Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. desember 1975. TÍMINN 15 Hérna hampa þeir mununum sinum heldur kampakátir framan í okkur, strákarnir, Agúst, Hermann, Ragnar, Jóhann Haukur og Ingi. ina, sérstaklega verkfærin, þann- ig að hann skemmi ekki smiðis- gripinn og fari sér ekki að voða, að minnsta kosti. Jú, það er mikið komið undir áhuga kennarans. Hann verður að þekkja nemend- urna og geta fylgzt með þeim. Hann verður að koma þeirri hugsun inn hjá þeim, að smiðarn- ar séu nám, en ekki aðeins af- þreying frá öðru námi. Við litum yfir smiðisgripina og höfum orð á þvi, að þetta sé hag- lega unnið af ekki eldri drengjum. — Ég hef fulla ástæðu til að gera mér vonir um, að þessir strákar nái nokkuð langt. Þeir hafa verið með frá byrjun, Lært um verkfæri og efni, reynt að finna úrlausnirnar sjálfir, skoðað hug sinn og velt hlutunum Jyrir sér og unnið skipulega að upp- byggingu þeirra. — Það er sem sagt um tilraun i smiðakennslu að ræða hérna hjá þér? — Já, þetta er tilraunastarf- semi i sambandi við kennsluáætl- un, sem ég er með i smiðum, og geri mér vonir um að geta full- unniðáður en langt um liður. Hún er komin nokkuð á veg i sam- bandi við ákveðin tækniatri i, hvað kennt er i hverjum bekk skólans og hvaða verkfæri skuli notuð á hverju stigi. Einnig hvað viðkemur gerð kennsluáætlana og námsmati, en nokkuð vantar á rannsóknir á kennsluleiðum og kennslutækjum. Við biðjum Pétur að segja okkur nánar frá þessari kennslu- áætlun og kemur i ljós, að hún er byggð á ákveðnum kennsluatrið- um, sem tekin verða fyrir i 2—4 vikna áföngum. Sérstök viðmiðun er höfð i einkunnagjöf. Kunnátta, sem ákveðin er með hliðsjón af úrlausn nemenda i samræmdu prófi. Verkhæfni, þar sem um er að ræða mat kennara á hæfni nemenda til að leysa verkleg vandamál i smiðatimum. Frum- kvæði, sem byggist á hæfni nem- anda til sjálfstæðis í hugsun og frumkvæði i vali raunsærra verk- efna. Vinnusemi, sem byggist á dugnaði og natni nemanda i kennslustundum. Astundun, sem eru mætingar, hegðun og um- gengni. Heildarfrágangur, sem er frágangur nemanda á smiðis- gripum sinum. Má af þessu ljóst vera, að reynt er að gefa nemandanum einkunn miðað við hans eigin árangur á timabilinu, en ekki út frá bekkj- arheildinni, eins og svo oft hættir til. Kennslutaflan nær yfir öll kennsluatriði, sem framkvæmd eru og hafa verið. Er hún hin fjöl- breytilegasta og jafnan færð i hverri kennslustund, þannig að samstundis er unnt að sjá, hvar nemandinn er staddur i náminu, og hverju hann hefur lokið. Loks er hérna timaáætlun til viðmiðunar, þar sem nákvæm- lega er tekið fram, hvað skuli Framhald á bls. 39. Ragnar og Agúst sækja sér fyrirmyndir og teikna, en Ingi er að saga út. Smiöastofan i Viðistaöaskóla, og strákarnir i 10 ára bekk eru önnum kafnir, en þeir eru f.v. Haukur, Jó- hann, svo kemur Pétur og er að segja Hermanni til, Ragnar, Agúst, Ingj, Njáll og Agnar. FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær Til þess að tryggja oruggt rafmagn um hátíðirn ar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi 1 2 3 4 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yf ir daginn eins og kostur er, eink- um á aðfangadag og gamlársdag. Forð- ist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. raf magnsofna, hrað- suðukatla og brauðristar — einkanlega meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forð- ast bruna og snertihættu. 111a meðfarnar lausataugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Otiljósasamstæður þurfa að vera vatns- þéttar og af viðurkenndri gerð. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöpp- um Uöryggjum"). Helstu stærðir eru: 10 ampter = ljós 20-25 amper = eldavél 35 amper = aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavél eða Ijós), getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúina í aðaltöflu hússins. Ef um víðtækara straumleysi er að ræða skuluð þér hringja í gæslumann Raf- magnsveitu Reykjavikur. Bilanatilkynningar í sima 18230 allan sólarhringinn. , Á aðfangadag og gamlársdag til kl. 19 einnig i símum 86230 og 86222. Vér flytjum yður beztu óskir um Gleðileg jól og farsæld á komandi ári. með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA rtl REYKJAVÍKUR * Geymið auglýsinguna. 5 6 Dvergskip — Ijóðmæli eftir Jónatan Jónsson DVERGASKIP nefnast ljóðmæli eftir Jónatan Jónsson, sem ny- komin eru út. i bókinni. sem Haf- steinn Guðmundsson gefur út. eru 45 ljóð. 1 formála hennar segir: Ljóðlistin hefur. gengið eins og rauður þráður gegnum islenzkt þjóðlif frá upphafi. Hún hefur bætt mönnum upp fátækt og gleðisnautt lif. sefað sorg og læknað mein. Kvæðin i þessarj bók eru ort af sömu nauðsyn og löngum hefur legið til grundvall- ar islenzkum skáldskap. þau hafa veitt höfundinum dýrmæta sköpunargleði. svo að hann getur tekið undir með skáldinu sem sagði. ..eiginlega lifði ég aöeins þegar ég o rti."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.