bregst við þessum uppátækjum lista- mannsins þá segist hann fyrst og fremst vera að ögra samfélags- legum og trúarlegum gildum. Hann segist hafa fengist við að skoða viðbrögð umhverfis- ins við því þegar viðurkenndum gildum er snúið á hvolf og þegar annars valdalaus einstaklingur tekur sér vald sem alla jafna er úthlutað eftir fyrirfram gefnum reglum. Nú boðar hann stefnu- breytingu og uppgjör undan- farinna ára í sýningu sem hann opnar 19. nóvember næstkom- andi á Nýlistasafninu og þar ber ýmislegt á góma. SNORRI ÁSMUNDSSON Boðar stefnubreyt- ingu og uppgjör liðinna ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Uppgjör í vændum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.