Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 84

Fréttablaðið - 04.11.2005, Page 84
[ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Skítamórall: Eitur í beinum sumra, konfekt í eyrum annarra. Fáar hljómsveitir eiga sér jafn eindregna andstæðinga en Skíta- mórall hefur einnig á bak við sig styrkan hóp aðdáenda sem bregst sínum mönnum ekki á ögurstundu. Skítamórall trekkir alltaf að, sama hvað hver segir. Það er vandað vel til verksins hvað umslag plötunnar varðar, myndirnar flottar, þó stafirnir framan á séu hálf mislukkaðir. Alltaf gaman þegar textarnir eru prentaðir með greinilegum stöf- um þó textasmíðin á plötunni sé ódýr kveðskapur. Má ég sjá hefst á lagi Ununar, Ástin. Heldur furðulegt að byrja plötu á kóverlagi. Skítamórall fer ágætlega með lagið en það er erf- itt að bæta miklu við upprunalega flutninginn á þessum fína slagara Gunnars Hjálmarssonar. Ball- aðan Hún hefur þegar fengið að hljóma á öldum ljósvakans en það er Þorvaldur Bjarni sem á lagið en Andrea Gylfadóttir textann. Lagið er meðhöndlað á réttan hátt, útsetningin vel heppnuð og rödd Gunnars Ólasonar hentar róleg- um lögum mjög vel. Vignir Snær Vigfússon semur Má ég sjá, sem er eitt af bestu lögum plötunnar. Kraftmikill flutningur drengj- anna. Önnur lög standa í skuggan- um af áðurnefndum lögum þó Eldur komist hvað næst þeim. Önnur eru týpísk Skítamóralslög. Hljóðfæraleikurinn á plötunni er til fyrirmyndar en útsetning- arnar eru á köflum hálf fyrirsjá- anlegar. Sveitin saknar óneitan- lega Einars Ágústs þegar kemur að rokklögunum en Gunnar hefur ekki alveg sama kraftinn í rödd- inni. Platan er ekki þrekvirki á sviði tónlistar. Hún á ekki eftir að valda hallarbyltingu í lagasmíðum eða umróti í þjóðfélaginu. Skítamórall tekur sig heldur ekki það alvar- lega að meðlimir sveitarinnar haldi að þeir séu að finna upp hjól- ið að nýju. Skítamórall er ekki að víkka út aðdáendahóp sinn eins og meðlimir sveitarinnar kannski vildu en fyrir aðdáendur hennar er þetta prýðileg viðbót í safnið. Skítamórall kann að trylla lýðinn sinn og gerir það eflaust enn með Má ég sjá. Freyr Gígja Gunnarsson SKÍTAMÓRALL Titill: MÁ ÉG SJÁ Niðurstaða: Fyrir aðdáendur Skítamórals er Má ég sjá prýðileg viðbót í safnið. Sveitin kann að trylla lýðinn sinn og gerir það eflaust með þessari plötu. Eingöngu fyrir aðdáendur » FRÁBÆR SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA FÖ ST U D A G U R LA U G A R D A G U R SU N N U D A G U R M Á N U D A G U R ÞR IÐ JU D A G U R M IÐ VI K U D A G U R FI M M TU D A G U R 5 DÁLKAR MÁ BIRTAST HVAÐA DAG SEM ER KUBBAR TIL UPPFYLLINGAR Í SMÁAR SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR » FA S T U R » PUNKTUR BIRTUkubbar-AUGL TIL UPPF 6.10.2005 20:43 Page 2 Sjá ná na r í DV í d ag Ætla að slá í gegn með nýjum söngleik Kristján Ra og Bjarni H aukur DV2x10 3.11.2005 20:32 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.