Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 21. deseniber 1975. Ratna Dewi vill ekki láta kvikmynda ævisögu sína Kvikmyndaframleiðendur hafa mikinn áhuga á sögu þessarar konu. Sögu, sem er full af ævin- týrum, pólitiskri baráttu og frama. Sögunni um upphefð og fall Rötnu Dewi, sem einu sinni þótti fegursta forsetafrú i heimi, ekkju Súkarnós, íyrrverandi forseta Indónesiu. En hún hefur óbeit á kvikmyndum og er þess vegna frábitin þvi að gerð verði kvikmynd um lif hennar, og þvertekur fyrir, að hún komi nokkurn tima til með að leika aðalhlutverkið i slikri mynd. Septemb.kvöld nokkurt i Tókió árið 1959 endurtók saga Elizu Dolittle sig. En eins og allir muna, þá átti hún skemmtileg- an feril (allt) frá blómasölu- stúlku til hefðarmeyjar (i My fair lady.) Súkarnó hershöfð- ingi, einvaldsherra Indónesiu var i opinberri heimsókn i Japan. Til að lyfta sér aðeins upp eftir erfiðan dag fór hann á Copanaba barinn. Þar kynntist hann hinni 18 ára gömlu veit- ingastúlku Naoko Nemoto. Þau felldu strax hugi saman og snéri' Naoko baki við ættlandi sinum og fór með Sukarno til Indó- nesiu. Hún fékk nafnið Ratna Dewi — „gyðja gimsteinahjart- ans” — varð fjórða kona þessa múhameðska rikisleiðtoga Ekki leið leið á löngu, þar til hún hafði bolað öllum keppinautum sinum iburtu, ( — Ég var honum trygg eins og nunna er trú sinni.) Hún var við hlið hans, þegar hann fór i opinberar heimsóknir og tók á móti hátt- settum mönnum i sinu heima- landi og varð mikils metin i stjórnmálalifi Indónesiu. Arið 1966 steypti hægri sinnað bylt- ingarráð þeim hjónum af stóli. Dewi, sem þá var ófrísk fór að ráði manns sins i útlegð til Jap- ans og ól honum þar dóttur, sem hlaut nafnið Kartika (stjörnu- sálin). Skömmu siðar flutti hún svo til Parisar þar sem hún fékk sér ibúð i einu af finustu hverf- unum. Hún skildi við Sukarno árið 1969, og aðeins fáum mán- uðum seinna var hann látinn. Káta ekkjan geystist nú um heiminn og skemmti sér. Hún snæddi með bilakónginum Henry Ford II. i New York, átti fund með baróninum Edward de Rothschild i Paris og dansaði heilu næturnar við hjartaskurð- lækninn Barnard i Monte Carlo. Þrátt fyrir yfirlýsingar hennar um að hún væri ,,bara fátæk kona”, sem hefði þurft að leita til margra veðmangara, virðist hún ekki hafa ýkja miklar fjár- hagsáhyggjur — alla vega ekki eftir hátterni hennar að dæma. t dag er þessi — „gyðja gim- steinahjartans” — 35 ára og dáð af karlmönnum. Hún á lúxus ibúð i Avenue Montaigne, i sama húsi og Marlene Dietrich, hún hefur mikið dálæti á skart- gripum, er tiður gestur i pelsa- deildinni hjá Dior og kennir dóttur sinni i fritimum sinum klassiskan dans. Hún hefur núna látið verða af þvi að byrja á bók, sem á að heita — Tár spörfuglsins —, og á að fjalla um ofsóknir á hendur fylgis- manna Pekingvinarins Sú- karnós. Hún skrifar fáeinar siður á hverjum degi. Aðeins á daginn, þvi að nætur hennar til- heyra sem áður diskótekum, börum og veitingahúsum, Og auk þess nýjum manni, — her- toganum af Sabran Pontevés. Hamingjan er hverful Fólk veltir þvi fyrir sér hvað sé þess valdandi, að Zsa-Zsa Gabor er eins og hún er. Hefur hún ekki haft gott af öllum milljónunum, sem hún á, eða er það umhverfið, sem hefur haft slæm áhrif á hana? Nú hvislast menn á um það, að hún sé i þann veginn að skilja við sjötta eigi.n- mann sinn. Zsa-Zsa segir, að þetta sé eintóm vitleysa. Hún segir, að það sé ekki nema eðli- legt, að nýgift fólk sé ekki sam- mála um alla hluti, en það eru ekki nema tiu mánuðir, eða þar um bil, siðan hún giftist mann- inum, sem fann upp Barbie dúkkurnar. Það er dálitið merkilegt, að hún skyldi einmitt hafa krækt i hann, vegna þess að sjálf litur hún út eins og Barbie dúkka. Þetta er aðeins annar maðurinn minn, segir Zsa-Zsa sjálf, hinir fjórir voru svo heimskir, að það er ekki hægt að telja þá með! ★ Kennedy og verðandi forseti? — Hefur þú löngun til þess að komast eitthvað áleiðis i stjórn- málaheiminum, spurði banda- riskur blaðamaður Bobby Kennedy yngri, sem nú er 21 árs. — Nei, svaraði hann, en frændi minn, John — John, verður forseti árið 1992. Eins og allir ættu að vita er John-John sonur Kennedys fyrrum Banda- rikjaforseta og Jackie Onassis. Myndin er af Bobby Kennedy yngri. DENNI DÆMALAUSI Ég er viss um að jólasveinninn kæmi lieilu hrossi niður um skor- steininn eftir þetta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.